Útlit fyrir að níu nöfn verði á kjörseðlinum Birgir Örn Steinarsson skrifar 20. maí 2016 11:29 Allt útlit er fyrir að þessir níu frambjóðendur verði á kjörseðlinum en frestur til þess að skila inn meðmælum rennur út að miðnætti. Vísir Nú fara línur að skýrast varðandi hvaða nöfn verða á kjörseðlinum þegar þjóðin kýs sér nýjan forseta þann 25. júní næstkomandi. Skiljanlega hefur verið erfitt að fylgjast með og vita fyrir víst hverjir eru enn í framboði en nú stefnir í að nöfnin á kjörseðlinum verði níu talsins. Í gær voru ellefu manns eftir í baráttunni en til þess að hljóta vottorð fyrir opinbert framboð ber að skila inn undirskriftalistum til yfirkjörstjórna fyrir miðnætti í dag. Fréttastofa RÚV greindi frá því í morgun að yfirkjörstjórnir suðvestur- og Suðurkjördæmi hafi gefið út átta vottorð í gær. Þar staðfesti Benedikt Kristján Mewes að hann væri hættur við að skila inn meðmælum og er þar með úr leik.Enn óljóst með framboð Elísabetar JökulsSamkvæmt heimildum Vísis er líklegt að Elísabet Kristín Jökulsdóttir rithöfundur fái vottorð afhent frá Suðvestur- og Suðurkjördæmi í dag þar sem hún er sögð hafa náð nægilega mörgum meðmælum þar. Elísabetu vantar aðeins tvö meðmæli í Vesturlandskjördæmi til þess að hljóta vottorðið og það verður því að teljast líklegt að hún verði með í forsetaslagnum.Níu fá vottorð frá Reykjavíkurkjördæmum í dagYfirkjörstjórnir í Reykjavíkurkjördæmi Norður og Suður hittast á opnum fundi kl. 13 – 15 í Ráðhúsinu í dag. Búist er við því að þar verði afhend níu vottorð þar sem níu frambjóðendur hafa þegar skilað inn eins mörgum meðmælum og til þarf. Það eru, í stafrófsröð; Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Davíð Oddsson, Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Halla Tómasdóttir, Hildur Þórðardóttir og Sturla Jónsson.Magnús Ingiberg Jónsson hefur skilað inn sínum meðmælum en þar vantar um 700 gild meðmæli til þess að hann hljóti vottorðið. Ekki er búist við því að hann nái að skila þeim inn fyrir fundinn í Ráðhúsinu í dag. Þá hefur Benedikt Kristján Mewes ekki skilað inn meðmælum fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Maggi í Texasborgurum hættur við forsetaframboð en stefnir á þing Ekki tókst að safna tilskildum fjölda meðmælenda. 17. maí 2016 21:59 Forsetaframbjóðanda vantar fimm Vestfirðinga Elísabetu Jökulsdóttur vantar einungis fimm undirskriftir til viðbótar fyrir forsetaframboð sitt en umsóknarfrestur rennur út að miðnætti. 19. maí 2016 17:03 „Engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu“ Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. 18. maí 2016 15:04 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Nú fara línur að skýrast varðandi hvaða nöfn verða á kjörseðlinum þegar þjóðin kýs sér nýjan forseta þann 25. júní næstkomandi. Skiljanlega hefur verið erfitt að fylgjast með og vita fyrir víst hverjir eru enn í framboði en nú stefnir í að nöfnin á kjörseðlinum verði níu talsins. Í gær voru ellefu manns eftir í baráttunni en til þess að hljóta vottorð fyrir opinbert framboð ber að skila inn undirskriftalistum til yfirkjörstjórna fyrir miðnætti í dag. Fréttastofa RÚV greindi frá því í morgun að yfirkjörstjórnir suðvestur- og Suðurkjördæmi hafi gefið út átta vottorð í gær. Þar staðfesti Benedikt Kristján Mewes að hann væri hættur við að skila inn meðmælum og er þar með úr leik.Enn óljóst með framboð Elísabetar JökulsSamkvæmt heimildum Vísis er líklegt að Elísabet Kristín Jökulsdóttir rithöfundur fái vottorð afhent frá Suðvestur- og Suðurkjördæmi í dag þar sem hún er sögð hafa náð nægilega mörgum meðmælum þar. Elísabetu vantar aðeins tvö meðmæli í Vesturlandskjördæmi til þess að hljóta vottorðið og það verður því að teljast líklegt að hún verði með í forsetaslagnum.Níu fá vottorð frá Reykjavíkurkjördæmum í dagYfirkjörstjórnir í Reykjavíkurkjördæmi Norður og Suður hittast á opnum fundi kl. 13 – 15 í Ráðhúsinu í dag. Búist er við því að þar verði afhend níu vottorð þar sem níu frambjóðendur hafa þegar skilað inn eins mörgum meðmælum og til þarf. Það eru, í stafrófsröð; Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Davíð Oddsson, Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Halla Tómasdóttir, Hildur Þórðardóttir og Sturla Jónsson.Magnús Ingiberg Jónsson hefur skilað inn sínum meðmælum en þar vantar um 700 gild meðmæli til þess að hann hljóti vottorðið. Ekki er búist við því að hann nái að skila þeim inn fyrir fundinn í Ráðhúsinu í dag. Þá hefur Benedikt Kristján Mewes ekki skilað inn meðmælum fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Maggi í Texasborgurum hættur við forsetaframboð en stefnir á þing Ekki tókst að safna tilskildum fjölda meðmælenda. 17. maí 2016 21:59 Forsetaframbjóðanda vantar fimm Vestfirðinga Elísabetu Jökulsdóttur vantar einungis fimm undirskriftir til viðbótar fyrir forsetaframboð sitt en umsóknarfrestur rennur út að miðnætti. 19. maí 2016 17:03 „Engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu“ Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. 18. maí 2016 15:04 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Maggi í Texasborgurum hættur við forsetaframboð en stefnir á þing Ekki tókst að safna tilskildum fjölda meðmælenda. 17. maí 2016 21:59
Forsetaframbjóðanda vantar fimm Vestfirðinga Elísabetu Jökulsdóttur vantar einungis fimm undirskriftir til viðbótar fyrir forsetaframboð sitt en umsóknarfrestur rennur út að miðnætti. 19. maí 2016 17:03
„Engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu“ Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. 18. maí 2016 15:04