
Rjómablíða er á höfuðborgarsvæðinu í dag líkt og norðan heiða. Viðgerð á sundlauginni á Akureyri stóð yfir stóran hluta maí og stendur enn. Þannig er syðri laugin lokuð en hún er kaldari laugin þar sem keppnisfólk æfir meðal annars. Sundlaugagestir geta þó notast við aðra hlýrri laug. Þá er stærsti heiti potturinn, Grettiskerfið, lokaður vegna viðhalds.
Starfsmaður Sundlaugar Akureyrar, sem Vísir ræddi við í gær, vildi ekki áætla hvenær viðgerðum lyki en það yrði vonandi innan tíðar.
Þá má bæta því við að Sundhöllin í Reykjavík verður lokuð frá 8. júní og til og með 5. ágúst vegna framkvæmda.