Útlit fyrir að níu nöfn verði á kjörseðlinum Birgir Örn Steinarsson skrifar 20. maí 2016 11:29 Allt útlit er fyrir að þessir níu frambjóðendur verði á kjörseðlinum en frestur til þess að skila inn meðmælum rennur út að miðnætti. Vísir Nú fara línur að skýrast varðandi hvaða nöfn verða á kjörseðlinum þegar þjóðin kýs sér nýjan forseta þann 25. júní næstkomandi. Skiljanlega hefur verið erfitt að fylgjast með og vita fyrir víst hverjir eru enn í framboði en nú stefnir í að nöfnin á kjörseðlinum verði níu talsins. Í gær voru ellefu manns eftir í baráttunni en til þess að hljóta vottorð fyrir opinbert framboð ber að skila inn undirskriftalistum til yfirkjörstjórna fyrir miðnætti í dag. Fréttastofa RÚV greindi frá því í morgun að yfirkjörstjórnir suðvestur- og Suðurkjördæmi hafi gefið út átta vottorð í gær. Þar staðfesti Benedikt Kristján Mewes að hann væri hættur við að skila inn meðmælum og er þar með úr leik.Enn óljóst með framboð Elísabetar JökulsSamkvæmt heimildum Vísis er líklegt að Elísabet Kristín Jökulsdóttir rithöfundur fái vottorð afhent frá Suðvestur- og Suðurkjördæmi í dag þar sem hún er sögð hafa náð nægilega mörgum meðmælum þar. Elísabetu vantar aðeins tvö meðmæli í Vesturlandskjördæmi til þess að hljóta vottorðið og það verður því að teljast líklegt að hún verði með í forsetaslagnum.Níu fá vottorð frá Reykjavíkurkjördæmum í dagYfirkjörstjórnir í Reykjavíkurkjördæmi Norður og Suður hittast á opnum fundi kl. 13 – 15 í Ráðhúsinu í dag. Búist er við því að þar verði afhend níu vottorð þar sem níu frambjóðendur hafa þegar skilað inn eins mörgum meðmælum og til þarf. Það eru, í stafrófsröð; Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Davíð Oddsson, Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Halla Tómasdóttir, Hildur Þórðardóttir og Sturla Jónsson.Magnús Ingiberg Jónsson hefur skilað inn sínum meðmælum en þar vantar um 700 gild meðmæli til þess að hann hljóti vottorðið. Ekki er búist við því að hann nái að skila þeim inn fyrir fundinn í Ráðhúsinu í dag. Þá hefur Benedikt Kristján Mewes ekki skilað inn meðmælum fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Maggi í Texasborgurum hættur við forsetaframboð en stefnir á þing Ekki tókst að safna tilskildum fjölda meðmælenda. 17. maí 2016 21:59 Forsetaframbjóðanda vantar fimm Vestfirðinga Elísabetu Jökulsdóttur vantar einungis fimm undirskriftir til viðbótar fyrir forsetaframboð sitt en umsóknarfrestur rennur út að miðnætti. 19. maí 2016 17:03 „Engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu“ Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. 18. maí 2016 15:04 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Nú fara línur að skýrast varðandi hvaða nöfn verða á kjörseðlinum þegar þjóðin kýs sér nýjan forseta þann 25. júní næstkomandi. Skiljanlega hefur verið erfitt að fylgjast með og vita fyrir víst hverjir eru enn í framboði en nú stefnir í að nöfnin á kjörseðlinum verði níu talsins. Í gær voru ellefu manns eftir í baráttunni en til þess að hljóta vottorð fyrir opinbert framboð ber að skila inn undirskriftalistum til yfirkjörstjórna fyrir miðnætti í dag. Fréttastofa RÚV greindi frá því í morgun að yfirkjörstjórnir suðvestur- og Suðurkjördæmi hafi gefið út átta vottorð í gær. Þar staðfesti Benedikt Kristján Mewes að hann væri hættur við að skila inn meðmælum og er þar með úr leik.Enn óljóst með framboð Elísabetar JökulsSamkvæmt heimildum Vísis er líklegt að Elísabet Kristín Jökulsdóttir rithöfundur fái vottorð afhent frá Suðvestur- og Suðurkjördæmi í dag þar sem hún er sögð hafa náð nægilega mörgum meðmælum þar. Elísabetu vantar aðeins tvö meðmæli í Vesturlandskjördæmi til þess að hljóta vottorðið og það verður því að teljast líklegt að hún verði með í forsetaslagnum.Níu fá vottorð frá Reykjavíkurkjördæmum í dagYfirkjörstjórnir í Reykjavíkurkjördæmi Norður og Suður hittast á opnum fundi kl. 13 – 15 í Ráðhúsinu í dag. Búist er við því að þar verði afhend níu vottorð þar sem níu frambjóðendur hafa þegar skilað inn eins mörgum meðmælum og til þarf. Það eru, í stafrófsröð; Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Davíð Oddsson, Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Halla Tómasdóttir, Hildur Þórðardóttir og Sturla Jónsson.Magnús Ingiberg Jónsson hefur skilað inn sínum meðmælum en þar vantar um 700 gild meðmæli til þess að hann hljóti vottorðið. Ekki er búist við því að hann nái að skila þeim inn fyrir fundinn í Ráðhúsinu í dag. Þá hefur Benedikt Kristján Mewes ekki skilað inn meðmælum fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Maggi í Texasborgurum hættur við forsetaframboð en stefnir á þing Ekki tókst að safna tilskildum fjölda meðmælenda. 17. maí 2016 21:59 Forsetaframbjóðanda vantar fimm Vestfirðinga Elísabetu Jökulsdóttur vantar einungis fimm undirskriftir til viðbótar fyrir forsetaframboð sitt en umsóknarfrestur rennur út að miðnætti. 19. maí 2016 17:03 „Engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu“ Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. 18. maí 2016 15:04 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Maggi í Texasborgurum hættur við forsetaframboð en stefnir á þing Ekki tókst að safna tilskildum fjölda meðmælenda. 17. maí 2016 21:59
Forsetaframbjóðanda vantar fimm Vestfirðinga Elísabetu Jökulsdóttur vantar einungis fimm undirskriftir til viðbótar fyrir forsetaframboð sitt en umsóknarfrestur rennur út að miðnætti. 19. maí 2016 17:03
„Engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu“ Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. 18. maí 2016 15:04
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent