„Við verðum ekki sögulaus flokkur“ Birgir Olgeirsson skrifar 30. maí 2016 19:54 Árni Páll Árnason, fráfarandi formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Ernir „Við verðum ekki sögulaus flokkur,“ sagði Árni Páll Árnason sem ávarpaði Alþingi í síðasta sinn sem formaður Samfylkingarinnar við eldhúsdagsumræður í kvöld. Þar sagði hann þjóðina sýna í viðhorfskönnuna að hún sé óþreyjufull og vilji skýra sýn á framtíðina. Hann sagði Samfylkinguna skilja þau skilaboð sem þjóðin hefur sent flokknum í gegnum viðhorfskannanir en sagði flokkinn eiga eftir að mæta aftur til leiks í haust með nýja liðskipan, vopnuð hinum sígilda leiðarvísi sem reynst hefur vel. „Samfélagssýn norrænnar jafnaðarstefnu sem boðar ábyrgt, opið markaðshagkerfi, einstaklingsfrelsi, efnahagslegan stöðugleika og félagslegt réttlæti,“ sagði Árni.Hann sagði Samfylkingarfólk stolt af afrekum við stjórn landsins á örlagatímum og Samfylkingin ein hafi staðið að öllum þeim ákvörðunum sem þurft hefur að taka til að koma Íslandi á réttan kjöl. „Hvort sem við vorum í stjórn eða stjórnarandstöðu. Við sveiflumst ekki eftir gusti tíðarandans og segjum ekki eitt í dag og annað á morgun. Við þekkjum líka þau mistök sem við höfum gert, höfum gengist við þeim og erum fyrir vikið ólíklegri en aðrir til að gera þau á nýjan leik,“ sagði Árni. „Jafnaðarstefnan ógnar kyrrstöðu og hún ógnar sérhagsmunum, því hún krefst almennra leikreglna. Hún ógnar möguleikum ráðandi afla að skammta sér aðstöðu, hygla vildarvinum og deila með sér völdum. Þess vegna hefur það alltaf verið og er enn örþrifaráð valdamanna að spyrða alla þá sem ógna óbreyttu ástandi við Samfylkinguna. Við tökum því sem hrósi.“ Hann sagði Íslendingum hafa tekist vel í glímunni við hrunið og eftirleik þess. Efnahagslífið sé í blóma og allar forsendur til að Ísland eigi bjarta framtíð. „En stjórnmálin – og þjóðmálaumræðan utan þessa húss – hafa markast af harðvítugum átökum og óvægnari orðræðu en dæmi eru um. Samt er það svo að um mikilvægustu ákvarðanirnar frá hruni hefur verið víðtæk samstaða á vettvangi stjórnmálanna og enn erum við saman að vinna að góðum málum. Nýjasta dæmið eru ný frumvörp um húsnæðismál, sem vonandi verða að lögum á næstu dögum,“ sagði Árni. Hann sagði Samfylkinguna hafa lengi kallað eftir aðgerðum til úrlausnar þess brýna vanda og telur hún ekki nógu langt gengið að öllu leyti. „En við munum standa með verkalýðshreyfingunni og ríkisstjórnarflokkunum að þessum framfaraskrefum. Þetta fordæmi á að verða okkur öllum hvatning um að finna nýjan takt í því hvernig við tölum saman, því þrátt fyrir allt getum við náð saman um svo margt okkur öllum til heilla.“ Alþingi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
„Við verðum ekki sögulaus flokkur,“ sagði Árni Páll Árnason sem ávarpaði Alþingi í síðasta sinn sem formaður Samfylkingarinnar við eldhúsdagsumræður í kvöld. Þar sagði hann þjóðina sýna í viðhorfskönnuna að hún sé óþreyjufull og vilji skýra sýn á framtíðina. Hann sagði Samfylkinguna skilja þau skilaboð sem þjóðin hefur sent flokknum í gegnum viðhorfskannanir en sagði flokkinn eiga eftir að mæta aftur til leiks í haust með nýja liðskipan, vopnuð hinum sígilda leiðarvísi sem reynst hefur vel. „Samfélagssýn norrænnar jafnaðarstefnu sem boðar ábyrgt, opið markaðshagkerfi, einstaklingsfrelsi, efnahagslegan stöðugleika og félagslegt réttlæti,“ sagði Árni.Hann sagði Samfylkingarfólk stolt af afrekum við stjórn landsins á örlagatímum og Samfylkingin ein hafi staðið að öllum þeim ákvörðunum sem þurft hefur að taka til að koma Íslandi á réttan kjöl. „Hvort sem við vorum í stjórn eða stjórnarandstöðu. Við sveiflumst ekki eftir gusti tíðarandans og segjum ekki eitt í dag og annað á morgun. Við þekkjum líka þau mistök sem við höfum gert, höfum gengist við þeim og erum fyrir vikið ólíklegri en aðrir til að gera þau á nýjan leik,“ sagði Árni. „Jafnaðarstefnan ógnar kyrrstöðu og hún ógnar sérhagsmunum, því hún krefst almennra leikreglna. Hún ógnar möguleikum ráðandi afla að skammta sér aðstöðu, hygla vildarvinum og deila með sér völdum. Þess vegna hefur það alltaf verið og er enn örþrifaráð valdamanna að spyrða alla þá sem ógna óbreyttu ástandi við Samfylkinguna. Við tökum því sem hrósi.“ Hann sagði Íslendingum hafa tekist vel í glímunni við hrunið og eftirleik þess. Efnahagslífið sé í blóma og allar forsendur til að Ísland eigi bjarta framtíð. „En stjórnmálin – og þjóðmálaumræðan utan þessa húss – hafa markast af harðvítugum átökum og óvægnari orðræðu en dæmi eru um. Samt er það svo að um mikilvægustu ákvarðanirnar frá hruni hefur verið víðtæk samstaða á vettvangi stjórnmálanna og enn erum við saman að vinna að góðum málum. Nýjasta dæmið eru ný frumvörp um húsnæðismál, sem vonandi verða að lögum á næstu dögum,“ sagði Árni. Hann sagði Samfylkinguna hafa lengi kallað eftir aðgerðum til úrlausnar þess brýna vanda og telur hún ekki nógu langt gengið að öllu leyti. „En við munum standa með verkalýðshreyfingunni og ríkisstjórnarflokkunum að þessum framfaraskrefum. Þetta fordæmi á að verða okkur öllum hvatning um að finna nýjan takt í því hvernig við tölum saman, því þrátt fyrir allt getum við náð saman um svo margt okkur öllum til heilla.“
Alþingi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira