Mayweather býður Conor 6,2 milljarða fyrir Nýársbardaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2016 16:00 Conor McGregor. Vísir/Getty Bandarískir fjölmiðar halda áfram að skrifa um mögulegan tröllabardaga á milli boxarans Floyd Mayweather og bardagamannsins Conor McGregor en það er ljóst að margir gætu grætt mikla pening fari slíkur bardagi einhvern tímann fram. TMZ Sports hefur nú heimildir fyrir því að Floyd Mayweather ætli að bjóða Íslandsvininum Conor McGregor 50 milljónir dollara fyrir að berjast við sig á Nýárskvöld í Las Vegas. Það eru 6,2 milljarðar í íslenskum krónum og því engin smáupphæð. Bleacherreport segir frá. Dana White, forseti UFC, gæti verið sá sem kemur í veg fyrir bardagann en Floyd Mayweather þarf örugglega að fá hans leyfi til að berjast við samningsbundinn UFC-bardagamann eins og Conor McGregor. Það má fastlega búast við því að svona bardagi þurfi að vera skipulagður af Dana White og félögum og um leið ætti UFC þá að fá stærsta bitann af kökunni. Floyd Mayweather ætlar sér líka örugglega að bæta mörgum milljörðum við þær gríðarlegu upphæðir sem hann vann sér inn á boxaraferlinum þar sem hann tapaði aldrei í hringnum. Báðir kapparnir hafa samt tekið vel í þessa hugmynd en allt skipulag er eftir eins og eftir hvaða reglum verið barist, box eða UFC-reglum og hvernig peningurinn skiptist á milli þeirra sem koma að þessu tímamótaborði. Floyd Mayweather þykir ekki gefa mikið eftir við samningaborðið eins og hann hefur sannað áður í aðdraganda sinna bardaga og ekki þykir Dana White vera maður sem lætur plata sig í að gera lélega samninga. Box MMA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Sjá meira
Bandarískir fjölmiðar halda áfram að skrifa um mögulegan tröllabardaga á milli boxarans Floyd Mayweather og bardagamannsins Conor McGregor en það er ljóst að margir gætu grætt mikla pening fari slíkur bardagi einhvern tímann fram. TMZ Sports hefur nú heimildir fyrir því að Floyd Mayweather ætli að bjóða Íslandsvininum Conor McGregor 50 milljónir dollara fyrir að berjast við sig á Nýárskvöld í Las Vegas. Það eru 6,2 milljarðar í íslenskum krónum og því engin smáupphæð. Bleacherreport segir frá. Dana White, forseti UFC, gæti verið sá sem kemur í veg fyrir bardagann en Floyd Mayweather þarf örugglega að fá hans leyfi til að berjast við samningsbundinn UFC-bardagamann eins og Conor McGregor. Það má fastlega búast við því að svona bardagi þurfi að vera skipulagður af Dana White og félögum og um leið ætti UFC þá að fá stærsta bitann af kökunni. Floyd Mayweather ætlar sér líka örugglega að bæta mörgum milljörðum við þær gríðarlegu upphæðir sem hann vann sér inn á boxaraferlinum þar sem hann tapaði aldrei í hringnum. Báðir kapparnir hafa samt tekið vel í þessa hugmynd en allt skipulag er eftir eins og eftir hvaða reglum verið barist, box eða UFC-reglum og hvernig peningurinn skiptist á milli þeirra sem koma að þessu tímamótaborði. Floyd Mayweather þykir ekki gefa mikið eftir við samningaborðið eins og hann hefur sannað áður í aðdraganda sinna bardaga og ekki þykir Dana White vera maður sem lætur plata sig í að gera lélega samninga.
Box MMA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Sjá meira