Ætlar að kæra framkvæmd kosninganna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. maí 2016 09:52 Tíu forsetaframbjóðendur skiluðu inn gögnum til innanríkisráðuneytisins áður en frestur til að bjóða sig fram til forseta rann út á miðnætti. Einn þeirra sem skilaði inn gögnum, Magnús I. Jónsson, á von á því að framboð hans verði ekki gilt og ætlar að kæra framkvæmd kosninganna. Þeir sem skiluðu inn framboðum sínum í gær voru Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Davíð Oddsson, Elísabet Jökulsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Halla Tómasdóttir, Hildur Þórðardóttir, Magnús I. Jónsson og Sturla Jónsson. Farið verður yfir framboðsgögnin og skoðað hvort öll gögn hafi borist frá hverjum og einum frambjóðanda. Að því loknu verður farið með gögnin til Hæstaréttar og auglýst hverjir eru rétt fram komnir frambjóðendur. Kosningarnar verða svo 25. júní næstkomandi. Magnús I. Jónsson, einn þeirra sem skilaði inn framboði í gær, segist hafa skilað inn framboði þrátt fyrir að vera ekki með tilskilinn fjölda undirskrifta. Hann segir misvísandi upplýsingar frá yfirkjörstjórnum hafa orðið til þess að hann náði ekki að skila öllum gögnum inn. Hann hafi óskað eftir fresti til að skila inn þeim gögnum sem vantaði en ekki var orðið við því. Magnús ætlar því að kæra framkvæmd kosninganna. „Það hefur verið brotið á mér nokkrum sinnum þarna í framkvæmdinni. Þá neyðist ég til þess að kæra þetta til Hæstaréttar úr því það var ekki hægt að verða við þessu um frest,“ segir Magnús. Frambjóðendum sem skiluðu inn framboðsgögnum hefur verið boðið á fund í innanríkisráðuneytinu í dag og verður þá greint frá fjölda framboða. Baldur Ágústsson stefndi einnig á framboð en hann skilaði ekki inn gögnum til ráðuneytisins þar sem hann náði ekki að safna tilskildum fjölda undirskrifta. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Magnús Ingberg býður sig fram til forseta Íslands Vill afnema verðtrygginguna. 10. maí 2016 10:40 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Tíu forsetaframbjóðendur skiluðu inn gögnum til innanríkisráðuneytisins áður en frestur til að bjóða sig fram til forseta rann út á miðnætti. Einn þeirra sem skilaði inn gögnum, Magnús I. Jónsson, á von á því að framboð hans verði ekki gilt og ætlar að kæra framkvæmd kosninganna. Þeir sem skiluðu inn framboðum sínum í gær voru Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Davíð Oddsson, Elísabet Jökulsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Halla Tómasdóttir, Hildur Þórðardóttir, Magnús I. Jónsson og Sturla Jónsson. Farið verður yfir framboðsgögnin og skoðað hvort öll gögn hafi borist frá hverjum og einum frambjóðanda. Að því loknu verður farið með gögnin til Hæstaréttar og auglýst hverjir eru rétt fram komnir frambjóðendur. Kosningarnar verða svo 25. júní næstkomandi. Magnús I. Jónsson, einn þeirra sem skilaði inn framboði í gær, segist hafa skilað inn framboði þrátt fyrir að vera ekki með tilskilinn fjölda undirskrifta. Hann segir misvísandi upplýsingar frá yfirkjörstjórnum hafa orðið til þess að hann náði ekki að skila öllum gögnum inn. Hann hafi óskað eftir fresti til að skila inn þeim gögnum sem vantaði en ekki var orðið við því. Magnús ætlar því að kæra framkvæmd kosninganna. „Það hefur verið brotið á mér nokkrum sinnum þarna í framkvæmdinni. Þá neyðist ég til þess að kæra þetta til Hæstaréttar úr því það var ekki hægt að verða við þessu um frest,“ segir Magnús. Frambjóðendum sem skiluðu inn framboðsgögnum hefur verið boðið á fund í innanríkisráðuneytinu í dag og verður þá greint frá fjölda framboða. Baldur Ágústsson stefndi einnig á framboð en hann skilaði ekki inn gögnum til ráðuneytisins þar sem hann náði ekki að safna tilskildum fjölda undirskrifta.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Magnús Ingberg býður sig fram til forseta Íslands Vill afnema verðtrygginguna. 10. maí 2016 10:40 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira