Fyrsta tap Cleveland í úrslitakeppninni kom í Kanada | Myndbönd Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. maí 2016 11:30 DeMar DeRozan sækir inn að körfunni í nótt. Vísir/Getty Toronto Raptors náði að svara og minnka muninn í 1-2 í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar í NBA með 99-84 sigri á Cleveland á heimavelli í nótt. Var þetta í fyrsta sinn í sögu félagsins sem Toronto vann leik í úrslitum Austurdeildarinnar. Stuðningsmenn Toronto voru ekki búnir að gefa upp alla von og létu vel í sér heyra í nótt þrátt fyrir að liðið hafi fengið stóran skell í fyrstu leikjunum sem fóru fram í Cleveland. Liðin skiptust á körfum framan af og var munurinn eftir fyrsta leikhluta ekki nema þrjú stig, Tornonto í vil en í öðrum leikhluta tókst heimamönnum að mynda gott forskot. Bismack Biyombo fór fyrir liðinu í vörninni og DeMar DeRozan sá um sóknarleik liðsins í nótt og tók Toronto þrettán stiga forskot inn í hálfleikinn. Var Biyombo með sextán fráköst og fjögur varin skot í hálfleik en hann lauk leik með 26 fráköst og 6 varin skot.Gestirnir frá Cleveland gerðu nokkur áhlaup í þriðja og fjórða leikhluta og náðu að minnka forskotið niður í fimm stig á ný. Þá settu leikmenn Toronto fótinn aftur á bensíngjöfina og náðu að halda aftur af öllum áhlaupum Cleveland. Fór svo að leiknum lauk með fimmtán stiga sigri Toronto 99-84 en það þarf ekki að fara langt til að sjá hvað fór úrskeiðis hjá Cleveland í nótt. Tvær af þremur stjörnum liðsins, Kevin Love og Kyrie Irving, hittu aðeins úr 4/28 skota sinna í nótt og lék Love fyrir vikið ekkert í fjórða leikhluta. Leikur fjögur í þessu einvígi fer fram annað kvöld og verður fróðlegt að sjá hvernig leikmenn Cleveland Cavaliers mæta til leiks eftir fyrsta tapleikinn í úrslitakeppninni í ár.Allt það helsta úr leiknum í kvöld: Biyombo átti magnaðan leik í vörninni: DeRozan bar sóknarleik Toronto á herðum sér: NBA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Toronto Raptors náði að svara og minnka muninn í 1-2 í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar í NBA með 99-84 sigri á Cleveland á heimavelli í nótt. Var þetta í fyrsta sinn í sögu félagsins sem Toronto vann leik í úrslitum Austurdeildarinnar. Stuðningsmenn Toronto voru ekki búnir að gefa upp alla von og létu vel í sér heyra í nótt þrátt fyrir að liðið hafi fengið stóran skell í fyrstu leikjunum sem fóru fram í Cleveland. Liðin skiptust á körfum framan af og var munurinn eftir fyrsta leikhluta ekki nema þrjú stig, Tornonto í vil en í öðrum leikhluta tókst heimamönnum að mynda gott forskot. Bismack Biyombo fór fyrir liðinu í vörninni og DeMar DeRozan sá um sóknarleik liðsins í nótt og tók Toronto þrettán stiga forskot inn í hálfleikinn. Var Biyombo með sextán fráköst og fjögur varin skot í hálfleik en hann lauk leik með 26 fráköst og 6 varin skot.Gestirnir frá Cleveland gerðu nokkur áhlaup í þriðja og fjórða leikhluta og náðu að minnka forskotið niður í fimm stig á ný. Þá settu leikmenn Toronto fótinn aftur á bensíngjöfina og náðu að halda aftur af öllum áhlaupum Cleveland. Fór svo að leiknum lauk með fimmtán stiga sigri Toronto 99-84 en það þarf ekki að fara langt til að sjá hvað fór úrskeiðis hjá Cleveland í nótt. Tvær af þremur stjörnum liðsins, Kevin Love og Kyrie Irving, hittu aðeins úr 4/28 skota sinna í nótt og lék Love fyrir vikið ekkert í fjórða leikhluta. Leikur fjögur í þessu einvígi fer fram annað kvöld og verður fróðlegt að sjá hvernig leikmenn Cleveland Cavaliers mæta til leiks eftir fyrsta tapleikinn í úrslitakeppninni í ár.Allt það helsta úr leiknum í kvöld: Biyombo átti magnaðan leik í vörninni: DeRozan bar sóknarleik Toronto á herðum sér:
NBA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira