RÚV bregst við og sýnir seinni hálfleikinn strax að loknu viðtali við Guðna Th. Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júní 2016 10:18 Kvennalandsliðið fór í átta liða úrslitin á EM í Svíþjóð sumarið 2013. Vísir/Daníel Ákvörðun RÚV um að sýna æfingaleik Íslands og Liechtenstein í kvöld, og síðasta leik karlalandsliðsins fyrir EM í Frakklandi, á aðalrás sinni í kvöld en keppnisleik kvennaliðsins gegn Makedóníu annað kvöld á hliðarrás hefur verið gagnrýnd. Kvennaliðið getur með sigri gegn Makedóníu annað kvöld tryggt sæti sitt á EM í þriðja skipti í röð. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir dagskrársetninguna eiga sér eðlilegar skýringar eins og annað sem dagskrársett sé gaumgæfilega og með tilliti til allra þátta sem fyrir liggi hverju sinni.„Hvað varðar leik karlaliðsins í kvöld þá er sannarlega ekki um hefðbundinn og óbreyttan æfingarleik að ræða heldur er þetta kveðjuleikur liðsins áður en það heldur í fyrsta sinn á EM. Vinnuregla okkar er sú að dagskrársetja mikilvæga leiki landsliða okkar, bæði karla- og kvennalandsliða, á aðalrás sé þess kostur.“Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps á RÚV.Hins vegar raski umfjöllun RÚV um forsetakosningarnar því að hægt sé að sýna kvennaleikinn á aðalrásinni annað kvöld.„Ástæðan fyrir því að leikur kvennalandsliðsins í forkeppni fyrir EM kvenna 2017 var hinsvegar dagskrársettur á RÚV2 er sú að hann skarast við mikilvægan dagskrárlið sem er Baráttan um Bessastaði, umfjöllun RÚV um frambjóðendur til forsetakosninga, sem vitanlega þarf að vera dagskrársettur með mjög formföstum, skýrum og samræmdum hætti, til að gæta jafnfræðis.“RÚV muni hins vegar bregðast við á þann hátt að sýna seinni hálfleikinn á aðalrásinni, að lokinni umfjöllun um forsetaframbjóðendurna sem í þessu tilfelli er viðtal við Guðna Th. Jóhannesson.„En eftir að kom á daginn með fræknum sigri kvennalandsliðsins á Skotum fyrir helgi að liðið gæti með sigri á Makedóníu á þriðjudag tryggt sér sæti á EM 2017 þá ákváðum við að bregðast við því og munum sýna seinni hálfleikinn strax að lokninni umfjöllun um forsetakosningarnar, en allur leikurinn verður eftir sem áður og að sjálfsögðu sýndur á RÚV2.“ Reikna má með því að dagskrá RÚV fyrir annað kvöld verði uppfærð í framhaldinu, á RUV.is og textavarpinu, en útsendingin mun hafa áhrif á sýningu þáttanna „Ekki bara leikur“ og „Átök í uppeldinu“. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Æfingaleikur karla fyrir alla og í háskerpu en ekki keppnisleikur kvenna "Til háborinnar skammar“ segir knattspyrnukona um ákvörðun RÚV. 6. júní 2016 09:27 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Sjá meira
Ákvörðun RÚV um að sýna æfingaleik Íslands og Liechtenstein í kvöld, og síðasta leik karlalandsliðsins fyrir EM í Frakklandi, á aðalrás sinni í kvöld en keppnisleik kvennaliðsins gegn Makedóníu annað kvöld á hliðarrás hefur verið gagnrýnd. Kvennaliðið getur með sigri gegn Makedóníu annað kvöld tryggt sæti sitt á EM í þriðja skipti í röð. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir dagskrársetninguna eiga sér eðlilegar skýringar eins og annað sem dagskrársett sé gaumgæfilega og með tilliti til allra þátta sem fyrir liggi hverju sinni.„Hvað varðar leik karlaliðsins í kvöld þá er sannarlega ekki um hefðbundinn og óbreyttan æfingarleik að ræða heldur er þetta kveðjuleikur liðsins áður en það heldur í fyrsta sinn á EM. Vinnuregla okkar er sú að dagskrársetja mikilvæga leiki landsliða okkar, bæði karla- og kvennalandsliða, á aðalrás sé þess kostur.“Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps á RÚV.Hins vegar raski umfjöllun RÚV um forsetakosningarnar því að hægt sé að sýna kvennaleikinn á aðalrásinni annað kvöld.„Ástæðan fyrir því að leikur kvennalandsliðsins í forkeppni fyrir EM kvenna 2017 var hinsvegar dagskrársettur á RÚV2 er sú að hann skarast við mikilvægan dagskrárlið sem er Baráttan um Bessastaði, umfjöllun RÚV um frambjóðendur til forsetakosninga, sem vitanlega þarf að vera dagskrársettur með mjög formföstum, skýrum og samræmdum hætti, til að gæta jafnfræðis.“RÚV muni hins vegar bregðast við á þann hátt að sýna seinni hálfleikinn á aðalrásinni, að lokinni umfjöllun um forsetaframbjóðendurna sem í þessu tilfelli er viðtal við Guðna Th. Jóhannesson.„En eftir að kom á daginn með fræknum sigri kvennalandsliðsins á Skotum fyrir helgi að liðið gæti með sigri á Makedóníu á þriðjudag tryggt sér sæti á EM 2017 þá ákváðum við að bregðast við því og munum sýna seinni hálfleikinn strax að lokninni umfjöllun um forsetakosningarnar, en allur leikurinn verður eftir sem áður og að sjálfsögðu sýndur á RÚV2.“ Reikna má með því að dagskrá RÚV fyrir annað kvöld verði uppfærð í framhaldinu, á RUV.is og textavarpinu, en útsendingin mun hafa áhrif á sýningu þáttanna „Ekki bara leikur“ og „Átök í uppeldinu“.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Æfingaleikur karla fyrir alla og í háskerpu en ekki keppnisleikur kvenna "Til háborinnar skammar“ segir knattspyrnukona um ákvörðun RÚV. 6. júní 2016 09:27 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Sjá meira
Æfingaleikur karla fyrir alla og í háskerpu en ekki keppnisleikur kvenna "Til háborinnar skammar“ segir knattspyrnukona um ákvörðun RÚV. 6. júní 2016 09:27