Eitt met í höfn og annað í sjónmáli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2016 06:00 Lars Lagerbäck gerði Aron Einar Gunnarsson að fyrirliða íslenska landsliðsins í þriðja leik sínum með íslenska landsliðið og Aron Einar hefur haldið fyrirliðastöðunni síðan. Fréttablaðið/Anton Brink Lars Lagerbäck var ekki mjög lengi að finna framtíðarfyrirliða íslenska landsliðsins þegar hann tók við liðinu árið 2012 og var óhræddur að setja bandið á Aron Einar Gunnarsson, þá aðeins 23 ára gamlan. Nú fjórum árum síðar hefur Aron Einar leitt íslenska liðið út á völlinn oftar en nokkur annar í sögu íslenska karlalandsliðsins. Aron Einar hefur nú verið fyrirliði íslenska liðsins í öllum þeim 32 landsleikjum sem hann hefur spilað frá því í lok maí 2012 þegar hann bar bandið í fyrsta sinn. Lars setti fyrirliðabandið á Aron Einar fyrir leik á móti Frökkum í Valenciennes og var hann þá yngsti fyrirliði liðsins í 35 ár eða síðan Ásgeir Sigurvinsson bar bandið aðeins 22 ára og fjögurra mánaða í leikjum á móti Hollandi og Belgíu haustið 1977. Metið átti Aron Einar með þeim Atla Eðvaldssyni og Eiði Smára Guðjohnsen sem eru þeir einu ásamt Guðna Bergssyni sem hafa leitt íslenska landsliðið út á völlinn oftar en 30 sinnum. Metið féll á Ullevaal-leikvanginum í Ósló á miðvikudagskvöldið og það á Aron Einar nú einnEkki að hugsa um að slá met „Ég hef oft pælt í þessu en vissi ekki að þetta hefði gerst í Noregsleiknum. Það er gaman að þessu. Maður hugsar ekki alveg um það að slá einhver met og það er kannski aðeins aftan í hausnum,“ segir Aron Einar. Eiður Smári Guðjohnsen hafði jafnað met Atla Eðvaldssonar þegar hann var fyrirliði í þremur vináttulandsleikjum í janúar í forföllum Arons Einars. Atli Eðvaldsson var búinn að eiga metið síðan árið 1991 þegar hann bætti met bróður síns, Jóhannesar Eðvaldssonar. Jóhannes var fyrirliði íslenska liðsins í 27 leikjum og bætti á sínum tíma met Ríkharðs Jónssonar. Atli missti sæti sitt í landsliðinu þegar Ásgeir Elíasson tók við af Svíanum Bo Johannsson. Atli hafði ekki aðeins bætt fyrirliðametið þetta sumar heldur einnig landsleikjametið en spilaði ekki fleiri landsleiki eftir að Ásgeir tók við.Guðna vantaði bara einn leik Guðni Bergsson var aðeins einum leik frá metinu þegar Guðjón Þórðarson setti hann óvænt út úr landsliðinu fyrir útileik á móti Rúmeníu í september 1997. Guðni spilaði ekki fleiri leiki undir stjórn Guðjóns og var ekki með landsliðinu aftur fyrr en í mars 2003 þegar Atli, þá landsliðsþjálfari, kallaði á hann. Í þeim leik var það þó Rúnar Kristinsson sem bar fyrirliðabandið. Í tveimur síðustu landsleikjum Guðna voru Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson teknir við og Eiður Smári, aðalstjarna liðsins, kominn með fyrirliðabandið. Leiðtogahæfileikar Arons Einars eru miklir, bæði hvernig hann spilar inni á vellinum sem og hvernig hann tæklar ábyrgðarhlutverk sitt utan hans. Hann þarf í raun ekkert fyrirliðaband. Eitt glappaskot úti í Albaníu þroskaði hann mikið og kappinn hefur ekki stigið feilspor síðan. Það mun heldur enginn gleyma því þegar Aron Einar fórnaði fæðingu fyrsta barnsins síns til að geta hjálpað íslenska liðinu í mjög mikilvægum leik úti í Kasakstan. Hann er ímynd liðsins, dugnaðarforkur sem fórnar öllu fyrir liðið og er aldrei betri en í 90 mínútur eftir að hann heyrir íslenska þjóðsönginn.Enn bara 27 ára gamall Aron Einar er enn bara 27 ára gamall og hefur þegar spilað fleiri landsleiki sem fyrirliði (32) en sem óbreyttur leikmaður (26). Hann hefur því tækifæri til að bæta við mörgum leikjum sem fyrirliði og vonandi verða þeir sem flestir. Annað met er líka í augsýn því leiði Aron Einar Gunnarsson íslenska liðið út í alla leikina í riðlakeppni Evrópumótsins í Frakklandi þá tekur hann líka metið yfir flesta leiki sem fyrirliði í keppnisleikjum. Eiður Smári hefur enn tveggja leikja forskot á fyrirliða sinn í dag. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Sjá meira
Lars Lagerbäck var ekki mjög lengi að finna framtíðarfyrirliða íslenska landsliðsins þegar hann tók við liðinu árið 2012 og var óhræddur að setja bandið á Aron Einar Gunnarsson, þá aðeins 23 ára gamlan. Nú fjórum árum síðar hefur Aron Einar leitt íslenska liðið út á völlinn oftar en nokkur annar í sögu íslenska karlalandsliðsins. Aron Einar hefur nú verið fyrirliði íslenska liðsins í öllum þeim 32 landsleikjum sem hann hefur spilað frá því í lok maí 2012 þegar hann bar bandið í fyrsta sinn. Lars setti fyrirliðabandið á Aron Einar fyrir leik á móti Frökkum í Valenciennes og var hann þá yngsti fyrirliði liðsins í 35 ár eða síðan Ásgeir Sigurvinsson bar bandið aðeins 22 ára og fjögurra mánaða í leikjum á móti Hollandi og Belgíu haustið 1977. Metið átti Aron Einar með þeim Atla Eðvaldssyni og Eiði Smára Guðjohnsen sem eru þeir einu ásamt Guðna Bergssyni sem hafa leitt íslenska landsliðið út á völlinn oftar en 30 sinnum. Metið féll á Ullevaal-leikvanginum í Ósló á miðvikudagskvöldið og það á Aron Einar nú einnEkki að hugsa um að slá met „Ég hef oft pælt í þessu en vissi ekki að þetta hefði gerst í Noregsleiknum. Það er gaman að þessu. Maður hugsar ekki alveg um það að slá einhver met og það er kannski aðeins aftan í hausnum,“ segir Aron Einar. Eiður Smári Guðjohnsen hafði jafnað met Atla Eðvaldssonar þegar hann var fyrirliði í þremur vináttulandsleikjum í janúar í forföllum Arons Einars. Atli Eðvaldsson var búinn að eiga metið síðan árið 1991 þegar hann bætti met bróður síns, Jóhannesar Eðvaldssonar. Jóhannes var fyrirliði íslenska liðsins í 27 leikjum og bætti á sínum tíma met Ríkharðs Jónssonar. Atli missti sæti sitt í landsliðinu þegar Ásgeir Elíasson tók við af Svíanum Bo Johannsson. Atli hafði ekki aðeins bætt fyrirliðametið þetta sumar heldur einnig landsleikjametið en spilaði ekki fleiri landsleiki eftir að Ásgeir tók við.Guðna vantaði bara einn leik Guðni Bergsson var aðeins einum leik frá metinu þegar Guðjón Þórðarson setti hann óvænt út úr landsliðinu fyrir útileik á móti Rúmeníu í september 1997. Guðni spilaði ekki fleiri leiki undir stjórn Guðjóns og var ekki með landsliðinu aftur fyrr en í mars 2003 þegar Atli, þá landsliðsþjálfari, kallaði á hann. Í þeim leik var það þó Rúnar Kristinsson sem bar fyrirliðabandið. Í tveimur síðustu landsleikjum Guðna voru Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson teknir við og Eiður Smári, aðalstjarna liðsins, kominn með fyrirliðabandið. Leiðtogahæfileikar Arons Einars eru miklir, bæði hvernig hann spilar inni á vellinum sem og hvernig hann tæklar ábyrgðarhlutverk sitt utan hans. Hann þarf í raun ekkert fyrirliðaband. Eitt glappaskot úti í Albaníu þroskaði hann mikið og kappinn hefur ekki stigið feilspor síðan. Það mun heldur enginn gleyma því þegar Aron Einar fórnaði fæðingu fyrsta barnsins síns til að geta hjálpað íslenska liðinu í mjög mikilvægum leik úti í Kasakstan. Hann er ímynd liðsins, dugnaðarforkur sem fórnar öllu fyrir liðið og er aldrei betri en í 90 mínútur eftir að hann heyrir íslenska þjóðsönginn.Enn bara 27 ára gamall Aron Einar er enn bara 27 ára gamall og hefur þegar spilað fleiri landsleiki sem fyrirliði (32) en sem óbreyttur leikmaður (26). Hann hefur því tækifæri til að bæta við mörgum leikjum sem fyrirliði og vonandi verða þeir sem flestir. Annað met er líka í augsýn því leiði Aron Einar Gunnarsson íslenska liðið út í alla leikina í riðlakeppni Evrópumótsins í Frakklandi þá tekur hann líka metið yfir flesta leiki sem fyrirliði í keppnisleikjum. Eiður Smári hefur enn tveggja leikja forskot á fyrirliða sinn í dag.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Sjá meira