Þingveturinn „ömurlegur“ Birgir Olgeirsson skrifar 30. maí 2016 20:33 Óttarr Proppé. Vísir/Stefán „Þingveturinn sem nú er að líða hefur verið hreint út sagt ömurlegur,“ sagði Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, við eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld. Sagði hann það vera eina orðið yfir þennan þingvetur. Afhjúpanir úr Panama-skjölunum, viðtalið fræga við fyrrverandi forsætisráðherra, afsögn forsætisráðherra hafa haft djúpstæð áhrif, ekki bara á stjórnmálin heldur á Íslendinga alla. Hann sagði Panama-gögnin hafa leitt í ljós að á Íslandi eru tvær þjóðir, þeir sem búa við forréttindi, innmúruð völd, tækifæri umfram aðra og síðan eru það allir hinir. „Tengsl stjórnmálamanna við vafasama viðskiptahætti aflandsfélaga, og það að hafa vísvitandi leynt þeim tengslum, reyndist þjóðinni ómögulegt að kyngja. Enda er það gjörsamlega óásættanlegt. Þetta er hreinlega ekki heiðarlegt. Það er ekkert skrýtið við það að þjóðfélagið fari á hvolf og stjórnmálalífið sé lamað eftir.“ Óttarr sagði lottóvinninga á borð við aukinn ferðamannastraum, makrílgegnd og lágt olíuverð hafa stuðlað að endurreisn efnahagslífsins. „Nýtum lærdóminn af panamaskjölunum til breytinga. Breytum kerfinu þar sem það er ekki að virka. Byggjum á því sem virkar og gerum það enn betra. Tímar meðvirkni og fortíðarþrár eru liðnir. Það er búið að gefa því séns. Það hefur ekki gengið upp.“ Hann sagði Bjarta framtíð hafa lagt áherslu á að ungt fólk hafi tækifæri til að mennta sig, geti eignast húsnæði og sjá fram á atvinnulíf sem er fjölbreytt, skapandi og hentar þeim. Hann sagði að okkur hafa fengið jörðina í arf frá forfeðrum okkar en vildi sjálfur meina að við séum ekki síðar með hana í láni frá komandi kynslóðum. Þetta eigi sannarlega við um náttúruna og samfélagið allt, efnahagslífið og mannlífið. „Réttlæti og gagnsæi er grunngildi sem skipta miklu máli fyrir samfélagið í dag. En þau eru algjör forsenda inn í framtíðina.“ „Við þurfum að hafa kjark til þess að viðurkenna vandann og hugrekki til þess að taka á honum. Við þurfum sýn um heiðarlegt og réttlátt samfélag þar sem kraftar allra nýtast og tækifærin bjóðast öllum en ekki bara sumum. Við þurfum að tryggja að arður af sameiginlegum auðlindum okkar nýtist öllu samfélaginu en ekki bara sumum. Við þurfum að þora að hugsa til framtíðarinnar en ekki bara sætta okkur við að lappa upp á það sem einu sinni gekk og vonast síðan til þess að það reddist. Samtal við þjóðina um þessa sýn og um grundvallargildi getur ekki beðið.“ Alþingi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
„Þingveturinn sem nú er að líða hefur verið hreint út sagt ömurlegur,“ sagði Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, við eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld. Sagði hann það vera eina orðið yfir þennan þingvetur. Afhjúpanir úr Panama-skjölunum, viðtalið fræga við fyrrverandi forsætisráðherra, afsögn forsætisráðherra hafa haft djúpstæð áhrif, ekki bara á stjórnmálin heldur á Íslendinga alla. Hann sagði Panama-gögnin hafa leitt í ljós að á Íslandi eru tvær þjóðir, þeir sem búa við forréttindi, innmúruð völd, tækifæri umfram aðra og síðan eru það allir hinir. „Tengsl stjórnmálamanna við vafasama viðskiptahætti aflandsfélaga, og það að hafa vísvitandi leynt þeim tengslum, reyndist þjóðinni ómögulegt að kyngja. Enda er það gjörsamlega óásættanlegt. Þetta er hreinlega ekki heiðarlegt. Það er ekkert skrýtið við það að þjóðfélagið fari á hvolf og stjórnmálalífið sé lamað eftir.“ Óttarr sagði lottóvinninga á borð við aukinn ferðamannastraum, makrílgegnd og lágt olíuverð hafa stuðlað að endurreisn efnahagslífsins. „Nýtum lærdóminn af panamaskjölunum til breytinga. Breytum kerfinu þar sem það er ekki að virka. Byggjum á því sem virkar og gerum það enn betra. Tímar meðvirkni og fortíðarþrár eru liðnir. Það er búið að gefa því séns. Það hefur ekki gengið upp.“ Hann sagði Bjarta framtíð hafa lagt áherslu á að ungt fólk hafi tækifæri til að mennta sig, geti eignast húsnæði og sjá fram á atvinnulíf sem er fjölbreytt, skapandi og hentar þeim. Hann sagði að okkur hafa fengið jörðina í arf frá forfeðrum okkar en vildi sjálfur meina að við séum ekki síðar með hana í láni frá komandi kynslóðum. Þetta eigi sannarlega við um náttúruna og samfélagið allt, efnahagslífið og mannlífið. „Réttlæti og gagnsæi er grunngildi sem skipta miklu máli fyrir samfélagið í dag. En þau eru algjör forsenda inn í framtíðina.“ „Við þurfum að hafa kjark til þess að viðurkenna vandann og hugrekki til þess að taka á honum. Við þurfum sýn um heiðarlegt og réttlátt samfélag þar sem kraftar allra nýtast og tækifærin bjóðast öllum en ekki bara sumum. Við þurfum að tryggja að arður af sameiginlegum auðlindum okkar nýtist öllu samfélaginu en ekki bara sumum. Við þurfum að þora að hugsa til framtíðarinnar en ekki bara sætta okkur við að lappa upp á það sem einu sinni gekk og vonast síðan til þess að það reddist. Samtal við þjóðina um þessa sýn og um grundvallargildi getur ekki beðið.“
Alþingi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira