Ólafur braut engar reglur með þyrluferð sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2016 10:59 Þyrlan á vettvangi slyssins í gærkvöldi. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Þyrsluslysið sem Ólafur Ólafsson fjárfestir lenti í í gærkvöldi hefur vakið mikla athygli. Ólafur var með þrjá erlenda viðskiptafélaga á útsýnisflugi en reyndur íslenskur þyrluflugmaður flaug vélinni sem þurfti að nauðlenda. Þrír voru lagðir inn vegna beinbrota og tveir voru undir eftirliti í nótt. Þeirra á meðal er Ólafur vegna hugsanlegra innvortis meiðsla en hann mun hafa slasað sig bæði á hrygg og hálsi. Ólafur afplánar sem kunnugt er dóm sem hann hlaut í Al-Thani málinu svonefnda. Ólafur hlaut fjögurra og hálfs árs dóm og afplánaði fyrsta árið á Kvíabryggju á Snæfellsnesi. Hann hefur undanfarnar vikur dvalið á áfangaheimilinu Vernd í Laugardal ásamt félögum sínum úr Kaupþingi; þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Sigurði Einarssyni. Ólafur Ólafsson hlaut ekki beinbrot en slasaðist á hálsi og hrygg.vísir/vilhelm Átti að vera mættur á Vernd klukkan 21 Landsmenn velta greinilega margir hverjir fyrir sér hvernig standi á því að Ólafur, sem hlaut svo þungan dóm í febrúar í fyrra, geti verið í þyrluferð með viðskiptafélögum sínum fimmtán mánuðum eftir dóminn. Samkvæmt nýjum lögum um fullnustu refsinga, sem Alþingi samþykkti í mars og hafa tekið gildi, er sá tími sem menn mega vera í rafrænu eftirliti tvöfaldaður. Samkvæmt reglum um afplánun þarf hann að afplána helming tímans, tvö ár og þrjá mánuði, og fær reynslulausn að þeim tíma liðnum. Hann var rúmt ár á Kvíabryggju, verður svo rúmt hálft ár á Vernd og loks tæpt ár með ökklaband í svokölluðu rafrænu eftirliti. Til að geta komist á Vernd, þar sem Ólafur og félagar dvelja nú, þurfa þeir að stunda vinnu eða vera í námi. Þá þurfa þeir að vera á Vernd frá 23 á kvöldin til sjö á morgnana á virkum dögum og frá 21-7 um helgar. Hann átti því að vera komin heim klukkan 21 í gærkvöldi en slysið varð rúmri klukkustund fyrr þegar þyrlan átti skamma leið eftir til höfuðborgarinnar. Töluverður viðbúnaður var vegna slyssins.Vísir/MHH Rannsókn framhaldið í dag Þyrla Ólafs var á leiðinni til Reykjavíkur þegar hún sendi neyðarboð klukkan 19:45. Stuttu síðar náðu farþegar að hringja í Neyðarlínuna og gefa upp nánari staðsetningu á þyrlunni og upplýsingar um farþeganna. Með Ólafi í för var flugmaður og þrír erlendir viðskiptafélagar hans. Voru þeir í útsýnisflugi og á leið aftur til Reykjavíkur þegar slysið varð.Þorkell Ágústsson sem starfar á flugslysasviði rannsóknarnefndar samgönguslysa var á vettvangi slyssins í gærkvöldi og við rannsóknir fram á nótt. Hann segir í samtali við Vísi að aðstæður hafi verið góðar í gær og rannsókn verði framhaldið í dag. Vettvangur slyssins, sem er í nokkurra kílómetra fjarlægð frá veginum við Nesjavelli, var girt af í gærkvöldi. Þorkell var fluttur á vettvang með þyrlu í gær og reiknaði með að það sama yrði uppi á teningnum í dag. Þorkell sagði ekki liggja ljóst fyrir hvers vegna hefði þurft að nauðlenda þyrlunni. Alþingi Tengdar fréttir Ólafur Ólafsson var um borð í þyrlunni Ólafur Ólafsson er eigandi þyrlunnar sem brotlenti skammt frá Nesjavallavirkjun í kvöld. 22. maí 2016 22:40 Þrír með beinbrot og tveir undir eftirliti Þrír þeirra sem um borð voru í þyrlunni sem brotlenti skammt frá Nesjavallavirkjun hafa verið lagðir inn á Landspítalann með beinbrot og önnur meiðsli. 22. maí 2016 22:55 Ólafur var með erlenda gesti í útsýnisflugi Eigandi Samskipa þakkar skjót viðbrögð í tilkynningu til fjölmiðla. 23. maí 2016 07:04 Þyrlu hlekktist á á Hengilssvæðinu Búið er að flytja alla farþega þyrlunnar til Reykjavíkur. 22. maí 2016 20:26 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Þyrsluslysið sem Ólafur Ólafsson fjárfestir lenti í í gærkvöldi hefur vakið mikla athygli. Ólafur var með þrjá erlenda viðskiptafélaga á útsýnisflugi en reyndur íslenskur þyrluflugmaður flaug vélinni sem þurfti að nauðlenda. Þrír voru lagðir inn vegna beinbrota og tveir voru undir eftirliti í nótt. Þeirra á meðal er Ólafur vegna hugsanlegra innvortis meiðsla en hann mun hafa slasað sig bæði á hrygg og hálsi. Ólafur afplánar sem kunnugt er dóm sem hann hlaut í Al-Thani málinu svonefnda. Ólafur hlaut fjögurra og hálfs árs dóm og afplánaði fyrsta árið á Kvíabryggju á Snæfellsnesi. Hann hefur undanfarnar vikur dvalið á áfangaheimilinu Vernd í Laugardal ásamt félögum sínum úr Kaupþingi; þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Sigurði Einarssyni. Ólafur Ólafsson hlaut ekki beinbrot en slasaðist á hálsi og hrygg.vísir/vilhelm Átti að vera mættur á Vernd klukkan 21 Landsmenn velta greinilega margir hverjir fyrir sér hvernig standi á því að Ólafur, sem hlaut svo þungan dóm í febrúar í fyrra, geti verið í þyrluferð með viðskiptafélögum sínum fimmtán mánuðum eftir dóminn. Samkvæmt nýjum lögum um fullnustu refsinga, sem Alþingi samþykkti í mars og hafa tekið gildi, er sá tími sem menn mega vera í rafrænu eftirliti tvöfaldaður. Samkvæmt reglum um afplánun þarf hann að afplána helming tímans, tvö ár og þrjá mánuði, og fær reynslulausn að þeim tíma liðnum. Hann var rúmt ár á Kvíabryggju, verður svo rúmt hálft ár á Vernd og loks tæpt ár með ökklaband í svokölluðu rafrænu eftirliti. Til að geta komist á Vernd, þar sem Ólafur og félagar dvelja nú, þurfa þeir að stunda vinnu eða vera í námi. Þá þurfa þeir að vera á Vernd frá 23 á kvöldin til sjö á morgnana á virkum dögum og frá 21-7 um helgar. Hann átti því að vera komin heim klukkan 21 í gærkvöldi en slysið varð rúmri klukkustund fyrr þegar þyrlan átti skamma leið eftir til höfuðborgarinnar. Töluverður viðbúnaður var vegna slyssins.Vísir/MHH Rannsókn framhaldið í dag Þyrla Ólafs var á leiðinni til Reykjavíkur þegar hún sendi neyðarboð klukkan 19:45. Stuttu síðar náðu farþegar að hringja í Neyðarlínuna og gefa upp nánari staðsetningu á þyrlunni og upplýsingar um farþeganna. Með Ólafi í för var flugmaður og þrír erlendir viðskiptafélagar hans. Voru þeir í útsýnisflugi og á leið aftur til Reykjavíkur þegar slysið varð.Þorkell Ágústsson sem starfar á flugslysasviði rannsóknarnefndar samgönguslysa var á vettvangi slyssins í gærkvöldi og við rannsóknir fram á nótt. Hann segir í samtali við Vísi að aðstæður hafi verið góðar í gær og rannsókn verði framhaldið í dag. Vettvangur slyssins, sem er í nokkurra kílómetra fjarlægð frá veginum við Nesjavelli, var girt af í gærkvöldi. Þorkell var fluttur á vettvang með þyrlu í gær og reiknaði með að það sama yrði uppi á teningnum í dag. Þorkell sagði ekki liggja ljóst fyrir hvers vegna hefði þurft að nauðlenda þyrlunni.
Alþingi Tengdar fréttir Ólafur Ólafsson var um borð í þyrlunni Ólafur Ólafsson er eigandi þyrlunnar sem brotlenti skammt frá Nesjavallavirkjun í kvöld. 22. maí 2016 22:40 Þrír með beinbrot og tveir undir eftirliti Þrír þeirra sem um borð voru í þyrlunni sem brotlenti skammt frá Nesjavallavirkjun hafa verið lagðir inn á Landspítalann með beinbrot og önnur meiðsli. 22. maí 2016 22:55 Ólafur var með erlenda gesti í útsýnisflugi Eigandi Samskipa þakkar skjót viðbrögð í tilkynningu til fjölmiðla. 23. maí 2016 07:04 Þyrlu hlekktist á á Hengilssvæðinu Búið er að flytja alla farþega þyrlunnar til Reykjavíkur. 22. maí 2016 20:26 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Ólafur Ólafsson var um borð í þyrlunni Ólafur Ólafsson er eigandi þyrlunnar sem brotlenti skammt frá Nesjavallavirkjun í kvöld. 22. maí 2016 22:40
Þrír með beinbrot og tveir undir eftirliti Þrír þeirra sem um borð voru í þyrlunni sem brotlenti skammt frá Nesjavallavirkjun hafa verið lagðir inn á Landspítalann með beinbrot og önnur meiðsli. 22. maí 2016 22:55
Ólafur var með erlenda gesti í útsýnisflugi Eigandi Samskipa þakkar skjót viðbrögð í tilkynningu til fjölmiðla. 23. maí 2016 07:04
Þyrlu hlekktist á á Hengilssvæðinu Búið er að flytja alla farþega þyrlunnar til Reykjavíkur. 22. maí 2016 20:26