Haldið nauðugri í starfi á hóteli Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 20. maí 2016 18:45 Lögreglan rannsakar nú mál konu sem var haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu. Konan var þvinguð til að gista í herbergi með yfirmanni sínum sem hótaði henni með að annars yrði hún handtekin. Hún fékk tæpar 60 þúsund krónur í mánaðarlaun sem er langt undir lágmarkslaunum. Konan kynntist manninum í heimalandi sínu skömmu fyrir áramót. Hann bauð henni starf á hóteli sem hann sagðist reka hér á höfuðborgarsvæðinu og þáði hún það. Maðurinn sagði við hana þegar hún kom til landsins að þar sem Ísland væri ekki í Evrópusambandinu þá þurfi hún atvinnuleyfi hér á landi. Ekki sé hægt að útvega slíkt leyfi og hún sé ólögleg á landinu. Stúlkan þyrfti því að gista í herberginu hans á hótelinu til þess að lögreglan myndi ekki handtaka hana. Stúlkan samþykkti það en yfirmaður hennar sagði henni að yrði hún handtekin þá yrði hún send úr landi og aftur heimalands síns þar sem ekkert nema fátækt og atvinnuleysi myndi bíða hennar. Konan sinnti margvíslegum störfum á hótelinu og var við vinnu nánast daglega í fimm mánuði. Fyrir þessa fimm mánuði í starfi fékk hún greiddar alls 295.000 krónur auk þess að fá sígarettur og brauð og álegg, eftir því sem kostur var. Þetta þýðir að konan fékk um 59.000 krónur í mánaðarlaun. Það var ekki fyrr en konan átti leið í verslun Bónus í síðustu viku er hún sá þennan bækling frá ASÍ um réttindi fólks á vinnumarkaði. Hafði hún þá samband við ASÍ sem í kjölfarið fór með málið til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan vildi ekki veita nánari upplýsingar um rannsókn málsins. Stúlkan er þó enn þá hér á landi en hefur lokið störfum á umræddu hóteli. Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Lögreglan rannsakar nú mál konu sem var haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu. Konan var þvinguð til að gista í herbergi með yfirmanni sínum sem hótaði henni með að annars yrði hún handtekin. Hún fékk tæpar 60 þúsund krónur í mánaðarlaun sem er langt undir lágmarkslaunum. Konan kynntist manninum í heimalandi sínu skömmu fyrir áramót. Hann bauð henni starf á hóteli sem hann sagðist reka hér á höfuðborgarsvæðinu og þáði hún það. Maðurinn sagði við hana þegar hún kom til landsins að þar sem Ísland væri ekki í Evrópusambandinu þá þurfi hún atvinnuleyfi hér á landi. Ekki sé hægt að útvega slíkt leyfi og hún sé ólögleg á landinu. Stúlkan þyrfti því að gista í herberginu hans á hótelinu til þess að lögreglan myndi ekki handtaka hana. Stúlkan samþykkti það en yfirmaður hennar sagði henni að yrði hún handtekin þá yrði hún send úr landi og aftur heimalands síns þar sem ekkert nema fátækt og atvinnuleysi myndi bíða hennar. Konan sinnti margvíslegum störfum á hótelinu og var við vinnu nánast daglega í fimm mánuði. Fyrir þessa fimm mánuði í starfi fékk hún greiddar alls 295.000 krónur auk þess að fá sígarettur og brauð og álegg, eftir því sem kostur var. Þetta þýðir að konan fékk um 59.000 krónur í mánaðarlaun. Það var ekki fyrr en konan átti leið í verslun Bónus í síðustu viku er hún sá þennan bækling frá ASÍ um réttindi fólks á vinnumarkaði. Hafði hún þá samband við ASÍ sem í kjölfarið fór með málið til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan vildi ekki veita nánari upplýsingar um rannsókn málsins. Stúlkan er þó enn þá hér á landi en hefur lokið störfum á umræddu hóteli.
Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira