RÚV bregst við og sýnir seinni hálfleikinn strax að loknu viðtali við Guðna Th. Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júní 2016 10:18 Kvennalandsliðið fór í átta liða úrslitin á EM í Svíþjóð sumarið 2013. Vísir/Daníel Ákvörðun RÚV um að sýna æfingaleik Íslands og Liechtenstein í kvöld, og síðasta leik karlalandsliðsins fyrir EM í Frakklandi, á aðalrás sinni í kvöld en keppnisleik kvennaliðsins gegn Makedóníu annað kvöld á hliðarrás hefur verið gagnrýnd. Kvennaliðið getur með sigri gegn Makedóníu annað kvöld tryggt sæti sitt á EM í þriðja skipti í röð. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir dagskrársetninguna eiga sér eðlilegar skýringar eins og annað sem dagskrársett sé gaumgæfilega og með tilliti til allra þátta sem fyrir liggi hverju sinni.„Hvað varðar leik karlaliðsins í kvöld þá er sannarlega ekki um hefðbundinn og óbreyttan æfingarleik að ræða heldur er þetta kveðjuleikur liðsins áður en það heldur í fyrsta sinn á EM. Vinnuregla okkar er sú að dagskrársetja mikilvæga leiki landsliða okkar, bæði karla- og kvennalandsliða, á aðalrás sé þess kostur.“Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps á RÚV.Hins vegar raski umfjöllun RÚV um forsetakosningarnar því að hægt sé að sýna kvennaleikinn á aðalrásinni annað kvöld.„Ástæðan fyrir því að leikur kvennalandsliðsins í forkeppni fyrir EM kvenna 2017 var hinsvegar dagskrársettur á RÚV2 er sú að hann skarast við mikilvægan dagskrárlið sem er Baráttan um Bessastaði, umfjöllun RÚV um frambjóðendur til forsetakosninga, sem vitanlega þarf að vera dagskrársettur með mjög formföstum, skýrum og samræmdum hætti, til að gæta jafnfræðis.“RÚV muni hins vegar bregðast við á þann hátt að sýna seinni hálfleikinn á aðalrásinni, að lokinni umfjöllun um forsetaframbjóðendurna sem í þessu tilfelli er viðtal við Guðna Th. Jóhannesson.„En eftir að kom á daginn með fræknum sigri kvennalandsliðsins á Skotum fyrir helgi að liðið gæti með sigri á Makedóníu á þriðjudag tryggt sér sæti á EM 2017 þá ákváðum við að bregðast við því og munum sýna seinni hálfleikinn strax að lokninni umfjöllun um forsetakosningarnar, en allur leikurinn verður eftir sem áður og að sjálfsögðu sýndur á RÚV2.“ Reikna má með því að dagskrá RÚV fyrir annað kvöld verði uppfærð í framhaldinu, á RUV.is og textavarpinu, en útsendingin mun hafa áhrif á sýningu þáttanna „Ekki bara leikur“ og „Átök í uppeldinu“. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Æfingaleikur karla fyrir alla og í háskerpu en ekki keppnisleikur kvenna "Til háborinnar skammar“ segir knattspyrnukona um ákvörðun RÚV. 6. júní 2016 09:27 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Sjá meira
Ákvörðun RÚV um að sýna æfingaleik Íslands og Liechtenstein í kvöld, og síðasta leik karlalandsliðsins fyrir EM í Frakklandi, á aðalrás sinni í kvöld en keppnisleik kvennaliðsins gegn Makedóníu annað kvöld á hliðarrás hefur verið gagnrýnd. Kvennaliðið getur með sigri gegn Makedóníu annað kvöld tryggt sæti sitt á EM í þriðja skipti í röð. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir dagskrársetninguna eiga sér eðlilegar skýringar eins og annað sem dagskrársett sé gaumgæfilega og með tilliti til allra þátta sem fyrir liggi hverju sinni.„Hvað varðar leik karlaliðsins í kvöld þá er sannarlega ekki um hefðbundinn og óbreyttan æfingarleik að ræða heldur er þetta kveðjuleikur liðsins áður en það heldur í fyrsta sinn á EM. Vinnuregla okkar er sú að dagskrársetja mikilvæga leiki landsliða okkar, bæði karla- og kvennalandsliða, á aðalrás sé þess kostur.“Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps á RÚV.Hins vegar raski umfjöllun RÚV um forsetakosningarnar því að hægt sé að sýna kvennaleikinn á aðalrásinni annað kvöld.„Ástæðan fyrir því að leikur kvennalandsliðsins í forkeppni fyrir EM kvenna 2017 var hinsvegar dagskrársettur á RÚV2 er sú að hann skarast við mikilvægan dagskrárlið sem er Baráttan um Bessastaði, umfjöllun RÚV um frambjóðendur til forsetakosninga, sem vitanlega þarf að vera dagskrársettur með mjög formföstum, skýrum og samræmdum hætti, til að gæta jafnfræðis.“RÚV muni hins vegar bregðast við á þann hátt að sýna seinni hálfleikinn á aðalrásinni, að lokinni umfjöllun um forsetaframbjóðendurna sem í þessu tilfelli er viðtal við Guðna Th. Jóhannesson.„En eftir að kom á daginn með fræknum sigri kvennalandsliðsins á Skotum fyrir helgi að liðið gæti með sigri á Makedóníu á þriðjudag tryggt sér sæti á EM 2017 þá ákváðum við að bregðast við því og munum sýna seinni hálfleikinn strax að lokninni umfjöllun um forsetakosningarnar, en allur leikurinn verður eftir sem áður og að sjálfsögðu sýndur á RÚV2.“ Reikna má með því að dagskrá RÚV fyrir annað kvöld verði uppfærð í framhaldinu, á RUV.is og textavarpinu, en útsendingin mun hafa áhrif á sýningu þáttanna „Ekki bara leikur“ og „Átök í uppeldinu“.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Æfingaleikur karla fyrir alla og í háskerpu en ekki keppnisleikur kvenna "Til háborinnar skammar“ segir knattspyrnukona um ákvörðun RÚV. 6. júní 2016 09:27 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Sjá meira
Æfingaleikur karla fyrir alla og í háskerpu en ekki keppnisleikur kvenna "Til háborinnar skammar“ segir knattspyrnukona um ákvörðun RÚV. 6. júní 2016 09:27