Costco mun umturna íslenskum markaði Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2016 10:15 Bjarki og Trausti meta það svo að íslensk verslun sé býsna andvaralaus, því innkoma Costco mun umturna íslenska markaðinum. Costco býður að jafnaði upp á 30 prósenta lægra vöruverð en gerist og gengur. Gera má ráð fyrir því að þegar Costco opnar á Íslandi muni það bylta hinum íslenska markaði; áhrifin verða gríðarleg. Þetta segja þeir Bjarki Pétursson og Trausti Haraldsson frá Zenter markaðsrannsóknarfyrirtæki, sem hafa kannað sérstaklega hvaða áhrif koma Costco mun hafa á íslenskan markað. Þeir voru í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun.Leggja aðeins 15 prósent ofan á vöruverð Bjarki og Trausti hafa skrifað skýrslu um áhrifin en þeir hafa verið að vinna fyrir tugi fyrirtækja á smásölumarkaði hér heima. Þeir ákváðu að fara út og kíkja á Costco í grennd við London, sem er svipaðrar stærðar og til stendur að rísi hér á Íslandi. Þeir fengu viðtal við stjórnendur þar sem kynntu þeim búðina. Verð sem Costco býður uppá er að jafnað þrjátíu prósentum lægra en það sem gerist og gengur erlendis. En, hvað gerist þegar Costco kemur til Íslands? Mun það sama gilda hér. Bjarki og Trausti meta það sem svo. „Þeir voru mjög harðir á því að eini kostnaðurinn sem leggst ofan á sé flutningskostnaður.“ Þetta mun þó að einhverju leyti vera mismunandi hvað varðar ákveðnar vörur og að teknu tilliti til tolls og vasks. En, mottó fyrirtækisins er að leggja einungis 15 prósent ofan á vöruna, sem er miklum mun minna þekkist á Íslandi.Íslensk verslun andvaralaus Costco er fjölbreytt búð þar er boðið uppá mikið vöruúrval; raftæki, matvöru, heimilistæki, skrifstofuvörur, húsgögn, dekk, skartgripi, úr, föt, eldsneyti, gleraugu... „Þetta er annað stærsta verslunarkeðja í heiminum. Og veltir um það bil tíu sinnum meiru en íslenska hagkerfið. Þeir eru bara með gæðavörur. Þeir eru með meðlimakerfi, menn fá ekki að versla nema þeir séu meðlimir,“ segir þeir Bjarki og Trausti. Þá byggja þeir mikið á tilboðum og það að vera svona stórir mun hafa veruleg áhrif á markaðinn íslenska. Costco eru að fara að færa sig inn á skandinavískan markað og er Ísland nánast prótótýpa, með það hvernig þeir þar ætla að bera sig að við að koma undir sig fótunum þar. Bjarki og Trausti telja íslenska verslun vera nokkuð andvaralausa hvað varðar þessi gríðarlegu áhrif sem þeir ætla að verði með innkomu Costco. Íslenskir neytendur ættu ekki að láta viðtalið við Bjarka og Trausta fram hjá sér fara, en það má hlusta á hér neðar. Tengdar fréttir Costco opnar í nóvember „Það ánægjulega í þessu öllu saman er að almenningur sér fram á lækkun á vöruverði,“ segir bæjarstjóri Garðabæjar. 24. maí 2016 11:43 Telja markaðsvirði N1 milljarði of hátt Capacent telur verulegan vöxt N1 á eldsneytismarkaði ólíklegan. 27. janúar 2016 08:00 Samkeppni frá útlöndum óumflýjanleg Íslensk fyrirtæki þurfa í auknum mæli að takast á við samkeppni erlendis frá. 17. febrúar 2016 10:00 Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Costco býður að jafnaði upp á 30 prósenta lægra vöruverð en gerist og gengur. Gera má ráð fyrir því að þegar Costco opnar á Íslandi muni það bylta hinum íslenska markaði; áhrifin verða gríðarleg. Þetta segja þeir Bjarki Pétursson og Trausti Haraldsson frá Zenter markaðsrannsóknarfyrirtæki, sem hafa kannað sérstaklega hvaða áhrif koma Costco mun hafa á íslenskan markað. Þeir voru í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun.Leggja aðeins 15 prósent ofan á vöruverð Bjarki og Trausti hafa skrifað skýrslu um áhrifin en þeir hafa verið að vinna fyrir tugi fyrirtækja á smásölumarkaði hér heima. Þeir ákváðu að fara út og kíkja á Costco í grennd við London, sem er svipaðrar stærðar og til stendur að rísi hér á Íslandi. Þeir fengu viðtal við stjórnendur þar sem kynntu þeim búðina. Verð sem Costco býður uppá er að jafnað þrjátíu prósentum lægra en það sem gerist og gengur erlendis. En, hvað gerist þegar Costco kemur til Íslands? Mun það sama gilda hér. Bjarki og Trausti meta það sem svo. „Þeir voru mjög harðir á því að eini kostnaðurinn sem leggst ofan á sé flutningskostnaður.“ Þetta mun þó að einhverju leyti vera mismunandi hvað varðar ákveðnar vörur og að teknu tilliti til tolls og vasks. En, mottó fyrirtækisins er að leggja einungis 15 prósent ofan á vöruna, sem er miklum mun minna þekkist á Íslandi.Íslensk verslun andvaralaus Costco er fjölbreytt búð þar er boðið uppá mikið vöruúrval; raftæki, matvöru, heimilistæki, skrifstofuvörur, húsgögn, dekk, skartgripi, úr, föt, eldsneyti, gleraugu... „Þetta er annað stærsta verslunarkeðja í heiminum. Og veltir um það bil tíu sinnum meiru en íslenska hagkerfið. Þeir eru bara með gæðavörur. Þeir eru með meðlimakerfi, menn fá ekki að versla nema þeir séu meðlimir,“ segir þeir Bjarki og Trausti. Þá byggja þeir mikið á tilboðum og það að vera svona stórir mun hafa veruleg áhrif á markaðinn íslenska. Costco eru að fara að færa sig inn á skandinavískan markað og er Ísland nánast prótótýpa, með það hvernig þeir þar ætla að bera sig að við að koma undir sig fótunum þar. Bjarki og Trausti telja íslenska verslun vera nokkuð andvaralausa hvað varðar þessi gríðarlegu áhrif sem þeir ætla að verði með innkomu Costco. Íslenskir neytendur ættu ekki að láta viðtalið við Bjarka og Trausta fram hjá sér fara, en það má hlusta á hér neðar.
Tengdar fréttir Costco opnar í nóvember „Það ánægjulega í þessu öllu saman er að almenningur sér fram á lækkun á vöruverði,“ segir bæjarstjóri Garðabæjar. 24. maí 2016 11:43 Telja markaðsvirði N1 milljarði of hátt Capacent telur verulegan vöxt N1 á eldsneytismarkaði ólíklegan. 27. janúar 2016 08:00 Samkeppni frá útlöndum óumflýjanleg Íslensk fyrirtæki þurfa í auknum mæli að takast á við samkeppni erlendis frá. 17. febrúar 2016 10:00 Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Costco opnar í nóvember „Það ánægjulega í þessu öllu saman er að almenningur sér fram á lækkun á vöruverði,“ segir bæjarstjóri Garðabæjar. 24. maí 2016 11:43
Telja markaðsvirði N1 milljarði of hátt Capacent telur verulegan vöxt N1 á eldsneytismarkaði ólíklegan. 27. janúar 2016 08:00
Samkeppni frá útlöndum óumflýjanleg Íslensk fyrirtæki þurfa í auknum mæli að takast á við samkeppni erlendis frá. 17. febrúar 2016 10:00