Forskot Guðna óhaggað eftir kappræðurnar Fanney Birna Jónsdóttir og Jón Hákon Halldórsson skrifa 31. maí 2016 01:15 Guðni er enn með forskot á aðra frambjóðendur „Enn einu sinni segi ég það sama og áður. Ég held mínu striki. Kynni mínar hugmyndir um embætti forseta Íslands og svo er það nú fólkið sem velur forsetann. Eitthvað er ég greinilega að gera rétt,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi um niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær. Rúmlega sextíu prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa Guðna Th. Jóhannesson ef kjósa ætti um forseta Íslands í dag. Nítján prósent myndu kjósa Davíð Oddsson og ellefu prósent myndu kjósa Andra Snæ Magnússon. Þá segjast sex prósent myndu kjósa Höllu Tómasdóttur. Um tvö prósent segjast myndu kjósa Sturlu Jónsson en aðrir eru með minna fylgi. Þetta er fyrsta skoðanakönnunin sem gerð er eftir að sjónvarpskappræður milli forsetaframbjóðenda hófust. Efstu fjórir frambjóðendurnir mættust eftir kvöldfréttir Stöðvar 2 á fimmtudagskvöld. Á sunnudag ræddi svo Björn Ingi Hrafnsson annars vegar við Andra Snæ og Höllu og hins vegar við Davíð og Guðna í sjónvarpsþættinum Eyjunni. Í seinni hluta þáttarins tókust þeir Davíð og Guðni nokkuð á þar sem Davíð gagnrýndi Guðna fyrir skrif hans og ræður, einkum um Icesave og þorskastríðin. Guðni segist ekki hafa velt því fyrir sér hvaða áhrif sjónvarpskappræðurnar myndu hafa á fylgið. „Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af því, ég hugsa bara um það hvernig ég vil haga mínu framboði,“ segir Guðni. Í könnun sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag var Guðni með 65,5 prósenta fylgi en Davíð með 19,7 prósent. Breytingin á fylgi Davíðs er innan vikmarka. Könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis var gerð mánudagskvöldið 30. maí. Hringt var í 919 manns þar til náðist í 772 manns og var svarhlutfallið því 84 prósent. Spurt var: Ef forsetakosningar færu fram á morgun, hvern myndir þú kjósa? Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 62,8 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Uppfært klukkan 10Tölur er sneru að úrtakinu og birtust í fyrri útgáfu fréttarinnar á Vísi voru rangar. Þær voru réttar í Fréttablaðinu og hafa verið uppfærðar í samræmi við það. Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Langt seilst að bera það upp á mig að mér þyki Íslendingar fávís lýður“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi þvertók fyrir það í sjónvarpsþættinum Eyjunni í gær að hafa nokkurn tímann sagt að fávís almenningur gæti komið sér upp röngum minningum. 30. maí 2016 12:45 Guðni Th. við Davíð: "Hefur þú enga sómakennd?“ Forsetaframbjóðendurnir Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson tókust á í Eyjunni í kvöld. 29. maí 2016 19:14 Ný könnun: Guðni Th. leiðir enn Guðni Th. Jóhannesson mælist með 59,1 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Maskínu um fylgi forsetaframbjóðenda. 27. maí 2016 16:37 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„Enn einu sinni segi ég það sama og áður. Ég held mínu striki. Kynni mínar hugmyndir um embætti forseta Íslands og svo er það nú fólkið sem velur forsetann. Eitthvað er ég greinilega að gera rétt,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi um niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær. Rúmlega sextíu prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa Guðna Th. Jóhannesson ef kjósa ætti um forseta Íslands í dag. Nítján prósent myndu kjósa Davíð Oddsson og ellefu prósent myndu kjósa Andra Snæ Magnússon. Þá segjast sex prósent myndu kjósa Höllu Tómasdóttur. Um tvö prósent segjast myndu kjósa Sturlu Jónsson en aðrir eru með minna fylgi. Þetta er fyrsta skoðanakönnunin sem gerð er eftir að sjónvarpskappræður milli forsetaframbjóðenda hófust. Efstu fjórir frambjóðendurnir mættust eftir kvöldfréttir Stöðvar 2 á fimmtudagskvöld. Á sunnudag ræddi svo Björn Ingi Hrafnsson annars vegar við Andra Snæ og Höllu og hins vegar við Davíð og Guðna í sjónvarpsþættinum Eyjunni. Í seinni hluta þáttarins tókust þeir Davíð og Guðni nokkuð á þar sem Davíð gagnrýndi Guðna fyrir skrif hans og ræður, einkum um Icesave og þorskastríðin. Guðni segist ekki hafa velt því fyrir sér hvaða áhrif sjónvarpskappræðurnar myndu hafa á fylgið. „Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af því, ég hugsa bara um það hvernig ég vil haga mínu framboði,“ segir Guðni. Í könnun sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag var Guðni með 65,5 prósenta fylgi en Davíð með 19,7 prósent. Breytingin á fylgi Davíðs er innan vikmarka. Könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis var gerð mánudagskvöldið 30. maí. Hringt var í 919 manns þar til náðist í 772 manns og var svarhlutfallið því 84 prósent. Spurt var: Ef forsetakosningar færu fram á morgun, hvern myndir þú kjósa? Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 62,8 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Uppfært klukkan 10Tölur er sneru að úrtakinu og birtust í fyrri útgáfu fréttarinnar á Vísi voru rangar. Þær voru réttar í Fréttablaðinu og hafa verið uppfærðar í samræmi við það.
Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Langt seilst að bera það upp á mig að mér þyki Íslendingar fávís lýður“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi þvertók fyrir það í sjónvarpsþættinum Eyjunni í gær að hafa nokkurn tímann sagt að fávís almenningur gæti komið sér upp röngum minningum. 30. maí 2016 12:45 Guðni Th. við Davíð: "Hefur þú enga sómakennd?“ Forsetaframbjóðendurnir Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson tókust á í Eyjunni í kvöld. 29. maí 2016 19:14 Ný könnun: Guðni Th. leiðir enn Guðni Th. Jóhannesson mælist með 59,1 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Maskínu um fylgi forsetaframbjóðenda. 27. maí 2016 16:37 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„Langt seilst að bera það upp á mig að mér þyki Íslendingar fávís lýður“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi þvertók fyrir það í sjónvarpsþættinum Eyjunni í gær að hafa nokkurn tímann sagt að fávís almenningur gæti komið sér upp röngum minningum. 30. maí 2016 12:45
Guðni Th. við Davíð: "Hefur þú enga sómakennd?“ Forsetaframbjóðendurnir Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson tókust á í Eyjunni í kvöld. 29. maí 2016 19:14
Ný könnun: Guðni Th. leiðir enn Guðni Th. Jóhannesson mælist með 59,1 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Maskínu um fylgi forsetaframbjóðenda. 27. maí 2016 16:37