Fjölmargir Íslendingar í basli með að losna við miðana sína á EM Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júní 2016 09:30 Stuðningsmenn karlalandsliðsins ætla að fjölmenna til Frakklands í júní. Vísir Þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins síðastliðið haust ákváðu margir um leið að þeir ætluðu ekki að missa af ferðalaginu til Frakklands. Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA) bauð stuðningsmönnum þátttökuþjóðanna að sækja um miða á EM í lok árs og gat hver og einn sótt um að hámarki fjóra miða á hvern leik. Miðar á leiki Íslands í riðlakeppninni kostuðu allt að 20 þúsund krónur stykkið. Nokkrum mánuðum og vikum síðar hafa aðstæður fjölmargra breyst og þurfa að losna við miðana. Sumir keyptu einfaldlega of marga miða en aðrir eiga ekki lengur kost á því að komast til Frakklands. Þór Bæring Ólafsson hjá Gamanferðum.Mynd af vefsíðu Gamanferða Ljóst að Íslendingar sóttu um of marga miða „Fólk sótti um of marga miða. Það er alveg ljóst,“ segir Þór Bæring Ólafsson hjá Gamanferðum sem hefur mikla reynslu af ferðalögum utan á íþróttaviðburði. Margir hafi nýtt hámarkið, keypt fjóra miða en eigi nú í erfiðleikum með að koma þeim út eða fá endurgreidda. Allir miðar sem keyptir voru í gegnum fyrrnefnt ferli eru skráðir á kaupanda, hvort sem sá keypti einn miða eða fjóra. Í mótsreglum UEFA kemur skýrt fram að sá sem skráður er fyrir miðanum verði að vera með í för til að fá aðgang að leikvanginum. Þannig geti Jón Jónsson, sem á miða á leik á EM, ekki selt Sigurði Sigurðssyni miðann nema Jón, sem merktur er fyrir miðanum, sé með í för þegar Sigurður fer inn á leikvanginn. Strangar reglur UEFA má rekja til tveggja þátta. Annars vegar skýrrar stefnu er varða að koma í veg fyrir að þriðji aðili græði á endursölu miða, eins og er tilfellið á síðum á borð við Viago og þekkist stundum á Bland.is hér á landi en einnig á götunum í kringum leikvanginn nokkrum klukkustundum fyrir leik. Hins vegar eru Frakkar á nálum vegna hryðjuverkanna í París í nóvember síðastliðnum og gæta fyllsta öryggis í aðdraganda mótsins. Cristiano Ronaldo verður í eldlínunni gegn Íslendingum í St. Etienne 14. júní.vísir/getty Sömu reglum ekki verið framfylgt til þessa Þór segir reglurnar ekki nýjar af nálinni. Í stærstu deildum Evrópu, í Meistaradeildinni og öðrum stórmótum séu þessar reglur alltaf fyrir hendi. Þeim sé hins vegar ekki framfylgt enda væri það ómögulegt. „Líkurnar á því að þeir skoði alla miðana eru engar,“ segir Þór. Slíkt myndi skapa öngþveiti í mannhafinu sem reynir að komast inn á leikvanginn. Hins vegar hafi hann heyrt, þegar dregið var í riðla fyrir EM í desember, að gerðar yrðu stykkprufur. Þá voru hryðjuverkin í París nýafstaðinn og mikil áhersla á öryggismál, og er enn. „En ætli það verði tékkað á leikjum Íslands? Eða á leikjum hjá stóru þjóðunum?“ segir Þór og telur líklegra að hið síðarnefnda verði niðurstaðan. Ómögulegt sé að fullyrða um það. Hann var sjálfur á úrslitaleiknum í Evrópudeildinni á dögunum þar sem sömu reglur giltu varðandi það að kaupandi miða þyfti að vera á staðnum. Þegar til kastanna kom voru miðarnir ekkert skoðaðir. Birkir Bjarnason er hér búinn að fiska vítið á móti Hollandi, í fyrsta leik Íslands í undankeppninni.Vísir/Andri Marinó Margir sitja uppi með miða Í Facebook-hópnum Ferðagrúppa fyrir EM 2016 reyna fjölmargir á hverjum degi að selja miða og einnig eru einhverjir í leit að miðum. Vandamálið er hins vegar að oftar en ekki verður seljandi miðans ekki á svæðinu þegar leikurinn fer fram. Enginn vill kaupa miða vitandi að miðinn veitir ekki aðgang að leiknum. Þór segir að líkurnar á því að íslenskur stuðningsmaður á leið á landsleik Íslands á EM verði stöðvaður, miði hans skoðaður og honum meinaður aðgangur vegna fjarveru skráðs miðahafa séu litlar. Ef fólk mætir á völlinn bara pollrólegt, ekki ofurölvi eða með læti, séu líkurnar enn minni. Komi hins vegar eitthvað upp á meðan á leik stendur í kringum sæti viðkomandi gæti það breytt einhverju. Þá verði sömuleiðis að hafa í huga í ljós hryðjuverkanna í nóvember að Frakkar setja öryggi í fyrirrúm. Þeir muni hins vegar aldrei skoða alla miðana. „Ég prívat og persónulega myndi bara kaupa miða á vef UEFA,“ segir Þór og bendir á að þótt líkurnar séu afar litlar þá sé það varla áhættunnar virði fyrir ekki hærri upphæð. „Maður veit aldrei.“ Enn séu miðar til sölu á leikina gegn Ungverjalandi og Austurríki á vef UEFA. Um 600 manns eru á leið til Frakklands á vegum Gamanferða og svipaður fjöldi á vegum ferðaskrifstofunnar Vita. Íslendingar sóttu um í kringum 25 þúsund miða en KSÍ gerir ráð fyrir allt 15-20 þúsund Íslendingum í Frakklandi í tengslum við mótið. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira
Þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins síðastliðið haust ákváðu margir um leið að þeir ætluðu ekki að missa af ferðalaginu til Frakklands. Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA) bauð stuðningsmönnum þátttökuþjóðanna að sækja um miða á EM í lok árs og gat hver og einn sótt um að hámarki fjóra miða á hvern leik. Miðar á leiki Íslands í riðlakeppninni kostuðu allt að 20 þúsund krónur stykkið. Nokkrum mánuðum og vikum síðar hafa aðstæður fjölmargra breyst og þurfa að losna við miðana. Sumir keyptu einfaldlega of marga miða en aðrir eiga ekki lengur kost á því að komast til Frakklands. Þór Bæring Ólafsson hjá Gamanferðum.Mynd af vefsíðu Gamanferða Ljóst að Íslendingar sóttu um of marga miða „Fólk sótti um of marga miða. Það er alveg ljóst,“ segir Þór Bæring Ólafsson hjá Gamanferðum sem hefur mikla reynslu af ferðalögum utan á íþróttaviðburði. Margir hafi nýtt hámarkið, keypt fjóra miða en eigi nú í erfiðleikum með að koma þeim út eða fá endurgreidda. Allir miðar sem keyptir voru í gegnum fyrrnefnt ferli eru skráðir á kaupanda, hvort sem sá keypti einn miða eða fjóra. Í mótsreglum UEFA kemur skýrt fram að sá sem skráður er fyrir miðanum verði að vera með í för til að fá aðgang að leikvanginum. Þannig geti Jón Jónsson, sem á miða á leik á EM, ekki selt Sigurði Sigurðssyni miðann nema Jón, sem merktur er fyrir miðanum, sé með í för þegar Sigurður fer inn á leikvanginn. Strangar reglur UEFA má rekja til tveggja þátta. Annars vegar skýrrar stefnu er varða að koma í veg fyrir að þriðji aðili græði á endursölu miða, eins og er tilfellið á síðum á borð við Viago og þekkist stundum á Bland.is hér á landi en einnig á götunum í kringum leikvanginn nokkrum klukkustundum fyrir leik. Hins vegar eru Frakkar á nálum vegna hryðjuverkanna í París í nóvember síðastliðnum og gæta fyllsta öryggis í aðdraganda mótsins. Cristiano Ronaldo verður í eldlínunni gegn Íslendingum í St. Etienne 14. júní.vísir/getty Sömu reglum ekki verið framfylgt til þessa Þór segir reglurnar ekki nýjar af nálinni. Í stærstu deildum Evrópu, í Meistaradeildinni og öðrum stórmótum séu þessar reglur alltaf fyrir hendi. Þeim sé hins vegar ekki framfylgt enda væri það ómögulegt. „Líkurnar á því að þeir skoði alla miðana eru engar,“ segir Þór. Slíkt myndi skapa öngþveiti í mannhafinu sem reynir að komast inn á leikvanginn. Hins vegar hafi hann heyrt, þegar dregið var í riðla fyrir EM í desember, að gerðar yrðu stykkprufur. Þá voru hryðjuverkin í París nýafstaðinn og mikil áhersla á öryggismál, og er enn. „En ætli það verði tékkað á leikjum Íslands? Eða á leikjum hjá stóru þjóðunum?“ segir Þór og telur líklegra að hið síðarnefnda verði niðurstaðan. Ómögulegt sé að fullyrða um það. Hann var sjálfur á úrslitaleiknum í Evrópudeildinni á dögunum þar sem sömu reglur giltu varðandi það að kaupandi miða þyfti að vera á staðnum. Þegar til kastanna kom voru miðarnir ekkert skoðaðir. Birkir Bjarnason er hér búinn að fiska vítið á móti Hollandi, í fyrsta leik Íslands í undankeppninni.Vísir/Andri Marinó Margir sitja uppi með miða Í Facebook-hópnum Ferðagrúppa fyrir EM 2016 reyna fjölmargir á hverjum degi að selja miða og einnig eru einhverjir í leit að miðum. Vandamálið er hins vegar að oftar en ekki verður seljandi miðans ekki á svæðinu þegar leikurinn fer fram. Enginn vill kaupa miða vitandi að miðinn veitir ekki aðgang að leiknum. Þór segir að líkurnar á því að íslenskur stuðningsmaður á leið á landsleik Íslands á EM verði stöðvaður, miði hans skoðaður og honum meinaður aðgangur vegna fjarveru skráðs miðahafa séu litlar. Ef fólk mætir á völlinn bara pollrólegt, ekki ofurölvi eða með læti, séu líkurnar enn minni. Komi hins vegar eitthvað upp á meðan á leik stendur í kringum sæti viðkomandi gæti það breytt einhverju. Þá verði sömuleiðis að hafa í huga í ljós hryðjuverkanna í nóvember að Frakkar setja öryggi í fyrirrúm. Þeir muni hins vegar aldrei skoða alla miðana. „Ég prívat og persónulega myndi bara kaupa miða á vef UEFA,“ segir Þór og bendir á að þótt líkurnar séu afar litlar þá sé það varla áhættunnar virði fyrir ekki hærri upphæð. „Maður veit aldrei.“ Enn séu miðar til sölu á leikina gegn Ungverjalandi og Austurríki á vef UEFA. Um 600 manns eru á leið til Frakklands á vegum Gamanferða og svipaður fjöldi á vegum ferðaskrifstofunnar Vita. Íslendingar sóttu um í kringum 25 þúsund miða en KSÍ gerir ráð fyrir allt 15-20 þúsund Íslendingum í Frakklandi í tengslum við mótið.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira