Vodafone gefur landsdekkandi dreifingu á meðan Evrópukeppninni stendur Birgir Olgeirsson skrifar 6. júní 2016 15:49 Núna geta 99,9 prósent Íslendinga séð leiki Íslands á EM í knattspyrnu endurgjaldslaust í gegnum sjónvarp. Vísir/Vilhelm Vodafone hefur ákveðið að gefa landsdekkandi dreifingu í lofti á Sjónvarpi Símans til 99,9% landsmanna á meðan á Evrópukeppninni stendur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone en fréttir voru sagðar af því í síðustu viku þeir íbúar landsins sem búa fyrir utan IPTV-dreifingarkerfið, 4,9 prósent, ættu ekki möguleika á að horfa á leiki karlalandsliðs Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu í gegnum sjónvarp endurgjaldslaust því Síminn vildi ekki greiða Vodafone fyrir dreifingu í gegnum UHF-kerfið sem nær til 99,9 prósent landsmanna. RÚV brást við með því bjóðast til að sýna landsleiki Íslands á mótinu og hóf viðræður við Símann vegna þess. Nú hafa Vodafone og Síminn hins vegar komist að samkomulagi um að Vodafone muni dreifa Sjónvarpi Símans, þar sem leikir Íslands verða sýndir í opinni dagskrá, í gegnum UHF-kerfið. Sjá má tilkynninguna frá Vodafone í heild hér fyrir neðan: Vodafone hefur ákveðið að gefa landsdekkandi dreifingu í lofti á Sjónvarpi Símans til 99,9% landsmanna á meðan á Evrópukeppninni stendur. Með þessu er Vodafone að taka tilboði Símans sem ítrekað hefur komið fram, um að frístöðin Sjónvarp Símans standi öllum dreifiveitum til boða án endurgjalds.Þetta er gert til að tryggja að neytendum sé ekki mismunað eftir búsetu þegar kemur að því að njóta Evrópumótsins í knattspyrnu, eftir að Síminn ákvað að kaupa ekki landsdekkandi dreifingu á Sjónvarpi Símans í nýjum samningum félaganna. Þrátt fyrir að RÚV hafi nú þegar hlaupið undir bagga og boðið Símanum að sýna íslensku leikina í landsdekkandi dreifingu hefði öðrum leikjum á Evrópumótinu, til dæmis úrslitakeppninni, ekki verið dreift á kerfi sem nær til 99,9% landsmanna í opinni dagskrá.Því hefðu um 5% þjóðarinnar, auk þeirra fjölmörgu sem væru á ferð um landið, ekki geta notið keppninnar í opinni dagskrá til jafns við aðra. Að mati Vodafone væri það mjög slæm niðurstaða og því hefur félagið ákveðið að opna fyrir dreifinguna á meðan á mótinu stendur.Stafrænt sjónvarpsdreifikerfi Vodafone er það dreifikerfi sem nær til stærsts hluta landsins og nýtist þannig fólki í dreifbýli, sumarhúsum og ferðamönnum.Vodafone mun halda áfram að byggja upp sjónvarpsþjónustu fyrir alla íbúa þessa lands og auðvelda fólki, óháð búsetu, aðgang að gæðaefni. Af þeim sökum vill fyrirtækið leggja sitt að mörkum til að tryggja jafnræði landsmanna að mikilvægu efni eins og Evrópukeppninni. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira
Vodafone hefur ákveðið að gefa landsdekkandi dreifingu í lofti á Sjónvarpi Símans til 99,9% landsmanna á meðan á Evrópukeppninni stendur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone en fréttir voru sagðar af því í síðustu viku þeir íbúar landsins sem búa fyrir utan IPTV-dreifingarkerfið, 4,9 prósent, ættu ekki möguleika á að horfa á leiki karlalandsliðs Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu í gegnum sjónvarp endurgjaldslaust því Síminn vildi ekki greiða Vodafone fyrir dreifingu í gegnum UHF-kerfið sem nær til 99,9 prósent landsmanna. RÚV brást við með því bjóðast til að sýna landsleiki Íslands á mótinu og hóf viðræður við Símann vegna þess. Nú hafa Vodafone og Síminn hins vegar komist að samkomulagi um að Vodafone muni dreifa Sjónvarpi Símans, þar sem leikir Íslands verða sýndir í opinni dagskrá, í gegnum UHF-kerfið. Sjá má tilkynninguna frá Vodafone í heild hér fyrir neðan: Vodafone hefur ákveðið að gefa landsdekkandi dreifingu í lofti á Sjónvarpi Símans til 99,9% landsmanna á meðan á Evrópukeppninni stendur. Með þessu er Vodafone að taka tilboði Símans sem ítrekað hefur komið fram, um að frístöðin Sjónvarp Símans standi öllum dreifiveitum til boða án endurgjalds.Þetta er gert til að tryggja að neytendum sé ekki mismunað eftir búsetu þegar kemur að því að njóta Evrópumótsins í knattspyrnu, eftir að Síminn ákvað að kaupa ekki landsdekkandi dreifingu á Sjónvarpi Símans í nýjum samningum félaganna. Þrátt fyrir að RÚV hafi nú þegar hlaupið undir bagga og boðið Símanum að sýna íslensku leikina í landsdekkandi dreifingu hefði öðrum leikjum á Evrópumótinu, til dæmis úrslitakeppninni, ekki verið dreift á kerfi sem nær til 99,9% landsmanna í opinni dagskrá.Því hefðu um 5% þjóðarinnar, auk þeirra fjölmörgu sem væru á ferð um landið, ekki geta notið keppninnar í opinni dagskrá til jafns við aðra. Að mati Vodafone væri það mjög slæm niðurstaða og því hefur félagið ákveðið að opna fyrir dreifinguna á meðan á mótinu stendur.Stafrænt sjónvarpsdreifikerfi Vodafone er það dreifikerfi sem nær til stærsts hluta landsins og nýtist þannig fólki í dreifbýli, sumarhúsum og ferðamönnum.Vodafone mun halda áfram að byggja upp sjónvarpsþjónustu fyrir alla íbúa þessa lands og auðvelda fólki, óháð búsetu, aðgang að gæðaefni. Af þeim sökum vill fyrirtækið leggja sitt að mörkum til að tryggja jafnræði landsmanna að mikilvægu efni eins og Evrópukeppninni.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira