Mótmæltu brottvísun Eze: Vill sjá rannsókn á ferlinu sem leiddi til ólöglegrar brottvísunar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 31. maí 2016 13:51 Frá mótmælafundinum í innanríkisráðuneytinu í dag. Vísir/Anton „Þetta brýtur í bága við stjórnskipan á Íslandi og þar af leiðandi þykir okkur þetta alveg sérstaklega mikilvægt og alvarlegt mál,“ segir Jórunn Edda Helgadóttir en hún starfar ásamt samtökunum No Borders sem hafa mótmælt brottvísun hælisleitandans Eze Henry Okafor. Samtökin boðuðu til mótmæla í innanríkisráðuneytinu í dag. Tilefni mótmælanna er brottvísun hælisleitandans Eze en samtökin telja brottvísunina ólögmæta og vilja að Eze verði fluttur til Íslands að nýju. Hann var fluttur með flugi til Svíþjóðar frá Íslandi á fimmtudaginn í síðustu viku. Samtökin No Borders Iceland báðu um fund með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra í því skyni að ræða málið. Kærunefnd útlendingamála hafði kveðið upp úrskurð sem sagði að mál Eze gæti ekki lengur fallið undir Dyflinnarreglugerðina. Þrátt fyrir þetta var Eze vísað úr landi á grundvelli hennar. Innanríkisráðherra sagðist ekki geta rætt mál hælisleitandans við samtökin og því var boðað til mótmælanna í dag. Ólöf Nordal innanríkisráðherra.vísir/ernir „Við ætlum samt að mæta á fund, láta rödd okkar heyrast og koma okkar kröfum á framfæri.“ Jórunn er önnur tveggja kvenna sem handteknar voru í flugvélinni sem flutti Eze úr landi í síðustu viku en þær neituðu að setjast niður fyrr en Eze yrði fjarlægður úr vélinni. Þær báðu aðra farþega um að gera slíkt hið sama. Þeim varð ekki að ósk sinni. Telja brottvísunina ólöglega „Okkar kröfur eru þær að Eze verði sóttur tilbaka til Svíþjóðar hið snarasta,“ útskýrir Jórunn. „Hann á yfir höfði sér að vera sendur aftur til Nígeríu aftur á morgun. Þar hefur hann orðið fyrir ásóknum Boko Haram, hann var hogginn í höfuðið og bróðir hans var drepinn af þeim. Þannig að það þarf að koma í veg fyrir óafturkræfar afleiðingar, svo sem að hann lendi í þeirra haldi eða drepinn ef hann verður sendur aftur til Nígeríu. Það er hið fyrsta. Svo viljum við að það verði formlega hætt við brottvísunina og ólögmæti hennar viðurkennt. Ég myndi persónulega vilja sjá í framhaldinu rannsókn á öllu þessu ákvörðunarferli sem verður til þess að honum varð vísað brott á ólöglegan máta.“ Mótmælin fóru fram í innanríkisráðuneytinu í dag og hófust klukkan hálf eitt. „Við erum fyrst og fremst að mótmæla þessari ólöglegu brottvísun Eze Okafor sem var framkvæmd með alltof skömmum fyrirvara og gegn ákvörðun kærunefndar útlendingamála sem hafði komist að því að það væri of seint að brottvísa honum á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en svo ákveður Útlendingastofnun að fara á móti því og vísa honum samt úr landi á grundvelli hennar.“ Flóttamenn Tengdar fréttir Boða til mótmæla því Ólöf Nordal vill ekki funda um mál Eze Okafor Vinir Eze og No Borders Iceland hafa boðað til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið í dag klukkan 12.30. 31. maí 2016 07:34 Eze Okafor: "Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Samtökin Ekki fleiri brottvísanir birtu í kvöld viðtal við Eze Okafor sem tekið var við hann eftir komuna til Svíþjóðar. Hann segir lögregluna hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. 28. maí 2016 22:54 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
