Ögmundur: Hannes er númer eitt en ég held honum á tánum Tóams Þór Þórðarson skrifar 3. júní 2016 15:45 Ögmundur Kristinsson, markvörður sænska úrvalsdeildarliðsins Hammarby, stóð vaktina í marki Íslands í fyrri hálfleik gegn Noregi í Ósló í vikunni og fékk á sig tvö mörk. Frammistaða liðsins var ekki góð en liðið var að flestu leyti yfirspilað af Norðmönnum. „Þetta var frekar ryðgað. Það voru margir að spila fyrsta leikinn sinni í langan tíma og liðið verið stutt saman. Það sást á leik okkar,“ sagði Ögmundur við Vísi á landsliðsæfingu í Laugardalsnum í dag, en hvað fannst honum um eigin frammistöðu? „Í heildina var hún ágæt. Auðvitað var aukaspyrnan í markmannshornið en það var góð spyrna. Á fullkomnum degi hefði ég tekið þetta,“ sagði hann. Ögmundur fékk heldur betur að heyra hjá landanum sem fylgdist með leiknum en hann hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína með landsliðinu í undanförnum leikjum. Er það eitthvað sem hefur áhrif á hann? „Nei, ég les voða lítið af svona. Maður veit það best sjálfur ef maður hefur átt slakan leik. Svona vindur líka upp á sig. Ef svona gerist einu sinni þá er létt að halda áfram að gagnrýna sama einstakling. Þetta truflar mig samt ekkert þar sem ég hef traustið frá þjálfurum liðsins og leikmönnunum,“ sagði Ögmundur, en hversu gott er að fá þetta traust og alla þessa leiki? „Það er mjög mikilvægt og ég þakka þeim fyrir það. Að sama skapi veit ég líka að ég er að gera eitthvað rétt því maður væri ekki að fá þessa leiki ef maður væri ekki að standa sig. Ég verð bara að halda áfram að setja pressu á Hannes Þór.“ Ögmundur hefur byrjað nánast hvern einasta leik síðan Hannes Þór meiddist og þótt að aðalmarkvörðurinn sé klár í slaginn var Ögmundur samt í markinu gegn Noregi. Gerir Framarinn sér vonir um að byrja gegn Portúgal 14. júní? „Það er erfitt að segja það en ég ætla allavega að halda Hannesi á tánum. Það er gott fyrir liðið líka að við séum allir á tánum og klárir í slaginn þegar kallið kemur. Ég veit samt alveg að Hannes er númer eitt,“ sagði Ögmundur Kristinsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Sjá meira
Ögmundur Kristinsson, markvörður sænska úrvalsdeildarliðsins Hammarby, stóð vaktina í marki Íslands í fyrri hálfleik gegn Noregi í Ósló í vikunni og fékk á sig tvö mörk. Frammistaða liðsins var ekki góð en liðið var að flestu leyti yfirspilað af Norðmönnum. „Þetta var frekar ryðgað. Það voru margir að spila fyrsta leikinn sinni í langan tíma og liðið verið stutt saman. Það sást á leik okkar,“ sagði Ögmundur við Vísi á landsliðsæfingu í Laugardalsnum í dag, en hvað fannst honum um eigin frammistöðu? „Í heildina var hún ágæt. Auðvitað var aukaspyrnan í markmannshornið en það var góð spyrna. Á fullkomnum degi hefði ég tekið þetta,“ sagði hann. Ögmundur fékk heldur betur að heyra hjá landanum sem fylgdist með leiknum en hann hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína með landsliðinu í undanförnum leikjum. Er það eitthvað sem hefur áhrif á hann? „Nei, ég les voða lítið af svona. Maður veit það best sjálfur ef maður hefur átt slakan leik. Svona vindur líka upp á sig. Ef svona gerist einu sinni þá er létt að halda áfram að gagnrýna sama einstakling. Þetta truflar mig samt ekkert þar sem ég hef traustið frá þjálfurum liðsins og leikmönnunum,“ sagði Ögmundur, en hversu gott er að fá þetta traust og alla þessa leiki? „Það er mjög mikilvægt og ég þakka þeim fyrir það. Að sama skapi veit ég líka að ég er að gera eitthvað rétt því maður væri ekki að fá þessa leiki ef maður væri ekki að standa sig. Ég verð bara að halda áfram að setja pressu á Hannes Þór.“ Ögmundur hefur byrjað nánast hvern einasta leik síðan Hannes Þór meiddist og þótt að aðalmarkvörðurinn sé klár í slaginn var Ögmundur samt í markinu gegn Noregi. Gerir Framarinn sér vonir um að byrja gegn Portúgal 14. júní? „Það er erfitt að segja það en ég ætla allavega að halda Hannesi á tánum. Það er gott fyrir liðið líka að við séum allir á tánum og klárir í slaginn þegar kallið kemur. Ég veit samt alveg að Hannes er númer eitt,“ sagði Ögmundur Kristinsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki