Innlent

Hæstiréttur þyngir refsingu Hríseyjarnauðgarans

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hæstiréttur þyngdi í dag refsingu Eiríks Fannars Traustasonar, þrítugs karlmanns, í fimm ár ára . Eiríkur Fannar hafði fyrr á þessu ári verið sakfelldur í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir nauðgun og brot gegn barnaverndarlögum.

Sannað þótti að Eiríkur hefði aðfararnótt laugardagsins 25. júlí í fyrra, á tjaldsvæði í Hrísey, farið inn í tjald þar sem sautján ára stúlka lá. Þar greip hann um munn hennar, hélt henni niðri og sló hana í andlitið. Þessu næst sneri hann henni við á magann, ýtti höfði hennar niður í svefnpokann og hótaði að drepa hana ef hún þegði ekki. Þessu næst sló hann hana ítrekað og nauðgaði henni að lokum.

Í yfirheyrslum hjá lögreglu neitaði hann sök en fyrir dómi játaði hann brotið. Eiríkur stóð í veitingarekstri í eynni og fékk umrætt kvöld veður af því að stúlkan gisti einsömul í tjaldi á tjaldsvæðinu. Hann sagðist hafa neytt áfengis og kókaíns umrætt kvöld og farið í „blackout“. Hann sagðist ekki muna eftir að hafa farið á tjaldstæðið eða hafa átt samskipti við stúlkuna umrædda nótt, en áréttaði að hann vefengdi ekki, í ljósi DNA-rannsóknar sem sýndi að sæði hans fannst á stúlkunni, verknaðarlýsingu ákærunnar.

Eiríkur rauf með broti sínu skilorð fyrir brot gegn ávana- og fíkniefnalögum. Hæstiréttur taldi að hann ætti sér engar málsbætur. Refsing hans var því þyngd í fimm ára fangelsi auk þess að miskabætur til stúlkunnar voru hækkaðar úr 1,6 milljónum króna í 2,2 milljónir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×