Tók Guðrúnu þrjá daga að taka ákvörðun Erla Björg Gunnarsdóttir og Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifa 3. júní 2016 13:00 Yfirkjörstjórnarmeðlimir þekktu ekki Guðrúnu þegar hún skilaði undirskriftarlistum vísir/Anton Brink Í föstudagsviðtalinu segir Guðrún Margrét Pálsdóttir að hún hafi tekið ákvörðun í janúar að bjóða sig fram til forseta og beið með að tilkynna um það þar til í mars. Hún var ekki lengi að taka ákvörðunina. „Ákvörðunarferlið tók þrjá daga. Frá því að hugsunin kom fyrst þar til ég var búin að taka ákvörðun,“ segir hún í föstudagsviðtalinu þar sem hún mætti Andra Snæ og Ástþóri. Hún segist vanalega vera nokkuð spontant. „En ég get líka bakkað og skipt um skoðun. Það hefur verið einu sinni freistandi að bakka út, þegar Ólafur Ragnar tilkynnti um framboð.“ Guðrún segist ekki finna fyrir að vera orðin þekkt á Íslandi eftir að hún ákvað að bjóða sig fram. „Ég lít stundum í kringum mig en fólk er ekkert að kveikja. Meira að segja þegar ég var að skila undirskriftarlistunum þekkti fólkið mig ekki og ég var spurð í þrígang: „Hvað er nafnið þitt? Og fyrir hvern ert þú að skila?“Andri Snær, Guðrún og Ástþór eru misvön sviðsljósinu. vísir/Anton BrinkAndri Snær og Ástþór voru með Guðrúnu í föstudagsviðtalinu. Andri Snær segist hafa haft framboð bakvið eyrað frá áramótum og hafa þurft að ræða málið fram og tilbaka við fjölskylduna. „Ég er vanur að vera úti á akrinum, í eldlínunni en nú er maður að draga með sér stærri einingu, alla fjölskylduna,“ segir hann en það kom honum á óvart hvað börnin hans fjögur eru róleg yfir framboðinu. „Þau tilheyra öðru fjölmiðlaumhverfi og kippa sér ekkert upp við það þótt frétt um forsetaframboð pabba þeirra birtist á tímalínunni.“ Ástþór segist ekki vera mikið fyrir sviðsljósið. „Ég er mjög prívat persóna en ég geri þetta fyrir málefnið. En ég er orðinn löngu vanur því að vera þekktur en konunni minni og dóttur finnst það frekar óþægilegt. En þetta er fylgifiskur þess að fara í svona baráttumál.“ Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hafa öll verið bænheyrð Hvað myndu Andri Snær, Guðrún og Ástþór gera ef þau væru forseti í einn dag? 3. júní 2016 00:01 Ástþór segist ekki vera efnaður maður "Í dag lifi ég hálfgerðu meinlætalífi og sakna einskis.“ 3. júní 2016 14:00 Andri Snær ætlar ekki að standa í vegi fyrir gröfunni Andri Snær segist mjög pólitískur og hafa verið bæði kenndur við frjálshyggju og kommúnisma. 3. júní 2016 10:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka sendiherraefninu opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira
Í föstudagsviðtalinu segir Guðrún Margrét Pálsdóttir að hún hafi tekið ákvörðun í janúar að bjóða sig fram til forseta og beið með að tilkynna um það þar til í mars. Hún var ekki lengi að taka ákvörðunina. „Ákvörðunarferlið tók þrjá daga. Frá því að hugsunin kom fyrst þar til ég var búin að taka ákvörðun,“ segir hún í föstudagsviðtalinu þar sem hún mætti Andra Snæ og Ástþóri. Hún segist vanalega vera nokkuð spontant. „En ég get líka bakkað og skipt um skoðun. Það hefur verið einu sinni freistandi að bakka út, þegar Ólafur Ragnar tilkynnti um framboð.“ Guðrún segist ekki finna fyrir að vera orðin þekkt á Íslandi eftir að hún ákvað að bjóða sig fram. „Ég lít stundum í kringum mig en fólk er ekkert að kveikja. Meira að segja þegar ég var að skila undirskriftarlistunum þekkti fólkið mig ekki og ég var spurð í þrígang: „Hvað er nafnið þitt? Og fyrir hvern ert þú að skila?“Andri Snær, Guðrún og Ástþór eru misvön sviðsljósinu. vísir/Anton BrinkAndri Snær og Ástþór voru með Guðrúnu í föstudagsviðtalinu. Andri Snær segist hafa haft framboð bakvið eyrað frá áramótum og hafa þurft að ræða málið fram og tilbaka við fjölskylduna. „Ég er vanur að vera úti á akrinum, í eldlínunni en nú er maður að draga með sér stærri einingu, alla fjölskylduna,“ segir hann en það kom honum á óvart hvað börnin hans fjögur eru róleg yfir framboðinu. „Þau tilheyra öðru fjölmiðlaumhverfi og kippa sér ekkert upp við það þótt frétt um forsetaframboð pabba þeirra birtist á tímalínunni.“ Ástþór segist ekki vera mikið fyrir sviðsljósið. „Ég er mjög prívat persóna en ég geri þetta fyrir málefnið. En ég er orðinn löngu vanur því að vera þekktur en konunni minni og dóttur finnst það frekar óþægilegt. En þetta er fylgifiskur þess að fara í svona baráttumál.“
Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hafa öll verið bænheyrð Hvað myndu Andri Snær, Guðrún og Ástþór gera ef þau væru forseti í einn dag? 3. júní 2016 00:01 Ástþór segist ekki vera efnaður maður "Í dag lifi ég hálfgerðu meinlætalífi og sakna einskis.“ 3. júní 2016 14:00 Andri Snær ætlar ekki að standa í vegi fyrir gröfunni Andri Snær segist mjög pólitískur og hafa verið bæði kenndur við frjálshyggju og kommúnisma. 3. júní 2016 10:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka sendiherraefninu opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira
Hafa öll verið bænheyrð Hvað myndu Andri Snær, Guðrún og Ástþór gera ef þau væru forseti í einn dag? 3. júní 2016 00:01
Ástþór segist ekki vera efnaður maður "Í dag lifi ég hálfgerðu meinlætalífi og sakna einskis.“ 3. júní 2016 14:00
Andri Snær ætlar ekki að standa í vegi fyrir gröfunni Andri Snær segist mjög pólitískur og hafa verið bæði kenndur við frjálshyggju og kommúnisma. 3. júní 2016 10:00