Meiddi sig við það að stíga á dómarann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2016 23:00 Kevin Love. Vísir/Getty Kevin Love, framherji Cleveland Cavaliers, hefur ekki hjálpað sínu liði mikið í undanförnum tveimur leikjum í Toronto þar sem Cleveland tapaði sínum fyrsta leikjum í úrslitakeppninni í ár. Kevin Love hefur aðeins skorað samtals 13 stig í leikjunum tveimur sem Cleveland tapaði með 15 og 6 stigum. Love skoraði reyndar 10 stig í tapleiknum í nótt en hann klikkaði þá á 10 af 14 skotum sínum. Kevin Love hefur aðeins nýtt 22 prósent skota sinna í leikjunum tveimur í Toronto (5 af 23) og þar hefur hann tekið meðal annars 29 færri fráköst en hinn lítt þekkti Bismack Biyombo í liði Toronto Raptors. Það var þó atvik í þriðja leikhlutanum sem stendur upp úr í þessum leik því þá þurfti Kevin Love að fara meiddur af velli eftir að hafa stigið á fót eins dómarans. Kevin Love meiddist þó meira á hné heldur en ökkla en það var enginn mótherji nálægt honum þegar kappinn steig aftur fyrir sig á fót dómarans. „Ég held að Kyrie [Irving] hafi verið að skjóta undir lok þriðja leikhlutans. Ég steig á fót dómarans og það var ekki þægilegt. Ég verð aumur á morgun en það mun ekkert koma í veg fyrir að ég spili fimmta leikinn," sagði Kevin Love. Kevin Love klikkaði á fimm af fyrstu sex þriggja stiga skotum sínum í leiknum en þau voru öll galopin. Hann spilaði best í þriðja leikhlutanum (5 stig og 5 fráköst í honum) en hann spilaði ekkert í lokaleikhlutanum, líklega vegna fyrrnefndra meiðsla. NBA Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Sjá meira
Kevin Love, framherji Cleveland Cavaliers, hefur ekki hjálpað sínu liði mikið í undanförnum tveimur leikjum í Toronto þar sem Cleveland tapaði sínum fyrsta leikjum í úrslitakeppninni í ár. Kevin Love hefur aðeins skorað samtals 13 stig í leikjunum tveimur sem Cleveland tapaði með 15 og 6 stigum. Love skoraði reyndar 10 stig í tapleiknum í nótt en hann klikkaði þá á 10 af 14 skotum sínum. Kevin Love hefur aðeins nýtt 22 prósent skota sinna í leikjunum tveimur í Toronto (5 af 23) og þar hefur hann tekið meðal annars 29 færri fráköst en hinn lítt þekkti Bismack Biyombo í liði Toronto Raptors. Það var þó atvik í þriðja leikhlutanum sem stendur upp úr í þessum leik því þá þurfti Kevin Love að fara meiddur af velli eftir að hafa stigið á fót eins dómarans. Kevin Love meiddist þó meira á hné heldur en ökkla en það var enginn mótherji nálægt honum þegar kappinn steig aftur fyrir sig á fót dómarans. „Ég held að Kyrie [Irving] hafi verið að skjóta undir lok þriðja leikhlutans. Ég steig á fót dómarans og það var ekki þægilegt. Ég verð aumur á morgun en það mun ekkert koma í veg fyrir að ég spili fimmta leikinn," sagði Kevin Love. Kevin Love klikkaði á fimm af fyrstu sex þriggja stiga skotum sínum í leiknum en þau voru öll galopin. Hann spilaði best í þriðja leikhlutanum (5 stig og 5 fráköst í honum) en hann spilaði ekkert í lokaleikhlutanum, líklega vegna fyrrnefndra meiðsla.
NBA Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum