Sérfræðingur Svía gagnrýninn á varnarleik varamanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2016 23:09 Á myndinni má sjá leikmenn Ungverja upplýsta sem Eiður Smári og Emil gæta í aðdraganda þess að Ungverjar spila sig inn á teig Íslendinga. Skjáskot af vef SVT Svíar fylgjast eðlilega mikið með framgöngu íslenska karlalandsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi enda þeirra maður, Lars Lagerbäck í brúnni hjá Íslandi. Sérfræðingur sænska sjónvarpsins sagði í greiningu á leiknum í kvöld að mistök tveggja varamanna Íslands hefði orðið til þess að Ísland missti niður unninn leik í jafntefli. Framherjinn fyrrverandi Daniel Nannskog er sérfræðingur í knattspyrnu hjá SVT og rýndi í leik Íslands og Ungverjaland að honum loknum í kvöld. Sagði hann varamennina Emil Hallfreðsson og Eið Smára bera ábyrgð á markinu. Þannig hafi Eiður Smári og Emil gleymt sér í sókn Ungverja þar sem þeir spiluðu sig nokkuð þægilega inn á teiginn. Sókninni lauk með fyrirgjöf sem Birkir Már Sævarsson stýrði í netið af stuttu færi undir pressu. Nannskog sagði að byrjunarliðsmenn Íslands hefðu greinilega fylgt uppleggi þjálfaranna í einu og öllu en var harðorður í garð varamannanna tveggja sem hann sagði hafa gleymt sér. Emil sagði í viðtali eftir leik að ef einhver vildi klína markinu á hann þá gæti hann tekið það á sig.Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sagði eftir leik að Ungverjar hefðu átt stigið skilið. Þó hefði verið svekkjandi að fá á sig svona kæruleysismark undir lokin. Strákarnir okkar voru nálægt því að tryggja sér stigin þrjú í blálokin þegar skot Eiðs Smára fór af varnarmanni og rétt framhjá. Þeir eiga enn fína möguleika á sæti í 16-liða úrslitum. Okkar menn mæta Austurríki í París á miðvikudaginn og sigur sendir Ísland í sextán liða úrslitin. Íslenska liðið heldur á morgun aftur til Annecy, bækistöðvar liðsins í Frakklandi. Leikmenn liðsins, fyrir utan þá sem byrjuðu leikinn í kvöld, munu æfa á æfingavelli liðsins. Allt liðið æfir svo á mánudag áður en haldið verður til Parísar á þriðjudag. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáðu fagnaðarlætin í Marseille þegar Gylfi skoraði Það var fagnað vel og innilega á Stade Vélodrome í Marseille í dag þegar Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Íslands skoraði af öryggi úr vítaspyrnu á 38. mínútu leiksins. 18. júní 2016 17:19 Hannes: Eins og að vera sprautaður með ógeðistilfinningu Hannes Þór Halldórsson, markvörður Ísland, segir að það hafi farið rosalega ónotatilfinning um líkama hans þegar Ungverjar jöfnuðu metin undir lok leiksins í kvöld. 18. júní 2016 19:35 Emil: Ef þið viljið klína þessu marki á mig þá get ég alveg tekið það á mig Emil Hallfreðsson kom inná sem varamaður fyrir Aron Einar Gunnarsson og sofnaði á verðinum þegar Ungverjum tókst að jafna metin í lokin. Hann var svekktur í leikslok og allir okkar strákar. 18. júní 2016 19:07 Kári: Á skalanum 1-10 í svekkelsi er þetta 10 Miðvörðurinn vill að íslenska liðið fari að spila boltanum betur og segir strákana okkar ekki dauða og grafna í þessu móti. 18. júní 2016 19:42 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Sjá meira
Svíar fylgjast eðlilega mikið með framgöngu íslenska karlalandsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi enda þeirra maður, Lars Lagerbäck í brúnni hjá Íslandi. Sérfræðingur sænska sjónvarpsins sagði í greiningu á leiknum í kvöld að mistök tveggja varamanna Íslands hefði orðið til þess að Ísland missti niður unninn leik í jafntefli. Framherjinn fyrrverandi Daniel Nannskog er sérfræðingur í knattspyrnu hjá SVT og rýndi í leik Íslands og Ungverjaland að honum loknum í kvöld. Sagði hann varamennina Emil Hallfreðsson og Eið Smára bera ábyrgð á markinu. Þannig hafi Eiður Smári og Emil gleymt sér í sókn Ungverja þar sem þeir spiluðu sig nokkuð þægilega inn á teiginn. Sókninni lauk með fyrirgjöf sem Birkir Már Sævarsson stýrði í netið af stuttu færi undir pressu. Nannskog sagði að byrjunarliðsmenn Íslands hefðu greinilega fylgt uppleggi þjálfaranna í einu og öllu en var harðorður í garð varamannanna tveggja sem hann sagði hafa gleymt sér. Emil sagði í viðtali eftir leik að ef einhver vildi klína markinu á hann þá gæti hann tekið það á sig.Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sagði eftir leik að Ungverjar hefðu átt stigið skilið. Þó hefði verið svekkjandi að fá á sig svona kæruleysismark undir lokin. Strákarnir okkar voru nálægt því að tryggja sér stigin þrjú í blálokin þegar skot Eiðs Smára fór af varnarmanni og rétt framhjá. Þeir eiga enn fína möguleika á sæti í 16-liða úrslitum. Okkar menn mæta Austurríki í París á miðvikudaginn og sigur sendir Ísland í sextán liða úrslitin. Íslenska liðið heldur á morgun aftur til Annecy, bækistöðvar liðsins í Frakklandi. Leikmenn liðsins, fyrir utan þá sem byrjuðu leikinn í kvöld, munu æfa á æfingavelli liðsins. Allt liðið æfir svo á mánudag áður en haldið verður til Parísar á þriðjudag.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáðu fagnaðarlætin í Marseille þegar Gylfi skoraði Það var fagnað vel og innilega á Stade Vélodrome í Marseille í dag þegar Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Íslands skoraði af öryggi úr vítaspyrnu á 38. mínútu leiksins. 18. júní 2016 17:19 Hannes: Eins og að vera sprautaður með ógeðistilfinningu Hannes Þór Halldórsson, markvörður Ísland, segir að það hafi farið rosalega ónotatilfinning um líkama hans þegar Ungverjar jöfnuðu metin undir lok leiksins í kvöld. 18. júní 2016 19:35 Emil: Ef þið viljið klína þessu marki á mig þá get ég alveg tekið það á mig Emil Hallfreðsson kom inná sem varamaður fyrir Aron Einar Gunnarsson og sofnaði á verðinum þegar Ungverjum tókst að jafna metin í lokin. Hann var svekktur í leikslok og allir okkar strákar. 18. júní 2016 19:07 Kári: Á skalanum 1-10 í svekkelsi er þetta 10 Miðvörðurinn vill að íslenska liðið fari að spila boltanum betur og segir strákana okkar ekki dauða og grafna í þessu móti. 18. júní 2016 19:42 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Sjá meira
Sjáðu fagnaðarlætin í Marseille þegar Gylfi skoraði Það var fagnað vel og innilega á Stade Vélodrome í Marseille í dag þegar Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Íslands skoraði af öryggi úr vítaspyrnu á 38. mínútu leiksins. 18. júní 2016 17:19
Hannes: Eins og að vera sprautaður með ógeðistilfinningu Hannes Þór Halldórsson, markvörður Ísland, segir að það hafi farið rosalega ónotatilfinning um líkama hans þegar Ungverjar jöfnuðu metin undir lok leiksins í kvöld. 18. júní 2016 19:35
Emil: Ef þið viljið klína þessu marki á mig þá get ég alveg tekið það á mig Emil Hallfreðsson kom inná sem varamaður fyrir Aron Einar Gunnarsson og sofnaði á verðinum þegar Ungverjum tókst að jafna metin í lokin. Hann var svekktur í leikslok og allir okkar strákar. 18. júní 2016 19:07
Kári: Á skalanum 1-10 í svekkelsi er þetta 10 Miðvörðurinn vill að íslenska liðið fari að spila boltanum betur og segir strákana okkar ekki dauða og grafna í þessu móti. 18. júní 2016 19:42