15 mánaða fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt Sveinn Arnarsson skrifar 8. júní 2016 09:42 Héraðsdómur Norðurlands eystra Vísir/Pjetur Fyrrum fjármálastjóri byggingarfyrirtækisins Hyrnu var dæmd í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Norðurlands eystra í gær fyrir stórfelldan fjárdrátt. Hafði hún á fimmtán ára tímabili dregið sér fé frá byggingarfyrirtækinu. Konan játaði skýlaust brot sín fyrir dómi. Ekki var unnt að mati dómara að skilorðsbinda dóminn vegna eðlis og umfangs brots konunnar. Hafði hún fyrst árið 2000 dregið sér fé frá fyrirtækinu og stóð fjárdrátturinn yfir í um fimmtán ár. Síðasta færslan sem ákærð var fyrir eru frá 12. maí árið 2015. Yfir þetta tímabil hafði konan náð að draga sér rúmar fimmtíu milljónir króna. Millifærði á fyrirtæki sonar síns. Konan millifærði féð bæði beint inn á sína eigin bankareikninga en einnig nýtti hún sér í seinni tíð bankareikninga Sushi stofunnar ehf. sem var í eigu sonar hennar. Ákærða var einnig stjórnarformaður félagsins og sá um fjármál þess. Voru fjármagnsflutningarnir þannig skipulagðir allan þennan tíma og höfðu ágerst síðustu þrjú ár og því hafi komist upp um afbrot fjármálastjórans. Málið kom upp í júní í fyrra og sagði Örn Jóhannesson, eigandi byggingarfyrirtækisins Hyrnu, að fjármálastjórinn, sú ákærða, hefði játað brot sitt, skrifað undir viljayfirlýsingu þess efnis og hætt störfum. Að mati dómsins var brotið alvarlegt. Var konan því dæmd til greiðslu alls sakarkostnaðar, 239.830 krónur. Brot konunnar vörðuðu við 247.gr hegningarlaga en þar segir að ef einstaklingur dregur sér fjármuni eða önnur verðmæti, sem hann hefur í vörslum sínum, en annar maður er eigandi skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum. Tengdar fréttir Játar að hafa dregið að sér rúmar fimmtíu milljónir Fjármálastjóra byggingafélags á Akureyri var sagt upp störfum í síðustu viku eftir að upp komst um stórfelldan fjárdrátt starfsmannsins sem spannaði rúmlega 15 ára tímabil. 16. júní 2015 13:27 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Fyrrum fjármálastjóri byggingarfyrirtækisins Hyrnu var dæmd í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Norðurlands eystra í gær fyrir stórfelldan fjárdrátt. Hafði hún á fimmtán ára tímabili dregið sér fé frá byggingarfyrirtækinu. Konan játaði skýlaust brot sín fyrir dómi. Ekki var unnt að mati dómara að skilorðsbinda dóminn vegna eðlis og umfangs brots konunnar. Hafði hún fyrst árið 2000 dregið sér fé frá fyrirtækinu og stóð fjárdrátturinn yfir í um fimmtán ár. Síðasta færslan sem ákærð var fyrir eru frá 12. maí árið 2015. Yfir þetta tímabil hafði konan náð að draga sér rúmar fimmtíu milljónir króna. Millifærði á fyrirtæki sonar síns. Konan millifærði féð bæði beint inn á sína eigin bankareikninga en einnig nýtti hún sér í seinni tíð bankareikninga Sushi stofunnar ehf. sem var í eigu sonar hennar. Ákærða var einnig stjórnarformaður félagsins og sá um fjármál þess. Voru fjármagnsflutningarnir þannig skipulagðir allan þennan tíma og höfðu ágerst síðustu þrjú ár og því hafi komist upp um afbrot fjármálastjórans. Málið kom upp í júní í fyrra og sagði Örn Jóhannesson, eigandi byggingarfyrirtækisins Hyrnu, að fjármálastjórinn, sú ákærða, hefði játað brot sitt, skrifað undir viljayfirlýsingu þess efnis og hætt störfum. Að mati dómsins var brotið alvarlegt. Var konan því dæmd til greiðslu alls sakarkostnaðar, 239.830 krónur. Brot konunnar vörðuðu við 247.gr hegningarlaga en þar segir að ef einstaklingur dregur sér fjármuni eða önnur verðmæti, sem hann hefur í vörslum sínum, en annar maður er eigandi skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum.
Tengdar fréttir Játar að hafa dregið að sér rúmar fimmtíu milljónir Fjármálastjóra byggingafélags á Akureyri var sagt upp störfum í síðustu viku eftir að upp komst um stórfelldan fjárdrátt starfsmannsins sem spannaði rúmlega 15 ára tímabil. 16. júní 2015 13:27 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Játar að hafa dregið að sér rúmar fimmtíu milljónir Fjármálastjóra byggingafélags á Akureyri var sagt upp störfum í síðustu viku eftir að upp komst um stórfelldan fjárdrátt starfsmannsins sem spannaði rúmlega 15 ára tímabil. 16. júní 2015 13:27