Enginn ferðamaður mótmælt bílastæðagjaldi á Þingvöllum Snærós Sindradóttir skrifar 30. maí 2016 07:00 Þingmaðurinn Róbert Marshall minntist á raðir við gjaldtækin á miðvikudag. Þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði í gær, sunnudag, var það sama uppi á teningnum og ein vélin biluð. Fréttablaðið/Anton Brink Bílastæðagjald hefur verið lagt á við Þingvelli til þess að mæta auknum fjölda ferðamanna. Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi Þingvalla, segir að bílastæðin séu svo yfirfull að samhliða gjaldtökunni þurfi nú starfsfólk til að stýra umferð um bílastæðin og aðstoða ferðafólk. „Þetta er í góðum framgangi skulum við segja. Það sem kemur okkur jákvæðast á óvart er að ferðamenn eru ekkert ragir við að borga stöðumælagjöld. Við höfum varla hitt mann sem hefur muldrað yfir því,“ segir Einar. Samkvæmt reglugerð forsætisráðuneytisins kostar 500 krónur fyrir fólksbíl að leggja við Þingvelli. Jeppar greiða 750 krónur og hópferðabílar greiða á bilinu 1.500 til 3.000 krónur. Raðir hafa myndast við greiðsluvélarnar og þegar Fréttablaðið bar að garði í dag hafði önnur vélin af tveimur bilað á efra stæði Þingvalla. „Við höfum verið að keyra þetta af stað síðan í síðustu viku. Við höfum líka verið að læra á nýja rútínu með þessu, hvernig tækin virka úti á vettvangi, og reynt að skynja hvernig þetta leggst í ferðamenn,“ segir Einar. Starfsfólk hefur þurft að aðstoða ferðamenn vegna kortavandræða og við að skilja fyrirkomulagið. „Þetta hefur gengið alveg ágætlega gagnvart öllum sem vilja koma og borga. Það virðist ekki vera nein hindrun fyrir ferðamenn og aðra að borga en það hafa verið nettruflanir að hrjá okkur á Þingvöllum almennt og það hefur verið að stríða okkur inn á milli.“ Eins og áður segir hefur ekki komið til vandræða við að fá fólk til að borga. „Maður var búinn undir það ef menn færi að reka í rogastans yfir þessu en við höfum engan hitt sem hefur kvartað yfir því.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Bílastæðagjald hefur verið lagt á við Þingvelli til þess að mæta auknum fjölda ferðamanna. Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi Þingvalla, segir að bílastæðin séu svo yfirfull að samhliða gjaldtökunni þurfi nú starfsfólk til að stýra umferð um bílastæðin og aðstoða ferðafólk. „Þetta er í góðum framgangi skulum við segja. Það sem kemur okkur jákvæðast á óvart er að ferðamenn eru ekkert ragir við að borga stöðumælagjöld. Við höfum varla hitt mann sem hefur muldrað yfir því,“ segir Einar. Samkvæmt reglugerð forsætisráðuneytisins kostar 500 krónur fyrir fólksbíl að leggja við Þingvelli. Jeppar greiða 750 krónur og hópferðabílar greiða á bilinu 1.500 til 3.000 krónur. Raðir hafa myndast við greiðsluvélarnar og þegar Fréttablaðið bar að garði í dag hafði önnur vélin af tveimur bilað á efra stæði Þingvalla. „Við höfum verið að keyra þetta af stað síðan í síðustu viku. Við höfum líka verið að læra á nýja rútínu með þessu, hvernig tækin virka úti á vettvangi, og reynt að skynja hvernig þetta leggst í ferðamenn,“ segir Einar. Starfsfólk hefur þurft að aðstoða ferðamenn vegna kortavandræða og við að skilja fyrirkomulagið. „Þetta hefur gengið alveg ágætlega gagnvart öllum sem vilja koma og borga. Það virðist ekki vera nein hindrun fyrir ferðamenn og aðra að borga en það hafa verið nettruflanir að hrjá okkur á Þingvöllum almennt og það hefur verið að stríða okkur inn á milli.“ Eins og áður segir hefur ekki komið til vandræða við að fá fólk til að borga. „Maður var búinn undir það ef menn færi að reka í rogastans yfir þessu en við höfum engan hitt sem hefur kvartað yfir því.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira