Helgi Hrafn hélt þrumuræðu um mál Eze Okafor Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. júní 2016 16:27 Helgi Hrafn helgaði eina ræðu sína á Alþingi í dag Eze Okafor. Vísir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tjáði sig um málefni hælisleitandans Eze Okafor á þingi í dag og varð Píratanum heitt í hamsi. Hann hélt þrumuræðu yfir þingsal um málefnið og ljóst er að honum misbýður það hvernig yfirvöld hafa komið fram við Eze. „Mig langar aðeins að fjalla um það sem aðrir háttvirtir þingmenn hafa nefnt í sambandi við Eze Okafor sem var nauðugur sendur úr landi. Gegn sínum vilja. Var tekinn með valdi,“ sagði Helgi Hrafn. Eze var fluttur úr landi í síðustu viku til Svíþjóðar. Þaðan verður hann fluttur til Nígeríu.Frá mótmælafundinum í innanríkisráðuneytinu í gær.Vísir/AntonEze hefur búið á Íslandi í fjögur ár og hafði kærunefnd útlendingamála úrskurðað að ekki væri lengur hægt að úrskurða í máli hans á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Þrátt fyrir þetta var honum vísað úr landi á grundvelli hennar að því er fram hefur komið í máli samtakanna No Borders sem hafa gagnrýnt brottvísunina harðlega. Boðað var til mótmæla í innanríkisráðuneytinu í gær vegna þess að Ólöf Nordal innanríkisráðherra neitaði að funda með hópnum þar sem hún sagðist ekki getað tjáð sig um einstök mál. Sjá einnig: Boða til mótmæla vegna þess að Ólöf Nordal vill ekki ræða mál EzeStjórnvöld hafa heimild til að líta til sanngirnissjónarmiða „Stundum þá nefni ég það eins og margir að það er ekki alltaf við Útlendingastofnun að sakast. Stundum eru lögin einfaldlega ómanneskjuleg, á köflum eru þau það. En það hrannast upp dæmin með tímanum þar sem maður skilur ekki, jafnvel út frá gildandi lögum, hvernig í ósköpunum mönnum dettur í hug að vinna svona. Það er við Útlendingastofnun að sakast, það er við stjórnmálamenn að sakast varðandi hvernig farið er í málum eins og máli Eze,“ sagði Helgi. Helgi sagðist skilja að erfitt væri fyrir stofnanir og stjórnmálamenn að fjalla um einstaka mál. „En þetta eru einstaka mál, þetta eru einstaklingar. Við berum ábyrgð á þeim,“ sagði Helgi og sló í pontu. Hann benti á að víða væru heimildir í lögum sem gerðu stofnunum og stjórnvöldum kleift að vísa til sanngirnissjónarmiða þegar teknar væru ákvarðanir um hælisveitingar og annað. Dyflinnarreglugerðin væri heimild en ekki skylda eins og íslensk stjórnvöld virðast hafa kosið að túlka hana. „Eze bjó hér í fjögur ár. Hann á vini hérna og hann á hér líf. Hvers vegna í ósköpunum er hann ekki hér á þessu landi? Það er kominn tími til að við tökum okkur saman í andlitinu og hættum að koma fram við þetta fólk eins og dýr.“ Flóttamenn Tengdar fréttir Mótmæltu brottvísun Eze: Vill sjá rannsókn á ferlinu sem leiddi til ólöglegrar brottvísunar "Við ætlum samt að mæta á fund, láta rödd okkar heyrast og koma okkar kröfum á framfæri,“ segir Jórunn Edda Helgadóttir en innanríkisráðherra vill ekki funda um einstök mál. 31. maí 2016 13:51 Eze Okafor: "Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Samtökin Ekki fleiri brottvísanir birtu í kvöld viðtal við Eze Okafor sem tekið var við hann eftir komuna til Svíþjóðar. Hann segir lögregluna hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. 28. maí 2016 22:54 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tjáði sig um málefni hælisleitandans Eze Okafor á þingi í dag og varð Píratanum heitt í hamsi. Hann hélt þrumuræðu yfir þingsal um málefnið og ljóst er að honum misbýður það hvernig yfirvöld hafa komið fram við Eze. „Mig langar aðeins að fjalla um það sem aðrir háttvirtir þingmenn hafa nefnt í sambandi við Eze Okafor sem var nauðugur sendur úr landi. Gegn sínum vilja. Var tekinn með valdi,“ sagði Helgi Hrafn. Eze var fluttur úr landi í síðustu viku til Svíþjóðar. Þaðan verður hann fluttur til Nígeríu.Frá mótmælafundinum í innanríkisráðuneytinu í gær.Vísir/AntonEze hefur búið á Íslandi í fjögur ár og hafði kærunefnd útlendingamála úrskurðað að ekki væri lengur hægt að úrskurða í máli hans á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Þrátt fyrir þetta var honum vísað úr landi á grundvelli hennar að því er fram hefur komið í máli samtakanna No Borders sem hafa gagnrýnt brottvísunina harðlega. Boðað var til mótmæla í innanríkisráðuneytinu í gær vegna þess að Ólöf Nordal innanríkisráðherra neitaði að funda með hópnum þar sem hún sagðist ekki getað tjáð sig um einstök mál. Sjá einnig: Boða til mótmæla vegna þess að Ólöf Nordal vill ekki ræða mál EzeStjórnvöld hafa heimild til að líta til sanngirnissjónarmiða „Stundum þá nefni ég það eins og margir að það er ekki alltaf við Útlendingastofnun að sakast. Stundum eru lögin einfaldlega ómanneskjuleg, á köflum eru þau það. En það hrannast upp dæmin með tímanum þar sem maður skilur ekki, jafnvel út frá gildandi lögum, hvernig í ósköpunum mönnum dettur í hug að vinna svona. Það er við Útlendingastofnun að sakast, það er við stjórnmálamenn að sakast varðandi hvernig farið er í málum eins og máli Eze,“ sagði Helgi. Helgi sagðist skilja að erfitt væri fyrir stofnanir og stjórnmálamenn að fjalla um einstaka mál. „En þetta eru einstaka mál, þetta eru einstaklingar. Við berum ábyrgð á þeim,“ sagði Helgi og sló í pontu. Hann benti á að víða væru heimildir í lögum sem gerðu stofnunum og stjórnvöldum kleift að vísa til sanngirnissjónarmiða þegar teknar væru ákvarðanir um hælisveitingar og annað. Dyflinnarreglugerðin væri heimild en ekki skylda eins og íslensk stjórnvöld virðast hafa kosið að túlka hana. „Eze bjó hér í fjögur ár. Hann á vini hérna og hann á hér líf. Hvers vegna í ósköpunum er hann ekki hér á þessu landi? Það er kominn tími til að við tökum okkur saman í andlitinu og hættum að koma fram við þetta fólk eins og dýr.“
Flóttamenn Tengdar fréttir Mótmæltu brottvísun Eze: Vill sjá rannsókn á ferlinu sem leiddi til ólöglegrar brottvísunar "Við ætlum samt að mæta á fund, láta rödd okkar heyrast og koma okkar kröfum á framfæri,“ segir Jórunn Edda Helgadóttir en innanríkisráðherra vill ekki funda um einstök mál. 31. maí 2016 13:51 Eze Okafor: "Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Samtökin Ekki fleiri brottvísanir birtu í kvöld viðtal við Eze Okafor sem tekið var við hann eftir komuna til Svíþjóðar. Hann segir lögregluna hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. 28. maí 2016 22:54 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Mótmæltu brottvísun Eze: Vill sjá rannsókn á ferlinu sem leiddi til ólöglegrar brottvísunar "Við ætlum samt að mæta á fund, láta rödd okkar heyrast og koma okkar kröfum á framfæri,“ segir Jórunn Edda Helgadóttir en innanríkisráðherra vill ekki funda um einstök mál. 31. maí 2016 13:51
Eze Okafor: "Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Samtökin Ekki fleiri brottvísanir birtu í kvöld viðtal við Eze Okafor sem tekið var við hann eftir komuna til Svíþjóðar. Hann segir lögregluna hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. 28. maí 2016 22:54