Segja Siðfræðistofnun fara rangt með Sveinn Arnarsson skrifar 1. júní 2016 07:00 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss, segir fullan vilja til að veita aðgang að gögnum spítalans vegna barkaígræðslumálsins. vísir/valli Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir stofnunina hafa tekið barkaígræðslumálið svokallaða föstum tökum á sjúkrahúsinu til þess að geta lært af því og upplýst um það. Siðfræðistofnun segir málið til vansa fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi og kallar það eitt mesta siðferðisslys norrænnar heilbrigðisþjónustu. „Fyrst ber að nefna að Siðfræðistofnun fer ranglega með að sænskar rannsóknarnefndir hafi ekki aðgang að upplýsingum hér á landi. Það er ekki rétt,“ segir Páll, en í bréfi stofnunarinnar er talið mikilvægt að setja á stofn íslenska rannsóknarnefnd til að skoða íslensk gögn í málinu. „Hér hefur verið haft mikið og gott samráð við þær sænsku rannsóknarnefndir sem hafa haft samband við okkur.“ Páll segir það mikilvægt að málið verði upplýst og það sé vilji spítalans að svo verði. „Ef það er svo niðurstaða Alþingis að skipa nefnd þá munum við að sjálfsögðu veita allar þær upplýsingar sem við getum veitt. Það er okkar markmið eins og annarra að upplýsa um málið og hvað hægt sé að læra af því.“ Í yfirlýsingu sem Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor, sendi frá sér í gær kemur fram að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum hjá honum, en hann kom bæði að meðferð mannsins sem lést eftir að hafa fengið græddan í sig barka og er í hópi meðhöfunda að umdeildri grein um meðferðina sem birtist í læknablaðinu Lancet. Hann vill halda því til haga að ákvörðun um aðgerðina hafi verið tekin í Stokkhólmi, þar sem hún hafi farið fram og mestur hluti eftirfylgni að henni lokinni. „Ég tel ekki rétt að tjá mig frekar að svo stöddu þar sem rannsóknum lykilnefnda í Svíþjóð er enn ólokið,“ bætir Tómas við. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tómas fagnar rannsókn á plastbarkamálinu Tómas Guðbjartsson læknir segir að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum frá sér vegna málsins. 31. maí 2016 19:56 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir stofnunina hafa tekið barkaígræðslumálið svokallaða föstum tökum á sjúkrahúsinu til þess að geta lært af því og upplýst um það. Siðfræðistofnun segir málið til vansa fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi og kallar það eitt mesta siðferðisslys norrænnar heilbrigðisþjónustu. „Fyrst ber að nefna að Siðfræðistofnun fer ranglega með að sænskar rannsóknarnefndir hafi ekki aðgang að upplýsingum hér á landi. Það er ekki rétt,“ segir Páll, en í bréfi stofnunarinnar er talið mikilvægt að setja á stofn íslenska rannsóknarnefnd til að skoða íslensk gögn í málinu. „Hér hefur verið haft mikið og gott samráð við þær sænsku rannsóknarnefndir sem hafa haft samband við okkur.“ Páll segir það mikilvægt að málið verði upplýst og það sé vilji spítalans að svo verði. „Ef það er svo niðurstaða Alþingis að skipa nefnd þá munum við að sjálfsögðu veita allar þær upplýsingar sem við getum veitt. Það er okkar markmið eins og annarra að upplýsa um málið og hvað hægt sé að læra af því.“ Í yfirlýsingu sem Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor, sendi frá sér í gær kemur fram að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum hjá honum, en hann kom bæði að meðferð mannsins sem lést eftir að hafa fengið græddan í sig barka og er í hópi meðhöfunda að umdeildri grein um meðferðina sem birtist í læknablaðinu Lancet. Hann vill halda því til haga að ákvörðun um aðgerðina hafi verið tekin í Stokkhólmi, þar sem hún hafi farið fram og mestur hluti eftirfylgni að henni lokinni. „Ég tel ekki rétt að tjá mig frekar að svo stöddu þar sem rannsóknum lykilnefnda í Svíþjóð er enn ólokið,“ bætir Tómas við. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tómas fagnar rannsókn á plastbarkamálinu Tómas Guðbjartsson læknir segir að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum frá sér vegna málsins. 31. maí 2016 19:56 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Tómas fagnar rannsókn á plastbarkamálinu Tómas Guðbjartsson læknir segir að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum frá sér vegna málsins. 31. maí 2016 19:56