Kompany, Mata og Costa í úrvalsliðinu sem verður ekki á EM í Frakklandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. maí 2016 10:15 Vincent Kompany, Juan Mata og Diego Costa verða ekki á EM. vísir/getty Með hverjum degi styttist í Evrópumótið í fótbolta þar sem strákarnir okkar verða á meðal keppnisþjóða í fyrsta sinn í sögunni. EM hefst 10. júní með upphafsleik Frakklands og Rúmeníu en Ísland hefur leik gegn Portúgal 14. júní. Eins og alltaf eru einhverjar stjörnur í boltanum sem verða ekki með vegna meiðsla eða þá að leikmennirnir voru einfaldlega ekki valdir í sín landslið eftir dapra leiktíð. Sky Sports setti upp ellefu manna úrvalslið þeirra leikmanna sem verða ekki með á EM en þar má finna stór nöfn á borð við Vincent Kompany, Juan Mata og Diego Costa.Úrvalsliðið sem verður ekki á EM:Rob Elliot sleit krossband.vísir/gettyMarkvörður: Rob Elliot, Norður-Írlandi Markvörður Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni verður ekki með á EM eftir að slíta krossband í landsleik með landsliðinu gegn Slóvakíu í mars.Hægri bakvörður: Kurt Zouma, Frakklandi Varnarmaðurinn öflugi getur ekki tekið þátt á EM í sínu heimalandi eftir að meiðast illa á hné í jafntefli Chelsea gegn Manchester United í febrúar.Miðvörður: Vincent Kompany, Belgíu Fyrirliði Belga og Manchester City hefur átt við mikil meiðslavandræði að stríða undanfarin ár og meiðsli sem hann varð fyrir í undanúrslitum Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid halda honum frá Frakklandi.Miðvörður: Dejan Lovren, Króatíu Liverpool-miðvörðurinn er heill heilsu en var einfaldlega ekki valinn. Lovren lenti saman við landsliðsþjálfarann Ante Cacic sem sagði að Lovren þyrfti að læra að vera liðsmaður áður en hann snýr aftur í landsliðið.Vinstri bakvörður: Chris Brunt, Norður-Írlandi Annar leikmaður sem nýliðana á EM vantar. Brunt sleit krossband snemma í mars í sigurleik WBA gegn Crystal Palace.Morgan Schneiderlin komst ekki í EM-hóp Frakka.vísir/gettyMorgan Schneiderlin, Frakklandi Schneiderlin spilaði reglulega á sínu fyrsta tímabili með Manchester United en hann hefur vafalítið haldið að spila þar myndi færa hann nær sæti í franska landsliðshópnum. Didier Deschamps veðjaði frekar á N'Golo Kante, Moussa Sissoko, Yohan Cabaye og Lassana Diarra.Miðjumaður: Juan Mata, Spáni Breiddin í spænska landsliðinu er svo mikil að Vincente del Bosque getur leyft sér að taka ekki með mann eins og Juan Mata sem var einn besti leikmaður United á síðustu leiktíð og kom liðinu til bjargar í úrslitaleik enska bikarsins.Miðjumaður: Santo Cazorla, Spáni Arsenal-maðurinn spilaði aðeins einn leik eftir áramót vegna meiðsla. Del Bosque sagði of mikla áhættu að taka hann með þó Cazorla hafi gert allt sem í hans valdi stóð að koma sér í stand og fara með til Frakklands.Mario Balotelli hefur ekki átt sjö dagana sæla í fleiri en sjö daga.vísir/gettyFramherji: Mario Balotelli, Ítalíu Lífið leikur ekki við Balotelli sem var ein af stjörnum EM 2012. Hann skoraði aðeins eitt deildarmark fyrir Liverpool á þar síðustu leiktíð og eitt deildarmark fyrir AC Milan á síðustu leiktíð. „Það er ekkert pláss fyrir prímadonnur í liðinu,“ sagði Leonardo Bonucci, miðvörður Juventus og Ítalíu, um Balotelli.Framherji: Danny Welbeck, England Það leit út fyrir að Welbeck myndi næla sér í sæti í leikmannahópi Roy Hodgson en svo meiddist hann á hné í 2-2 jafntefli Arsenal gegn Manchester City í næst síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Hann verður frá næstu níu mánuði.Framherji: Diego Costa, Spáni Chelsea-maðurinn var ekki valinn í hópinn eftir nokkuð dapurt tímabil á Englandi en þá tognaði hann líka aftan í læri í leik gegn Liverpool í maí. Hann er einn af nokkrum öflugum framherjum sem Spánverjar taka ekki með á EM. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Með hverjum degi styttist í Evrópumótið í fótbolta þar sem strákarnir okkar verða á meðal keppnisþjóða í fyrsta sinn í sögunni. EM hefst 10. júní með upphafsleik Frakklands og Rúmeníu en Ísland hefur leik gegn Portúgal 14. júní. Eins og alltaf eru einhverjar stjörnur í boltanum sem verða ekki með vegna meiðsla eða þá að leikmennirnir voru einfaldlega ekki valdir í sín landslið eftir dapra leiktíð. Sky Sports setti upp ellefu manna úrvalslið þeirra leikmanna sem verða ekki með á EM en þar má finna stór nöfn á borð við Vincent Kompany, Juan Mata og Diego Costa.Úrvalsliðið sem verður ekki á EM:Rob Elliot sleit krossband.vísir/gettyMarkvörður: Rob Elliot, Norður-Írlandi Markvörður Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni verður ekki með á EM eftir að slíta krossband í landsleik með landsliðinu gegn Slóvakíu í mars.Hægri bakvörður: Kurt Zouma, Frakklandi Varnarmaðurinn öflugi getur ekki tekið þátt á EM í sínu heimalandi eftir að meiðast illa á hné í jafntefli Chelsea gegn Manchester United í febrúar.Miðvörður: Vincent Kompany, Belgíu Fyrirliði Belga og Manchester City hefur átt við mikil meiðslavandræði að stríða undanfarin ár og meiðsli sem hann varð fyrir í undanúrslitum Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid halda honum frá Frakklandi.Miðvörður: Dejan Lovren, Króatíu Liverpool-miðvörðurinn er heill heilsu en var einfaldlega ekki valinn. Lovren lenti saman við landsliðsþjálfarann Ante Cacic sem sagði að Lovren þyrfti að læra að vera liðsmaður áður en hann snýr aftur í landsliðið.Vinstri bakvörður: Chris Brunt, Norður-Írlandi Annar leikmaður sem nýliðana á EM vantar. Brunt sleit krossband snemma í mars í sigurleik WBA gegn Crystal Palace.Morgan Schneiderlin komst ekki í EM-hóp Frakka.vísir/gettyMorgan Schneiderlin, Frakklandi Schneiderlin spilaði reglulega á sínu fyrsta tímabili með Manchester United en hann hefur vafalítið haldið að spila þar myndi færa hann nær sæti í franska landsliðshópnum. Didier Deschamps veðjaði frekar á N'Golo Kante, Moussa Sissoko, Yohan Cabaye og Lassana Diarra.Miðjumaður: Juan Mata, Spáni Breiddin í spænska landsliðinu er svo mikil að Vincente del Bosque getur leyft sér að taka ekki með mann eins og Juan Mata sem var einn besti leikmaður United á síðustu leiktíð og kom liðinu til bjargar í úrslitaleik enska bikarsins.Miðjumaður: Santo Cazorla, Spáni Arsenal-maðurinn spilaði aðeins einn leik eftir áramót vegna meiðsla. Del Bosque sagði of mikla áhættu að taka hann með þó Cazorla hafi gert allt sem í hans valdi stóð að koma sér í stand og fara með til Frakklands.Mario Balotelli hefur ekki átt sjö dagana sæla í fleiri en sjö daga.vísir/gettyFramherji: Mario Balotelli, Ítalíu Lífið leikur ekki við Balotelli sem var ein af stjörnum EM 2012. Hann skoraði aðeins eitt deildarmark fyrir Liverpool á þar síðustu leiktíð og eitt deildarmark fyrir AC Milan á síðustu leiktíð. „Það er ekkert pláss fyrir prímadonnur í liðinu,“ sagði Leonardo Bonucci, miðvörður Juventus og Ítalíu, um Balotelli.Framherji: Danny Welbeck, England Það leit út fyrir að Welbeck myndi næla sér í sæti í leikmannahópi Roy Hodgson en svo meiddist hann á hné í 2-2 jafntefli Arsenal gegn Manchester City í næst síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Hann verður frá næstu níu mánuði.Framherji: Diego Costa, Spáni Chelsea-maðurinn var ekki valinn í hópinn eftir nokkuð dapurt tímabil á Englandi en þá tognaði hann líka aftan í læri í leik gegn Liverpool í maí. Hann er einn af nokkrum öflugum framherjum sem Spánverjar taka ekki með á EM.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti