Sjáðu þátt BBC um íslenska fótboltaævintýrið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. júní 2016 18:45 Íslensku strákarnir mæta Liechtenstein í síðasta leik sínum fyrir EM annað kvöld. vísir/getty Erlendir fjölmiðlar hafa sýnt íslenska landsliðinu mikinn áhuga í kjölfar frábærs árangurs þess á undanförnum misserum. Í nýlegum þætti sem BBC framleiddi og nefnist Euro 2016: Iceland - The Force Awakens er farið ofan í saumana á íslenska ævintýrinu. Knattspyrnuhallirnar eru jafnan tilteknar sem ein helsta ástæðan fyrir uppgangi fótboltans á Íslandi. Í þætti BBC er hins vegar talað um það sé ódýr útskýring. „Við erum með góða aðstöðu eins og allir aðrir,“ segir Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri KSÍ, í þættinum. „Þetta hefur meira með þjálfunina og það sem er gert inni í höllunum að gera. Það er ekki nóg að hafa hallarnir, það þarf að nýta þær.“ Í þættinum er réttilega bent á að íslenska gullkynslóðin hafi ekki alist upp í höllunum, þær hafi komið til sögunnar þegar þessir leikmenn voru 12-14 ára gamlir. Í þættinum er rætt við landsliðsþjálfarana Heimi Hallgrímsson og Lars Lagerbäck en þar kemur fram að sá síðarnefndi ætli að leggja tannlækningarnar á hilluna þegar hann tekur einn við landsliðinu eftir EM. „Það er alltaf gott að hafa menntun eða aðra starfsmöguleika í fótboltanum. Maður veit aldrei hvenær maður verður rekinn,“ segir Heimir í léttum dúr. Einnig er rætt við Bjarna Felixson og Hafþór Júlíus Björnsson í þættinum en sá síðarnefndi segist ætla að finna Cristiano Ronaldo í fjöru skori hann á móti Íslandi 14. júní.Þáttinn má sjá hér að neðan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar hafa sýnt íslenska landsliðinu mikinn áhuga í kjölfar frábærs árangurs þess á undanförnum misserum. Í nýlegum þætti sem BBC framleiddi og nefnist Euro 2016: Iceland - The Force Awakens er farið ofan í saumana á íslenska ævintýrinu. Knattspyrnuhallirnar eru jafnan tilteknar sem ein helsta ástæðan fyrir uppgangi fótboltans á Íslandi. Í þætti BBC er hins vegar talað um það sé ódýr útskýring. „Við erum með góða aðstöðu eins og allir aðrir,“ segir Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri KSÍ, í þættinum. „Þetta hefur meira með þjálfunina og það sem er gert inni í höllunum að gera. Það er ekki nóg að hafa hallarnir, það þarf að nýta þær.“ Í þættinum er réttilega bent á að íslenska gullkynslóðin hafi ekki alist upp í höllunum, þær hafi komið til sögunnar þegar þessir leikmenn voru 12-14 ára gamlir. Í þættinum er rætt við landsliðsþjálfarana Heimi Hallgrímsson og Lars Lagerbäck en þar kemur fram að sá síðarnefndi ætli að leggja tannlækningarnar á hilluna þegar hann tekur einn við landsliðinu eftir EM. „Það er alltaf gott að hafa menntun eða aðra starfsmöguleika í fótboltanum. Maður veit aldrei hvenær maður verður rekinn,“ segir Heimir í léttum dúr. Einnig er rætt við Bjarna Felixson og Hafþór Júlíus Björnsson í þættinum en sá síðarnefndi segist ætla að finna Cristiano Ronaldo í fjöru skori hann á móti Íslandi 14. júní.Þáttinn má sjá hér að neðan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira