Umfjöllun: Noregur - Ísland 3-2 | Reiðarslag í Noregi Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. júní 2016 19:30 Jóhann Berg Guðmundsson í baráttunni í leiknum í kvöld. vísir/afp Strákarnir okkar náðu ekki að gefa góða mynd af sér þegar þeir töpuðu fyrir Noregi, 3-2, í næstsíðasta leik sínum fyrir EM í Frakklandi. Ísland fær nú tækifæri gegn Liechtenstein á heimavelli á mánudag til að sýna hvað í sér býr áður en kemur til stóru stundarinnar í St. Etienne, þar sem Ísland mætir Portúgal þan 14. júní. Miðað við frammistöðuna í leiknum á Ullevaal-leikvanginum í Ósló í gær er mikið verk óunnið til að koma liðinu í almennilegt stand fyrir stóru stundina. Sverrir Ingi Ingason skoraði fyrra mark Íslands í fyrri hálfleik er hann jafnaði metin í 1-1 með góðu skallamarki. Noregur komst svo í 3-1 forystu en Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sárabótarmark úr vítaspyrnu á 81. mínútu. Fyrri hálfleikur var langt í frá sannfærandi af hálfu íslenska liðsins. Og fyrsti skellurinn kom eftir aðeins 40 sekúndur er Stefan Johansen skoraði fyrsta mark leiksins eftir mikinn sofandahátt í íslensku vörninni. Eftir fyrsta markið náðu strákarnir sér þó á strik í um tíu mínútna kafla þar sem Jóhann Berg Guðmundsson fékk besta færið er hann skallaði frábæra fyrirgjöf Emils Hallfreðssonar yfir markið af stuttu færi. En eftir það misstu strákarnir aftur tök á leiknum og þá sérstaklega á miðjunni. Norðmenn náðu hvað eftir annað að skapa sér dauðafæri eftir að hafa unnið boltann af íslenska liðinu og sótt hratt á það. Það kom því nokkuð gegn gangi leiksins er Sverrir Ingi jafnaði metin með skalla eftir sendingu Jóhanns Bergs Guðmundssonar frá vinstri kantinum en markið kom í kjölfar hornspyrnu. Sverrir Ingi hafði staðið upp úr í fyrri hálfleiknum og kórónaði frammistöðuna með þessu góða marki. En strákarnir gengu niðurlútir af velli til búningsklefa eftir að Pål André Helland skoraði beint úr aukaspyrnu. Hún var dæmd á Gylfa Þór Sigurðsson sem braut klaufalega af sér rétt utan teigs en markið verður að skrifa á Ögmund Kristinsson fékk það á sig í markmannshornið. Ísland gerði þrefalda skiptingu í hálfleik og eftir því sem leið á síðari hálfleikinn en hún skilaði því miður litlu. Á 67. mínútu skoraði Alexander Sörloth þriðja mark Noregs eftir að hann náði að vippa boltanum yfir varamarkvörðinn Ingvar Jónsson en úthlaup hans var klaufalegt. Vítið kom svo eftir að Vegard Forren handlék boltann inni í teig og náði Gylfi að minnka muninn og gefa Íslandi séns á jafntefli. En allt kom fyrir ekki. Frammistaða Íslands olli miklum vonbrigðum í gær og ef til vill kristallaðist það í frammistöðu fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar. Hann átti í miklum vandræðum, sérstaklega í fyrri hálfleik, og voru Norðmenn klaufar að refsa ekki betur fyrir mistök sem hann gerði. Það hefði auvðeldlega getað kostað íslenska liðið enn fleiri mörk. Það var heilt yfir lítil stemning á leik íslenska liðsins í gær og skorti þar með eitthvað sem hefur verið aðalmerki þess á undanförnum árum. Þeir hafa nú þrettán daga til að finna gleðina á ný. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu Sjá meira
Strákarnir okkar náðu ekki að gefa góða mynd af sér þegar þeir töpuðu fyrir Noregi, 3-2, í næstsíðasta leik sínum fyrir EM í Frakklandi. Ísland fær nú tækifæri gegn Liechtenstein á heimavelli á mánudag til að sýna hvað í sér býr áður en kemur til stóru stundarinnar í St. Etienne, þar sem Ísland mætir Portúgal þan 14. júní. Miðað við frammistöðuna í leiknum á Ullevaal-leikvanginum í Ósló í gær er mikið verk óunnið til að koma liðinu í almennilegt stand fyrir stóru stundina. Sverrir Ingi Ingason skoraði fyrra mark Íslands í fyrri hálfleik er hann jafnaði metin í 1-1 með góðu skallamarki. Noregur komst svo í 3-1 forystu en Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sárabótarmark úr vítaspyrnu á 81. mínútu. Fyrri hálfleikur var langt í frá sannfærandi af hálfu íslenska liðsins. Og fyrsti skellurinn kom eftir aðeins 40 sekúndur er Stefan Johansen skoraði fyrsta mark leiksins eftir mikinn sofandahátt í íslensku vörninni. Eftir fyrsta markið náðu strákarnir sér þó á strik í um tíu mínútna kafla þar sem Jóhann Berg Guðmundsson fékk besta færið er hann skallaði frábæra fyrirgjöf Emils Hallfreðssonar yfir markið af stuttu færi. En eftir það misstu strákarnir aftur tök á leiknum og þá sérstaklega á miðjunni. Norðmenn náðu hvað eftir annað að skapa sér dauðafæri eftir að hafa unnið boltann af íslenska liðinu og sótt hratt á það. Það kom því nokkuð gegn gangi leiksins er Sverrir Ingi jafnaði metin með skalla eftir sendingu Jóhanns Bergs Guðmundssonar frá vinstri kantinum en markið kom í kjölfar hornspyrnu. Sverrir Ingi hafði staðið upp úr í fyrri hálfleiknum og kórónaði frammistöðuna með þessu góða marki. En strákarnir gengu niðurlútir af velli til búningsklefa eftir að Pål André Helland skoraði beint úr aukaspyrnu. Hún var dæmd á Gylfa Þór Sigurðsson sem braut klaufalega af sér rétt utan teigs en markið verður að skrifa á Ögmund Kristinsson fékk það á sig í markmannshornið. Ísland gerði þrefalda skiptingu í hálfleik og eftir því sem leið á síðari hálfleikinn en hún skilaði því miður litlu. Á 67. mínútu skoraði Alexander Sörloth þriðja mark Noregs eftir að hann náði að vippa boltanum yfir varamarkvörðinn Ingvar Jónsson en úthlaup hans var klaufalegt. Vítið kom svo eftir að Vegard Forren handlék boltann inni í teig og náði Gylfi að minnka muninn og gefa Íslandi séns á jafntefli. En allt kom fyrir ekki. Frammistaða Íslands olli miklum vonbrigðum í gær og ef til vill kristallaðist það í frammistöðu fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar. Hann átti í miklum vandræðum, sérstaklega í fyrri hálfleik, og voru Norðmenn klaufar að refsa ekki betur fyrir mistök sem hann gerði. Það hefði auvðeldlega getað kostað íslenska liðið enn fleiri mörk. Það var heilt yfir lítil stemning á leik íslenska liðsins í gær og skorti þar með eitthvað sem hefur verið aðalmerki þess á undanförnum árum. Þeir hafa nú þrettán daga til að finna gleðina á ný.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti