Mike Myers á leiðinni á hvíta tjaldið Birgir Olgeirsson skrifar 24. maí 2016 21:22 Mike Myers. Vísir/EPA Kanadíski grínistinn Mike Myers hyggur á endurkomu á hvíta tjaldið en hann mun leika í spennutryllinum Terminal. Í myndinni fara Max Irons og Dexter Fletcher með hlutverk tveggja launmorðingja sem taka að sér afar hættulegt verkefni fyrir mjög svo vafasaman vinnuveitanda sem lofar þeim ríkulegri greiðslu.The Hollywood Reporter segir þá síðar hitta kröftuga konu, leikna af Margot Robbie, sem mun hafa þó nokkur áhrif á þá. Breski leikarinn Simon Pegg mun einnig leika í myndinni en ekki er vitað hvert hlutverk Mike Myers verður. Síðast sást hann holdi klæddur á hvíta tjaldinu í kvikmynd Quentins Tarantino, Inglourious Basterds, árið 2009. Hann er hvað þekktastur fyrir hlutverk á borð við Austin Powers, úr samnefndum myndum um galgopalegan njósnara, Wayne Campell úr Wayne´s World-myndunum og þá ljáði hann einnig tröllinu Shrek rödd sína í samnefndum teiknimyndum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Kanadíski grínistinn Mike Myers hyggur á endurkomu á hvíta tjaldið en hann mun leika í spennutryllinum Terminal. Í myndinni fara Max Irons og Dexter Fletcher með hlutverk tveggja launmorðingja sem taka að sér afar hættulegt verkefni fyrir mjög svo vafasaman vinnuveitanda sem lofar þeim ríkulegri greiðslu.The Hollywood Reporter segir þá síðar hitta kröftuga konu, leikna af Margot Robbie, sem mun hafa þó nokkur áhrif á þá. Breski leikarinn Simon Pegg mun einnig leika í myndinni en ekki er vitað hvert hlutverk Mike Myers verður. Síðast sást hann holdi klæddur á hvíta tjaldinu í kvikmynd Quentins Tarantino, Inglourious Basterds, árið 2009. Hann er hvað þekktastur fyrir hlutverk á borð við Austin Powers, úr samnefndum myndum um galgopalegan njósnara, Wayne Campell úr Wayne´s World-myndunum og þá ljáði hann einnig tröllinu Shrek rödd sína í samnefndum teiknimyndum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira