Maðurinn sem slasaðist var alls ekki í stakk búinn fyrir fjallgöngu Birgir Örn Steinarsson skrifar 20. maí 2016 13:45 Hífa þurfti manninn upp með þyrlu þar sem ljóst var að erfitt væri að koma börum til hans. Vísir/Björgunarfélag Ísafjarðar Ferðamaðurinn sem bjarga þurfti úr Naustahvilft í fjallinu fyrir ofan flugvöllinn á Ísafirði í gær var alls ekki í stakk búinn fyrir fjallgöngu. Það voru vinir hans þrír ekki heldur. Maðurinn ökklabraut sig eftir að hafa lent í grjóthruni og gerði brattinn þar sem þeir voru aðstæður til björgunar gífurlega erfiðar. „Þeir voru alls ekki búnir, hvorki í fatnaði eða skófatnaði til þess að fara í fjallgöngu,“ segir Eggert Stefánsson sem situr í svæðisstjórn björgunarsveita á norðanverðum Vestfjörðum. „Þeir voru heldur ekki með neinn klifurbúnað sem til þarf þegar menn eru komnir á þær slóðir sem þeir voru á.“ Mennirnir voru komnir töluvert lengra upp fjallið en hefðbundin gönguleið leyfir en hún endar í 225 metra hæð yfir sjávarmáli. Mennirnir voru komnir langleiðina upp að brún eða í 500 – 600 metra hæð þegar slysið átti sér stað. „Þar er snarbratt og jarðvegurinn laus. Þarna getur komið grjóthrun sem varð akkúrat raunin núna, því sá sem slasaðist fékk á sig stein.“Lagt var af stað með börur upp fjallið en aðeins reyndustu fjallgöngumenn gátu komist til þeirra og alls óvíst að hægt væri að koma börunum alla leið á slysstað.Vísir/Björgunarfélag ÍsafjarðarErfiðar björgunaraðstæðurEftir slysið dreifðust félagarnir fjórir. Einn var eftir hjá slösuðum vini sínum á meðan hinir tveir héldu niður á leið til þess að sækja hjálp. Björgunaraðstæður voru mjög erfiðar að sögn Eggerts vegna bratta. „Það var það mikill bratti þarna á staðnum að það var óvíst að það væri hægt að koma honum í börur ef til þess hefði þurft. Björgunarmenn þurftu að setja upp tryggingar og línur. Það fór enginn þarna efst í fjallið nema vönustu fjallamenn. Sem betur fer þá gat þyrlan svo athafnað sig þarna og þeir gátu híft hann upp í búnaði sem þeir voru með.“ Eggert segir að það hafi verið mesta mildi að ekki hafi farið verr. „Mér skilst að það hafi komið steinn aftan að hann. Hann slasaðist mikið á vinstri fæti og ökklinn brotnaði. Síðan voru björgunarmenn þarna í nokkurri hættu, því það var grjóthrun á meðan þeir voru þarna.“Er mikið um að erlendir ferðamenn séu að koma sér í hættulegar aðstæður?„Kannski ekki mikið en þetta er að gerast af og til. Það eru nokkur dæmi um þetta bæði hér í firðinum og í nágrenni. Þeir koma sér í aðstæður sem þeir koma sér ekki hjálparlaust út úr. Sem betur fer er ekki mikið um að þeir slasist en þurfa þó aðstoð. Koma sér í sjálfheldu eða verða hræddir.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sækja slasaðan göngumann Talið að maðurinn sé fótbrotinn. 19. maí 2016 22:12 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ferðamaðurinn sem bjarga þurfti úr Naustahvilft í fjallinu fyrir ofan flugvöllinn á Ísafirði í gær var alls ekki í stakk búinn fyrir fjallgöngu. Það voru vinir hans þrír ekki heldur. Maðurinn ökklabraut sig eftir að hafa lent í grjóthruni og gerði brattinn þar sem þeir voru aðstæður til björgunar gífurlega erfiðar. „Þeir voru alls ekki búnir, hvorki í fatnaði eða skófatnaði til þess að fara í fjallgöngu,“ segir Eggert Stefánsson sem situr í svæðisstjórn björgunarsveita á norðanverðum Vestfjörðum. „Þeir voru heldur ekki með neinn klifurbúnað sem til þarf þegar menn eru komnir á þær slóðir sem þeir voru á.“ Mennirnir voru komnir töluvert lengra upp fjallið en hefðbundin gönguleið leyfir en hún endar í 225 metra hæð yfir sjávarmáli. Mennirnir voru komnir langleiðina upp að brún eða í 500 – 600 metra hæð þegar slysið átti sér stað. „Þar er snarbratt og jarðvegurinn laus. Þarna getur komið grjóthrun sem varð akkúrat raunin núna, því sá sem slasaðist fékk á sig stein.“Lagt var af stað með börur upp fjallið en aðeins reyndustu fjallgöngumenn gátu komist til þeirra og alls óvíst að hægt væri að koma börunum alla leið á slysstað.Vísir/Björgunarfélag ÍsafjarðarErfiðar björgunaraðstæðurEftir slysið dreifðust félagarnir fjórir. Einn var eftir hjá slösuðum vini sínum á meðan hinir tveir héldu niður á leið til þess að sækja hjálp. Björgunaraðstæður voru mjög erfiðar að sögn Eggerts vegna bratta. „Það var það mikill bratti þarna á staðnum að það var óvíst að það væri hægt að koma honum í börur ef til þess hefði þurft. Björgunarmenn þurftu að setja upp tryggingar og línur. Það fór enginn þarna efst í fjallið nema vönustu fjallamenn. Sem betur fer þá gat þyrlan svo athafnað sig þarna og þeir gátu híft hann upp í búnaði sem þeir voru með.“ Eggert segir að það hafi verið mesta mildi að ekki hafi farið verr. „Mér skilst að það hafi komið steinn aftan að hann. Hann slasaðist mikið á vinstri fæti og ökklinn brotnaði. Síðan voru björgunarmenn þarna í nokkurri hættu, því það var grjóthrun á meðan þeir voru þarna.“Er mikið um að erlendir ferðamenn séu að koma sér í hættulegar aðstæður?„Kannski ekki mikið en þetta er að gerast af og til. Það eru nokkur dæmi um þetta bæði hér í firðinum og í nágrenni. Þeir koma sér í aðstæður sem þeir koma sér ekki hjálparlaust út úr. Sem betur fer er ekki mikið um að þeir slasist en þurfa þó aðstoð. Koma sér í sjálfheldu eða verða hræddir.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sækja slasaðan göngumann Talið að maðurinn sé fótbrotinn. 19. maí 2016 22:12 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira