Vill víðtækari sátt um búvörusamning Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 6. júní 2016 09:45 Frá undirritun búvörusamninga. Mynd/Atvinnuvegaráðuneytið Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni leggja til breytingar á frumvarpi um samþykki Alþingis á búvörusamningum. Markmiðið sé að ná víðtækari sátt um málið en verið hefur og meðal annars þurfi að virkja endurskoðunarákvæði samningsins enn frekar. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi landbúnaðarráðherra og núverandi forsætisráðherra, undirritaði búvörusamning til tíu ára við Bændasamtök Íslands í febrúar síðastliðnum. Samningurinn var gerður með fyrirvara um samþykki Alþingis en frumvarp til breytinga á lögum vegna samningsins er nú til meðferðar hjá atvinnuveganefnd þingsins Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður nefndarinnar, segist reikna með að nefndin afgreiði málið frá sér í næstu viku. Nú var skrifað undir búvörusamninginn í febrúar. Er eitthvað svigrúm fyrir nefndina til að gera breytingar á þessu máli? „Já já. Ekki beint á samningnum sjálfum, hann auðvitað stendur og það má segja að samningurinn sé stefnumarkandi plagg til tíu ára en á móti kemur að það er hægt að breyta ýmsu í kringum lögin og framkvæmdina. Og það eru í þessum samningi endurskoðunarákvæði strax 2019,” segir Jón. Vilji sé til þess í nefndinni að gera það endurskoðunarákvæði mjög virkt. „Í mínum huga er hér um að ræða fjögurra ára samning með tíu ára ramma sem er langtímamarkmiðið í þessu. En til þess að það sé hægt að halda áfram þessari vegferð eftir fjögur ár þá tel ég mikilvægt að um þau skref ríki víðtækari sátt en við höfum orðið vör við,” segir Jón. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa lýst því yfir að þeir muni ekki samþykkja samninginn á Alþingi, meðal annars Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálftæðisflokksins. „Sú gagnrýni sem kom fram þá var óskilgreind í mínum huga, ég átta mig ekki á hvað það var sem að verið var að gagnrýna,” segir Jón. Samstaða sé þó í nefndinni um meginmarkmið búvörusamningsins. „Við vonumst til þess að geta sett þetta í þann farveg að sáttin geti orðið víðtækari og að við náum sameiginlega að móta stefnu sem í senn styrkir og eflir íslenskan landbúnað til lengri tíma,” segir Jón Gunnarsson. Búvörusamningar Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni leggja til breytingar á frumvarpi um samþykki Alþingis á búvörusamningum. Markmiðið sé að ná víðtækari sátt um málið en verið hefur og meðal annars þurfi að virkja endurskoðunarákvæði samningsins enn frekar. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi landbúnaðarráðherra og núverandi forsætisráðherra, undirritaði búvörusamning til tíu ára við Bændasamtök Íslands í febrúar síðastliðnum. Samningurinn var gerður með fyrirvara um samþykki Alþingis en frumvarp til breytinga á lögum vegna samningsins er nú til meðferðar hjá atvinnuveganefnd þingsins Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður nefndarinnar, segist reikna með að nefndin afgreiði málið frá sér í næstu viku. Nú var skrifað undir búvörusamninginn í febrúar. Er eitthvað svigrúm fyrir nefndina til að gera breytingar á þessu máli? „Já já. Ekki beint á samningnum sjálfum, hann auðvitað stendur og það má segja að samningurinn sé stefnumarkandi plagg til tíu ára en á móti kemur að það er hægt að breyta ýmsu í kringum lögin og framkvæmdina. Og það eru í þessum samningi endurskoðunarákvæði strax 2019,” segir Jón. Vilji sé til þess í nefndinni að gera það endurskoðunarákvæði mjög virkt. „Í mínum huga er hér um að ræða fjögurra ára samning með tíu ára ramma sem er langtímamarkmiðið í þessu. En til þess að það sé hægt að halda áfram þessari vegferð eftir fjögur ár þá tel ég mikilvægt að um þau skref ríki víðtækari sátt en við höfum orðið vör við,” segir Jón. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa lýst því yfir að þeir muni ekki samþykkja samninginn á Alþingi, meðal annars Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálftæðisflokksins. „Sú gagnrýni sem kom fram þá var óskilgreind í mínum huga, ég átta mig ekki á hvað það var sem að verið var að gagnrýna,” segir Jón. Samstaða sé þó í nefndinni um meginmarkmið búvörusamningsins. „Við vonumst til þess að geta sett þetta í þann farveg að sáttin geti orðið víðtækari og að við náum sameiginlega að móta stefnu sem í senn styrkir og eflir íslenskan landbúnað til lengri tíma,” segir Jón Gunnarsson.
Búvörusamningar Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira