Hundruðir bíla frá Hyundai notaðir á EM Finnur Thorlacius skrifar 9. júní 2016 09:30 Hyundai afhendir bílana sem notaðir verða. Hyundai er á þessu ári aðalstyrktaraðili Evrópumeistaramótsins í fótbolta eins og undanfarin 16 ár. Í keppninni sem nú er hafin útvegar Hyundai keppnishöldurum mótsins 361 bifreið til nota í ýmsum erindagjörðum meðan á mótinu stendur. Í bílaflotanum eru m.a. vinsælustu bílarnir frá Hyundai, þar á meðal Tucson, Santa Fe, i20 og Genesis. Bílarnir eru notaðir til að aka dómurum keppninnar, starfsfólki UEFA, öryggisvörðum, blaða- og fréttamönnum, heiðursgestum og öðrum á milli áfangastaða, svo sem til og frá flugvöllum og hótelum til fótboltaleikvanganna þar sem leikirnir fara fram. Auk þess að lána bíla kostar Hyundai einnig merkingar á rútum tólf landsliða sem taka þátt svo enginn vafi leiki á því hverjir séu á ferðinni þegar ekið er til næsta landsleiks. Þess má geta að rútan með íslenska landsliðinu er að sjálfsögðu merkt okkar mönnum, m.a. með áletruninni: Áfram Ísland! Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent
Hyundai er á þessu ári aðalstyrktaraðili Evrópumeistaramótsins í fótbolta eins og undanfarin 16 ár. Í keppninni sem nú er hafin útvegar Hyundai keppnishöldurum mótsins 361 bifreið til nota í ýmsum erindagjörðum meðan á mótinu stendur. Í bílaflotanum eru m.a. vinsælustu bílarnir frá Hyundai, þar á meðal Tucson, Santa Fe, i20 og Genesis. Bílarnir eru notaðir til að aka dómurum keppninnar, starfsfólki UEFA, öryggisvörðum, blaða- og fréttamönnum, heiðursgestum og öðrum á milli áfangastaða, svo sem til og frá flugvöllum og hótelum til fótboltaleikvanganna þar sem leikirnir fara fram. Auk þess að lána bíla kostar Hyundai einnig merkingar á rútum tólf landsliða sem taka þátt svo enginn vafi leiki á því hverjir séu á ferðinni þegar ekið er til næsta landsleiks. Þess má geta að rútan með íslenska landsliðinu er að sjálfsögðu merkt okkar mönnum, m.a. með áletruninni: Áfram Ísland!
Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent