Mótherjar dagsins frá Ungverjalandi: Forna stórveldið komið aftur Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2016 07:00 Adam Szalai skorar fyrra mark Ungverja gegn Austurríki. vísir/getty Næstu mótherjar Íslands á Evrópumótinu er Ungverjaland. Sögulega eru Ungverjar ein stærsta og merkasta fótboltaþjóð Evrópu. Á sjötta áratug síðustu aldar fór liðið alla leið í úrslitaleik HM í Sviss með Ferenc Puskás í fararbroddi en tapaði. Um áratugaskeið voru ungversk lið meðal þeirra sterkustu í Evrópu. Frá tíunda áratug síðustu aldar og þar til nú hefur ungversk knattspyrna ekki verið upp á marga fiska. Ungverjar komust á HM 1978, 1982 og 1986 en síðan þá hafa þeir ekki komist á stórmót. Ungverjar hafa heldur ekki verið á Evrópumóti síðan 1972 þegar þeir náðu fjórða sæti. Þó Ungverjar séu ekki í fyrsta sinn á stórmóti eins og Íslendingar upplifir ný kynslóð fótboltaáhugamanna ungverska landsliðið á meðal þeirra bestu í fyrsta sinn. Ólíkt Íslandi hefði Ungverjaland ekki komist á 16 liða Evrópumótið. Liðið var ekkert sérstaklega sannfærandi í undankeppninni þar sem það fékk 16 stig í slakasta riðlinum sem Norður-Írland vann. Ungverjar tóku svo Norðmenn í umspilsleikjum sem voru ekki mikið fyrir augað. Ungverska liðið nýtti tímann greinilega vel frá því það tryggði sig inn á EM og er betra í dag. Varnarleikurinn er þéttur og má alls ekki lenda undir gegn því. Auk öflugs varnarleiks er joggingbuxnamarkvörðurinn Gábor Király betri en enginn í markinu. Ungverjaland er ekki ósvipað íslenska liðinu en þar er engin ofurstjarna heldur sterk liðsheild sem verst vel frá fremsta manni. Ungverjum líður ekki alltof vel með boltann. Þeir vilja frekar liggja til baka og beita beittum skyndisóknum með fyrirliðann Balázs Dzsudzsák sem sinn besta mann. Ungverjaland er sýnd veiði en ekki gefin en staðreyndin er sú að Ísland er betra lið og eiga strákarnir okkar að stefna á sigur eins og þeir pottþétt gera. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Golf Fleiri fréttir Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Sjá meira
Næstu mótherjar Íslands á Evrópumótinu er Ungverjaland. Sögulega eru Ungverjar ein stærsta og merkasta fótboltaþjóð Evrópu. Á sjötta áratug síðustu aldar fór liðið alla leið í úrslitaleik HM í Sviss með Ferenc Puskás í fararbroddi en tapaði. Um áratugaskeið voru ungversk lið meðal þeirra sterkustu í Evrópu. Frá tíunda áratug síðustu aldar og þar til nú hefur ungversk knattspyrna ekki verið upp á marga fiska. Ungverjar komust á HM 1978, 1982 og 1986 en síðan þá hafa þeir ekki komist á stórmót. Ungverjar hafa heldur ekki verið á Evrópumóti síðan 1972 þegar þeir náðu fjórða sæti. Þó Ungverjar séu ekki í fyrsta sinn á stórmóti eins og Íslendingar upplifir ný kynslóð fótboltaáhugamanna ungverska landsliðið á meðal þeirra bestu í fyrsta sinn. Ólíkt Íslandi hefði Ungverjaland ekki komist á 16 liða Evrópumótið. Liðið var ekkert sérstaklega sannfærandi í undankeppninni þar sem það fékk 16 stig í slakasta riðlinum sem Norður-Írland vann. Ungverjar tóku svo Norðmenn í umspilsleikjum sem voru ekki mikið fyrir augað. Ungverska liðið nýtti tímann greinilega vel frá því það tryggði sig inn á EM og er betra í dag. Varnarleikurinn er þéttur og má alls ekki lenda undir gegn því. Auk öflugs varnarleiks er joggingbuxnamarkvörðurinn Gábor Király betri en enginn í markinu. Ungverjaland er ekki ósvipað íslenska liðinu en þar er engin ofurstjarna heldur sterk liðsheild sem verst vel frá fremsta manni. Ungverjum líður ekki alltof vel með boltann. Þeir vilja frekar liggja til baka og beita beittum skyndisóknum með fyrirliðann Balázs Dzsudzsák sem sinn besta mann. Ungverjaland er sýnd veiði en ekki gefin en staðreyndin er sú að Ísland er betra lið og eiga strákarnir okkar að stefna á sigur eins og þeir pottþétt gera.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Golf Fleiri fréttir Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Sjá meira