EM dagbók: Sá sænski sýnir klærnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. júní 2016 06:00 Lars Lagerbäck er afslappaður, rólegur en líka lúmskur. vísir/epa „Þetta er besta hótel sem ég hef verið á með landsliði á stórmóti. Strákarnir hafa reyndar engan samanburð og vita ekki betur.“ Þessi stórskemmtilegu ummæli lét Lars Lagerbäck falla á blaðamannafundinum í Marseille í gær. Ég spurði hann hvort hann væri ánægður með stöðu liðsins eftir fyrstu vikuna í Frakklandi, samanborið við fyrri reynslu hans á stórmótum. Jú, hann var sáttur og sagði stöðuna góða. En það var ekki hvað hann sagði, heldur hvernig. Lars er afslappaður, rólegur en líka lúmskur. Þarna sýndi hann að hann getur líka gefið sínum mönnum smá skot og minnt á sig. En Lagerbäck er ekki bara lúmskur húmoristi, hann kann líka að beita sálfræðihernaði og það hefur sýnt sig síðustu dagana og vikurnar. Það byrjaði þegar hann var sérfræðingur í sænsku sjónvarpi í tengslum við úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Þar talaði hann um leikaraskap Pepe og sagði að í liði Portúgals væru leikmenn sem gætu átt sér feril í Hollywood. Eftir að allt saman var yfirstaðið og jafnteflið við Portúgal staðreynd spurði ég Lars hreint út hvort um sálfræðihernað hafi verið að ræða. Hvort hann hafi látið þessi orð falla til að reyna að koma andstæðingnum úr jafnvægi. Hann neitaði því, sagði að hann hefði einfaldlega verið að sinna sínum störfum sem álitsgjafi í sjónvarpi. Sem er sama svar og hann gaf á blaðamannafundinum fyrir leikinn þegar hann var þráspurður af portúgölsku pressunni um málið. Svo kom að blaðamannafundinum í dag. Hann var spurður af ungverskum blaðamanni hvað hefði komið honum mest á óvart við frammistöðu Ungverjalands í 2-0 sigrinum á Austurríki.vísir/stefánFyrir það fyrsta sagði hann að það hefði í raun ekkert komið honum á óvart við frammistöðuna. Eftir undankeppnina og umspilið í haust hafi Ungverjar tekið framfaraskref. „Við berum að minnsta kosti einhverja virðingu fyrir þeim,“ sagði hann þá. „Það kom mér líklega meira á óvart að Ungverjar létu Austurríkismenn líta illa út. Hvort það var vegna þess að Ungverjar spiluðu vel, sem þeir gerðu, eða hvort Austurríki spilaði undir venjulegri getu er erfitt að segja í fótbolta.“ Það er auðvitað túlkunaratriði hvort Lagerbäck hafi verið með þessu að senda Ungverjum lúmska pillu. Það er í það minnsta hægt að túlka það á þann veg. Auðvitað margsagði Lagerbäck á fundinum í dag að Ísland bæri mikla virðingu fyrir Ungverjalandi og að okkar menn þyrftu að eiga toppleik til að vinna í dag. En ummælin fá mann til að lyfta annarri augabrúninni. Lagerbäck er klókur og hann veit að ummælin munu fara í ungverska fjölmiðla þar sem þau verða matreidd á ákveðinn hátt. Kannski þannig að Ungverjar velti fyrir sér hvað hann hafi verið að meina og hvort í orðum hans felist einhver gagnrýni. Lagerbäck er ekki á sínu fyrsta stórmóti, eins og hann benti svo skemmtilega á í gær, og veit að það er hægt að beita ýmsum brögðum í aðdraganda leikjanna til að senda ákveðin skilaboð. Það verður afar áhugavert að sjá hvernig leikmenn okkar mæta til leiks í dag. Íslenska liðið veit að það hefur fulla burði til að vinna lið Ungverjalands. Á góðum degi á Ísland að teljast sigurstranglegri aðilinn, ef eitthvað er. En nú þurfa strákarnir að sýna á sér allt aðra hlið en þeir gerðu á þriðjudag og eins og Heimir benti á í gær, þá ætla þeir sér að gera það. Lagerbäck hefur sýnt á sér nýja hlið á mótinu í Frakklandi og nú er komið að leikmönnum hans að gera slíkt hið sama. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Sjá meira
„Þetta er besta hótel sem ég hef verið á með landsliði á stórmóti. Strákarnir hafa reyndar engan samanburð og vita ekki betur.“ Þessi stórskemmtilegu ummæli lét Lars Lagerbäck falla á blaðamannafundinum í Marseille í gær. Ég spurði hann hvort hann væri ánægður með stöðu liðsins eftir fyrstu vikuna í Frakklandi, samanborið við fyrri reynslu hans á stórmótum. Jú, hann var sáttur og sagði stöðuna góða. En það var ekki hvað hann sagði, heldur hvernig. Lars er afslappaður, rólegur en líka lúmskur. Þarna sýndi hann að hann getur líka gefið sínum mönnum smá skot og minnt á sig. En Lagerbäck er ekki bara lúmskur húmoristi, hann kann líka að beita sálfræðihernaði og það hefur sýnt sig síðustu dagana og vikurnar. Það byrjaði þegar hann var sérfræðingur í sænsku sjónvarpi í tengslum við úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Þar talaði hann um leikaraskap Pepe og sagði að í liði Portúgals væru leikmenn sem gætu átt sér feril í Hollywood. Eftir að allt saman var yfirstaðið og jafnteflið við Portúgal staðreynd spurði ég Lars hreint út hvort um sálfræðihernað hafi verið að ræða. Hvort hann hafi látið þessi orð falla til að reyna að koma andstæðingnum úr jafnvægi. Hann neitaði því, sagði að hann hefði einfaldlega verið að sinna sínum störfum sem álitsgjafi í sjónvarpi. Sem er sama svar og hann gaf á blaðamannafundinum fyrir leikinn þegar hann var þráspurður af portúgölsku pressunni um málið. Svo kom að blaðamannafundinum í dag. Hann var spurður af ungverskum blaðamanni hvað hefði komið honum mest á óvart við frammistöðu Ungverjalands í 2-0 sigrinum á Austurríki.vísir/stefánFyrir það fyrsta sagði hann að það hefði í raun ekkert komið honum á óvart við frammistöðuna. Eftir undankeppnina og umspilið í haust hafi Ungverjar tekið framfaraskref. „Við berum að minnsta kosti einhverja virðingu fyrir þeim,“ sagði hann þá. „Það kom mér líklega meira á óvart að Ungverjar létu Austurríkismenn líta illa út. Hvort það var vegna þess að Ungverjar spiluðu vel, sem þeir gerðu, eða hvort Austurríki spilaði undir venjulegri getu er erfitt að segja í fótbolta.“ Það er auðvitað túlkunaratriði hvort Lagerbäck hafi verið með þessu að senda Ungverjum lúmska pillu. Það er í það minnsta hægt að túlka það á þann veg. Auðvitað margsagði Lagerbäck á fundinum í dag að Ísland bæri mikla virðingu fyrir Ungverjalandi og að okkar menn þyrftu að eiga toppleik til að vinna í dag. En ummælin fá mann til að lyfta annarri augabrúninni. Lagerbäck er klókur og hann veit að ummælin munu fara í ungverska fjölmiðla þar sem þau verða matreidd á ákveðinn hátt. Kannski þannig að Ungverjar velti fyrir sér hvað hann hafi verið að meina og hvort í orðum hans felist einhver gagnrýni. Lagerbäck er ekki á sínu fyrsta stórmóti, eins og hann benti svo skemmtilega á í gær, og veit að það er hægt að beita ýmsum brögðum í aðdraganda leikjanna til að senda ákveðin skilaboð. Það verður afar áhugavert að sjá hvernig leikmenn okkar mæta til leiks í dag. Íslenska liðið veit að það hefur fulla burði til að vinna lið Ungverjalands. Á góðum degi á Ísland að teljast sigurstranglegri aðilinn, ef eitthvað er. En nú þurfa strákarnir að sýna á sér allt aðra hlið en þeir gerðu á þriðjudag og eins og Heimir benti á í gær, þá ætla þeir sér að gera það. Lagerbäck hefur sýnt á sér nýja hlið á mótinu í Frakklandi og nú er komið að leikmönnum hans að gera slíkt hið sama.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Sjá meira