„Þetta brýtur í bága við stjórnskipan á Íslandi og þar af leiðandi þykir okkur þetta alveg sérstaklega mikilvægt og alvarlegt mál,“ segir Jórunn Edda Helgadóttir en hún starfar ásamt samtökunum No Borders sem hafa mótmælt brottvísun hælisleitandans Eze Henry Okafor. Samtökin boðuðu til mótmæla í innanríkisráðuneytinu í dag. Tilefni mótmælanna er brottvísun hælisleitandans Eze en samtökin telja brottvísunina ólögmæta og vilja að Eze verði fluttur til Íslands að nýju. Hann var fluttur með flugi til Svíþjóðar frá Íslandi á fimmtudaginn í síðustu viku. Samtökin No Borders Iceland báðu um fund með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra í því skyni að ræða málið. Kærunefnd útlendingamála hafði kveðið upp úrskurð sem sagði að mál Eze gæti ekki lengur fallið undir Dyflinnarreglugerðina. Þrátt fyrir þetta var Eze vísað úr landi á grundvelli hennar. Innanríkisráðherra sagðist ekki geta rætt mál hælisleitandans við samtökin og því var boðað til mótmælanna í dag. Ólöf Nordal innanríkisráðherra.vísir/ernir „Við ætlum samt að mæta á fund, láta rödd okkar heyrast og koma okkar kröfum á framfæri.“ Jórunn er önnur tveggja kvenna sem handteknar voru í flugvélinni sem flutti Eze úr landi í síðustu viku en þær neituðu að setjast niður fyrr en Eze yrði fjarlægður úr vélinni. Þær báðu aðra farþega um að gera slíkt hið sama. Þeim varð ekki að ósk sinni. Telja brottvísunina ólöglega „Okkar kröfur eru þær að Eze verði sóttur tilbaka til Svíþjóðar hið snarasta,“ útskýrir Jórunn. „Hann á yfir höfði sér að vera sendur aftur til Nígeríu aftur á morgun. Þar hefur hann orðið fyrir ásóknum Boko Haram, hann var hogginn í höfuðið og bróðir hans var drepinn af þeim. Þannig að það þarf að koma í veg fyrir óafturkræfar afleiðingar, svo sem að hann lendi í þeirra haldi eða drepinn ef hann verður sendur aftur til Nígeríu. Það er hið fyrsta. Svo viljum við að það verði formlega hætt við brottvísunina og ólögmæti hennar viðurkennt. Ég myndi persónulega vilja sjá í framhaldinu rannsókn á öllu þessu ákvörðunarferli sem verður til þess að honum varð vísað brott á ólöglegan máta.“ Mótmælin fóru fram í innanríkisráðuneytinu í dag og hófust klukkan hálf eitt. „Við erum fyrst og fremst að mótmæla þessari ólöglegu brottvísun Eze Okafor sem var framkvæmd með alltof skömmum fyrirvara og gegn ákvörðun kærunefndar útlendingamála sem hafði komist að því að það væri of seint að brottvísa honum á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en svo ákveður Útlendingastofnun að fara á móti því og vísa honum samt úr landi á grundvelli hennar.“
Flóttamenn Tengdar fréttir Boða til mótmæla því Ólöf Nordal vill ekki funda um mál Eze Okafor Vinir Eze og No Borders Iceland hafa boðað til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið í dag klukkan 12.30. 31. maí 2016 07:34 Eze Okafor: "Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Samtökin Ekki fleiri brottvísanir birtu í kvöld viðtal við Eze Okafor sem tekið var við hann eftir komuna til Svíþjóðar. Hann segir lögregluna hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. 28. maí 2016 22:54 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Boða til mótmæla því Ólöf Nordal vill ekki funda um mál Eze Okafor Vinir Eze og No Borders Iceland hafa boðað til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið í dag klukkan 12.30. 31. maí 2016 07:34
Eze Okafor: "Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Samtökin Ekki fleiri brottvísanir birtu í kvöld viðtal við Eze Okafor sem tekið var við hann eftir komuna til Svíþjóðar. Hann segir lögregluna hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. 28. maí 2016 22:54