Eitt met í höfn og annað í sjónmáli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2016 06:00 Lars Lagerbäck gerði Aron Einar Gunnarsson að fyrirliða íslenska landsliðsins í þriðja leik sínum með íslenska landsliðið og Aron Einar hefur haldið fyrirliðastöðunni síðan. Fréttablaðið/Anton Brink Lars Lagerbäck var ekki mjög lengi að finna framtíðarfyrirliða íslenska landsliðsins þegar hann tók við liðinu árið 2012 og var óhræddur að setja bandið á Aron Einar Gunnarsson, þá aðeins 23 ára gamlan. Nú fjórum árum síðar hefur Aron Einar leitt íslenska liðið út á völlinn oftar en nokkur annar í sögu íslenska karlalandsliðsins. Aron Einar hefur nú verið fyrirliði íslenska liðsins í öllum þeim 32 landsleikjum sem hann hefur spilað frá því í lok maí 2012 þegar hann bar bandið í fyrsta sinn. Lars setti fyrirliðabandið á Aron Einar fyrir leik á móti Frökkum í Valenciennes og var hann þá yngsti fyrirliði liðsins í 35 ár eða síðan Ásgeir Sigurvinsson bar bandið aðeins 22 ára og fjögurra mánaða í leikjum á móti Hollandi og Belgíu haustið 1977. Metið átti Aron Einar með þeim Atla Eðvaldssyni og Eiði Smára Guðjohnsen sem eru þeir einu ásamt Guðna Bergssyni sem hafa leitt íslenska landsliðið út á völlinn oftar en 30 sinnum. Metið féll á Ullevaal-leikvanginum í Ósló á miðvikudagskvöldið og það á Aron Einar nú einnEkki að hugsa um að slá met „Ég hef oft pælt í þessu en vissi ekki að þetta hefði gerst í Noregsleiknum. Það er gaman að þessu. Maður hugsar ekki alveg um það að slá einhver met og það er kannski aðeins aftan í hausnum,“ segir Aron Einar. Eiður Smári Guðjohnsen hafði jafnað met Atla Eðvaldssonar þegar hann var fyrirliði í þremur vináttulandsleikjum í janúar í forföllum Arons Einars. Atli Eðvaldsson var búinn að eiga metið síðan árið 1991 þegar hann bætti met bróður síns, Jóhannesar Eðvaldssonar. Jóhannes var fyrirliði íslenska liðsins í 27 leikjum og bætti á sínum tíma met Ríkharðs Jónssonar. Atli missti sæti sitt í landsliðinu þegar Ásgeir Elíasson tók við af Svíanum Bo Johannsson. Atli hafði ekki aðeins bætt fyrirliðametið þetta sumar heldur einnig landsleikjametið en spilaði ekki fleiri landsleiki eftir að Ásgeir tók við.Guðna vantaði bara einn leik Guðni Bergsson var aðeins einum leik frá metinu þegar Guðjón Þórðarson setti hann óvænt út úr landsliðinu fyrir útileik á móti Rúmeníu í september 1997. Guðni spilaði ekki fleiri leiki undir stjórn Guðjóns og var ekki með landsliðinu aftur fyrr en í mars 2003 þegar Atli, þá landsliðsþjálfari, kallaði á hann. Í þeim leik var það þó Rúnar Kristinsson sem bar fyrirliðabandið. Í tveimur síðustu landsleikjum Guðna voru Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson teknir við og Eiður Smári, aðalstjarna liðsins, kominn með fyrirliðabandið. Leiðtogahæfileikar Arons Einars eru miklir, bæði hvernig hann spilar inni á vellinum sem og hvernig hann tæklar ábyrgðarhlutverk sitt utan hans. Hann þarf í raun ekkert fyrirliðaband. Eitt glappaskot úti í Albaníu þroskaði hann mikið og kappinn hefur ekki stigið feilspor síðan. Það mun heldur enginn gleyma því þegar Aron Einar fórnaði fæðingu fyrsta barnsins síns til að geta hjálpað íslenska liðinu í mjög mikilvægum leik úti í Kasakstan. Hann er ímynd liðsins, dugnaðarforkur sem fórnar öllu fyrir liðið og er aldrei betri en í 90 mínútur eftir að hann heyrir íslenska þjóðsönginn.Enn bara 27 ára gamall Aron Einar er enn bara 27 ára gamall og hefur þegar spilað fleiri landsleiki sem fyrirliði (32) en sem óbreyttur leikmaður (26). Hann hefur því tækifæri til að bæta við mörgum leikjum sem fyrirliði og vonandi verða þeir sem flestir. Annað met er líka í augsýn því leiði Aron Einar Gunnarsson íslenska liðið út í alla leikina í riðlakeppni Evrópumótsins í Frakklandi þá tekur hann líka metið yfir flesta leiki sem fyrirliði í keppnisleikjum. Eiður Smári hefur enn tveggja leikja forskot á fyrirliða sinn í dag. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu Sjá meira
Lars Lagerbäck var ekki mjög lengi að finna framtíðarfyrirliða íslenska landsliðsins þegar hann tók við liðinu árið 2012 og var óhræddur að setja bandið á Aron Einar Gunnarsson, þá aðeins 23 ára gamlan. Nú fjórum árum síðar hefur Aron Einar leitt íslenska liðið út á völlinn oftar en nokkur annar í sögu íslenska karlalandsliðsins. Aron Einar hefur nú verið fyrirliði íslenska liðsins í öllum þeim 32 landsleikjum sem hann hefur spilað frá því í lok maí 2012 þegar hann bar bandið í fyrsta sinn. Lars setti fyrirliðabandið á Aron Einar fyrir leik á móti Frökkum í Valenciennes og var hann þá yngsti fyrirliði liðsins í 35 ár eða síðan Ásgeir Sigurvinsson bar bandið aðeins 22 ára og fjögurra mánaða í leikjum á móti Hollandi og Belgíu haustið 1977. Metið átti Aron Einar með þeim Atla Eðvaldssyni og Eiði Smára Guðjohnsen sem eru þeir einu ásamt Guðna Bergssyni sem hafa leitt íslenska landsliðið út á völlinn oftar en 30 sinnum. Metið féll á Ullevaal-leikvanginum í Ósló á miðvikudagskvöldið og það á Aron Einar nú einnEkki að hugsa um að slá met „Ég hef oft pælt í þessu en vissi ekki að þetta hefði gerst í Noregsleiknum. Það er gaman að þessu. Maður hugsar ekki alveg um það að slá einhver met og það er kannski aðeins aftan í hausnum,“ segir Aron Einar. Eiður Smári Guðjohnsen hafði jafnað met Atla Eðvaldssonar þegar hann var fyrirliði í þremur vináttulandsleikjum í janúar í forföllum Arons Einars. Atli Eðvaldsson var búinn að eiga metið síðan árið 1991 þegar hann bætti met bróður síns, Jóhannesar Eðvaldssonar. Jóhannes var fyrirliði íslenska liðsins í 27 leikjum og bætti á sínum tíma met Ríkharðs Jónssonar. Atli missti sæti sitt í landsliðinu þegar Ásgeir Elíasson tók við af Svíanum Bo Johannsson. Atli hafði ekki aðeins bætt fyrirliðametið þetta sumar heldur einnig landsleikjametið en spilaði ekki fleiri landsleiki eftir að Ásgeir tók við.Guðna vantaði bara einn leik Guðni Bergsson var aðeins einum leik frá metinu þegar Guðjón Þórðarson setti hann óvænt út úr landsliðinu fyrir útileik á móti Rúmeníu í september 1997. Guðni spilaði ekki fleiri leiki undir stjórn Guðjóns og var ekki með landsliðinu aftur fyrr en í mars 2003 þegar Atli, þá landsliðsþjálfari, kallaði á hann. Í þeim leik var það þó Rúnar Kristinsson sem bar fyrirliðabandið. Í tveimur síðustu landsleikjum Guðna voru Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson teknir við og Eiður Smári, aðalstjarna liðsins, kominn með fyrirliðabandið. Leiðtogahæfileikar Arons Einars eru miklir, bæði hvernig hann spilar inni á vellinum sem og hvernig hann tæklar ábyrgðarhlutverk sitt utan hans. Hann þarf í raun ekkert fyrirliðaband. Eitt glappaskot úti í Albaníu þroskaði hann mikið og kappinn hefur ekki stigið feilspor síðan. Það mun heldur enginn gleyma því þegar Aron Einar fórnaði fæðingu fyrsta barnsins síns til að geta hjálpað íslenska liðinu í mjög mikilvægum leik úti í Kasakstan. Hann er ímynd liðsins, dugnaðarforkur sem fórnar öllu fyrir liðið og er aldrei betri en í 90 mínútur eftir að hann heyrir íslenska þjóðsönginn.Enn bara 27 ára gamall Aron Einar er enn bara 27 ára gamall og hefur þegar spilað fleiri landsleiki sem fyrirliði (32) en sem óbreyttur leikmaður (26). Hann hefur því tækifæri til að bæta við mörgum leikjum sem fyrirliði og vonandi verða þeir sem flestir. Annað met er líka í augsýn því leiði Aron Einar Gunnarsson íslenska liðið út í alla leikina í riðlakeppni Evrópumótsins í Frakklandi þá tekur hann líka metið yfir flesta leiki sem fyrirliði í keppnisleikjum. Eiður Smári hefur enn tveggja leikja forskot á fyrirliða sinn í dag.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti