Tæp 5 prósent ná ekki leikjum Íslands á EM í gegnum sjónvarp endurgjaldslaust vegna deilna Símans og Vodafone Birgir Olgeirsson skrifar 2. júní 2016 13:51 4,9 prósent þjóðarinnar ná ekki Sjónvarpi Símans þar sem leikir Íslands á EM verða sýndir frítt. Vísir/Vilhelm Fimm prósent þjóðarinnar munu ekki geta horft á leiki karlalandsliðs Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu endurgjaldslaust í gegnum sjónvarpsútsendingu vegna deilna Símans og Vodafone. Síminn er með sýningarrétt á Evrópumótinu og ætlar að sýna leiki Íslands endurgjaldslaust í gegnum frístöðina Sjónvarpi Símans. Síminn er hins vegar ekki með þá stöð á UHF-kerfi Vodafone sem þýðir að 4,9 prósent þjóðarinnar mun ekki ná henni. Bæði RÚV og 365 nota UHF-kerfið fyrir sínar útsendingar, en ekki hafa náðst samningar á milli Vodafone og Símans þess efnis að Sjónvarpi Símans verði dreift í gegnum það kerfi. Síminn segir Sjónvarp Símans vera frístöð og fyrirtækið geti ekki staðið undir því að greiða kostnað upp á tugi milljóna til að fá að komast inn á þetta kerfi en Vodafone segir ekki um háar fjárhæðir að ræða.Strákarnir í karlalandsliði Íslands fagna sigri í Hollandi í undankeppni EM.Vísir/EPAAðrir möguleikar í boði segir Síminn Sjónvarpi Símans er aðeins dreift í gegnum IPTV- og örbylgjukerfi en þau 4,9 prósent þjóðarinnar sem ekki ná því kerfi geta hins vegar keypt sér áskriftarpakka Símans að Evrópumótinu því stöð Símans, Síminn Sport, er dreift á UHF kerfinu en áhorfendur þurfa að borga til að geta séð hana. Þessi hluti þjóðarinnar á þó völ á að geta séð leik Íslands endurgjaldslaust á netinu og í gegnum sjónvarpsöpp en Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir Símann ætla á næstu dögum að kynna fríapp þar sem hægt verður að horfa á leiki Íslands frítt. Vodafone segir Símann vera að spara Vodafone segist í tilkynningu um málið hafa undanfarna mánuði ítrekað boðið Símanum að halda áfram landsdekkandi dreifingu á SkjáEinum, nú Sjónvarpi Símans, á sambærilegum kjörum og samningur milli fyrirtækjanna hefur verið undanfarin ár. „Síminn ákvað hins vegar að kaupa einungis dreifingu um IPTV- og örbylgjukerfi fyrir Sjónvarp Símans, að því er virðist til að spara kostnað, sem takmarkar óneitanlega dreifinguna á landsvísu. Tilboð okkar stendur ennþá, og við vonumst til að mönnum snúist hugur enda ekki um háar fjárhæðir að ræða. Viðburður á borð við EM með þátttöku íslenska landsliðsins er auðvitað einstakur viðburður sem allir landsmenn eiga að geta notið – jafnt í þéttbýli sem og dreifðari byggðum og sumarbústaðnum. Það hlýtur fyrst og síðast að vera á ábyrgð efnisrétthafa að tryggja landsdekkandi dreifingu á slíkum viðburði og ekki hægt stilla því þannig upp að dreifingaraðili gefi þjónustu sína í andstöðu við skyldur um jafnræði við aðra viðskiptavini,“ segir í tilkynningu frá Vodafone.Eiður Smári Guðjohnsen verður með landsliðinu á EM.vísir/stefánEkki grundvöllur fyrir að greiða svo mikið Gunnhildur Arna hjá Símanum segir fyrirtækið reyna að gera hvað það getur svo þjóðin geti farið öll á EM með Símanum. „Sjónvarp Símans er frístöð sem við afhendum öllum dreifendum sjónvarpsstöðva. Vodafone má dreifa sjónvarpsstöðinni til viðskiptavina sinna eins og þeir kjósa. Við höfum boðið þeim að dreifa um þetta kerfi, UHF, án nokkurs endurgjalds til Símans og við yrðum afar ánægð ef Vodafone kysi að leyfa þessum viðskiptavinum sínum að horfa. En kostnaður fyrir aðgengi á UHF kerfi Vodafone var of hár fyrir Símann. Hann hleypur á tugum milljónum króna fyrir þennan fimm prósenta hóp. Við urðum því að hverfa frá þeirri dreifileið en bendum fólki á að það getur náð frístöðinni í gegnum örbylgju á stöðva númeri 7 sem og á myndlyklum Vodafone og 365 sem og IPTV-kerfið. Svo má sjá þessa leiki í gegnum sjónvarpsöpp og Síminn kynnir á næstu dögum fríapp þar sem horfa má á stöðina. Þeir sem eingöngu vilja nota þetta tiltekna kerfi, UHF kerfið, geta keypt aðgang að mótinu fyrir 6.900 krónur en við viljum minna aðra á að það eru aðrar leiðir eins og að horfa í gegnum netið. Það er enginn skyldugur til að borga þennan pening. Við erum með dreifisamning fyrir Símann Sport en ekki fyrir Sjónvarp Símans því við reiknum með að fá tekjur á móti fyrir sport-stöðina. Fyrir frístöðina koma engar tekjur og þetta er lítill hópur og ekki grundvöllur fyrir því að greiða svona mikið. “ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Fimm prósent þjóðarinnar munu ekki geta horft á leiki karlalandsliðs Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu endurgjaldslaust í gegnum sjónvarpsútsendingu vegna deilna Símans og Vodafone. Síminn er með sýningarrétt á Evrópumótinu og ætlar að sýna leiki Íslands endurgjaldslaust í gegnum frístöðina Sjónvarpi Símans. Síminn er hins vegar ekki með þá stöð á UHF-kerfi Vodafone sem þýðir að 4,9 prósent þjóðarinnar mun ekki ná henni. Bæði RÚV og 365 nota UHF-kerfið fyrir sínar útsendingar, en ekki hafa náðst samningar á milli Vodafone og Símans þess efnis að Sjónvarpi Símans verði dreift í gegnum það kerfi. Síminn segir Sjónvarp Símans vera frístöð og fyrirtækið geti ekki staðið undir því að greiða kostnað upp á tugi milljóna til að fá að komast inn á þetta kerfi en Vodafone segir ekki um háar fjárhæðir að ræða.Strákarnir í karlalandsliði Íslands fagna sigri í Hollandi í undankeppni EM.Vísir/EPAAðrir möguleikar í boði segir Síminn Sjónvarpi Símans er aðeins dreift í gegnum IPTV- og örbylgjukerfi en þau 4,9 prósent þjóðarinnar sem ekki ná því kerfi geta hins vegar keypt sér áskriftarpakka Símans að Evrópumótinu því stöð Símans, Síminn Sport, er dreift á UHF kerfinu en áhorfendur þurfa að borga til að geta séð hana. Þessi hluti þjóðarinnar á þó völ á að geta séð leik Íslands endurgjaldslaust á netinu og í gegnum sjónvarpsöpp en Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir Símann ætla á næstu dögum að kynna fríapp þar sem hægt verður að horfa á leiki Íslands frítt. Vodafone segir Símann vera að spara Vodafone segist í tilkynningu um málið hafa undanfarna mánuði ítrekað boðið Símanum að halda áfram landsdekkandi dreifingu á SkjáEinum, nú Sjónvarpi Símans, á sambærilegum kjörum og samningur milli fyrirtækjanna hefur verið undanfarin ár. „Síminn ákvað hins vegar að kaupa einungis dreifingu um IPTV- og örbylgjukerfi fyrir Sjónvarp Símans, að því er virðist til að spara kostnað, sem takmarkar óneitanlega dreifinguna á landsvísu. Tilboð okkar stendur ennþá, og við vonumst til að mönnum snúist hugur enda ekki um háar fjárhæðir að ræða. Viðburður á borð við EM með þátttöku íslenska landsliðsins er auðvitað einstakur viðburður sem allir landsmenn eiga að geta notið – jafnt í þéttbýli sem og dreifðari byggðum og sumarbústaðnum. Það hlýtur fyrst og síðast að vera á ábyrgð efnisrétthafa að tryggja landsdekkandi dreifingu á slíkum viðburði og ekki hægt stilla því þannig upp að dreifingaraðili gefi þjónustu sína í andstöðu við skyldur um jafnræði við aðra viðskiptavini,“ segir í tilkynningu frá Vodafone.Eiður Smári Guðjohnsen verður með landsliðinu á EM.vísir/stefánEkki grundvöllur fyrir að greiða svo mikið Gunnhildur Arna hjá Símanum segir fyrirtækið reyna að gera hvað það getur svo þjóðin geti farið öll á EM með Símanum. „Sjónvarp Símans er frístöð sem við afhendum öllum dreifendum sjónvarpsstöðva. Vodafone má dreifa sjónvarpsstöðinni til viðskiptavina sinna eins og þeir kjósa. Við höfum boðið þeim að dreifa um þetta kerfi, UHF, án nokkurs endurgjalds til Símans og við yrðum afar ánægð ef Vodafone kysi að leyfa þessum viðskiptavinum sínum að horfa. En kostnaður fyrir aðgengi á UHF kerfi Vodafone var of hár fyrir Símann. Hann hleypur á tugum milljónum króna fyrir þennan fimm prósenta hóp. Við urðum því að hverfa frá þeirri dreifileið en bendum fólki á að það getur náð frístöðinni í gegnum örbylgju á stöðva númeri 7 sem og á myndlyklum Vodafone og 365 sem og IPTV-kerfið. Svo má sjá þessa leiki í gegnum sjónvarpsöpp og Síminn kynnir á næstu dögum fríapp þar sem horfa má á stöðina. Þeir sem eingöngu vilja nota þetta tiltekna kerfi, UHF kerfið, geta keypt aðgang að mótinu fyrir 6.900 krónur en við viljum minna aðra á að það eru aðrar leiðir eins og að horfa í gegnum netið. Það er enginn skyldugur til að borga þennan pening. Við erum með dreifisamning fyrir Símann Sport en ekki fyrir Sjónvarp Símans því við reiknum með að fá tekjur á móti fyrir sport-stöðina. Fyrir frístöðina koma engar tekjur og þetta er lítill hópur og ekki grundvöllur fyrir því að greiða svona mikið. “
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira