Lars: Berum einhverja virðingu fyrir Ungverjalandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2016 10:30 Lars Lagerbäck. vísir/vilhelm Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, segir frammistöðu ungverska liðsins gegn Austurríki ekki hafa komið sér á óvart en Ungverjaland vann að flestra matri gríðarlega óvæntan sigur á Austurríki í fyrstu umferð riðlakeppni EM 2016. Ísland og Ungverjaland mætast á Stade Vélodrome í Marseille klukkan 16.00 í dag en leikurinn gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Sigur kemur Ungverjum pottþétt áfram í 16 liða úrslitin og jafntefli ætti að gera það sama. Ísland þarf helst að vinna. „Frammistaða Ungverjalands gegn Austurríki kom mér ekki á óvart. Við höfum séð að ungverska liðið er vaxandi og við berum að minnsta kosti einhverja virðingu fyrir því,“ sagði Lars á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær en það var eins og Lars nýtti tækifærið til að skjóta aðeins á Austurríki sem Ísland mætir á Stade de France 22. júní. „Það kom mér á óvart að Ungverjaland lét Austurríki líta ekki nógu vel út. Það er erfitt að segja hvað réði för þar en Ungverjaland er með mjög skipulagt lið. Við eigum von á góðum leik en við þurfum að spila sem lið.“ Ungverjar verða án síns aðal hægri bakvarðar í leiknum í dag vegna meiðsla en hvernig mun það hjálpa íslenska liðinu? „Það er erfitt að segja,“ svaraði Lars. „Maður vill helst hafa leikmennina sem byrja flesta leiki. Það er erfitt fyrir okkar sóknarmenn að ætla bara að sækja á ákveðinn kant en ef þeir finna fyrir veikleika á einhverjum stað á vellinum þá ráðast þeir á hann,“ sagði Lars Lagerbäck.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kolbeinn: Stress yfir að missa af EM en nú finn ég ekki fyrir neinu Strákarnir koma vel gíraðir og vel undirbúnir fyrir stórleikinn gegn Ungverjalandi í Marseille í dag. 18. júní 2016 09:30 „Vonuðum bara að ungverska liðið yrði ekki þjóðinni til skammar“ Væntingar Ungverjalands voru ekki miklar fyrir Evrópumótið en þær eru öllu meiri eftir frækinn sigur á Austurríki. 18. júní 2016 13:30 Aron Einar: Það eru allir bilaðir heima og við fögnum því Strákarnir okkar finna fyrir stuðningi þjóðarinnar heima á Íslandi sem og í Frakklandi. 18. júní 2016 12:00 Ungverskir stuðningsmenn bjartsýnir: „Við ætlum að taka þrjú stig“ Stuðningsmenn bæði Íslands og Ungverjalands hafa sett skemmtilegan svip á Marseille í dag og í gær. 18. júní 2016 11:30 Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Sjá meira
Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, segir frammistöðu ungverska liðsins gegn Austurríki ekki hafa komið sér á óvart en Ungverjaland vann að flestra matri gríðarlega óvæntan sigur á Austurríki í fyrstu umferð riðlakeppni EM 2016. Ísland og Ungverjaland mætast á Stade Vélodrome í Marseille klukkan 16.00 í dag en leikurinn gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Sigur kemur Ungverjum pottþétt áfram í 16 liða úrslitin og jafntefli ætti að gera það sama. Ísland þarf helst að vinna. „Frammistaða Ungverjalands gegn Austurríki kom mér ekki á óvart. Við höfum séð að ungverska liðið er vaxandi og við berum að minnsta kosti einhverja virðingu fyrir því,“ sagði Lars á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær en það var eins og Lars nýtti tækifærið til að skjóta aðeins á Austurríki sem Ísland mætir á Stade de France 22. júní. „Það kom mér á óvart að Ungverjaland lét Austurríki líta ekki nógu vel út. Það er erfitt að segja hvað réði för þar en Ungverjaland er með mjög skipulagt lið. Við eigum von á góðum leik en við þurfum að spila sem lið.“ Ungverjar verða án síns aðal hægri bakvarðar í leiknum í dag vegna meiðsla en hvernig mun það hjálpa íslenska liðinu? „Það er erfitt að segja,“ svaraði Lars. „Maður vill helst hafa leikmennina sem byrja flesta leiki. Það er erfitt fyrir okkar sóknarmenn að ætla bara að sækja á ákveðinn kant en ef þeir finna fyrir veikleika á einhverjum stað á vellinum þá ráðast þeir á hann,“ sagði Lars Lagerbäck.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kolbeinn: Stress yfir að missa af EM en nú finn ég ekki fyrir neinu Strákarnir koma vel gíraðir og vel undirbúnir fyrir stórleikinn gegn Ungverjalandi í Marseille í dag. 18. júní 2016 09:30 „Vonuðum bara að ungverska liðið yrði ekki þjóðinni til skammar“ Væntingar Ungverjalands voru ekki miklar fyrir Evrópumótið en þær eru öllu meiri eftir frækinn sigur á Austurríki. 18. júní 2016 13:30 Aron Einar: Það eru allir bilaðir heima og við fögnum því Strákarnir okkar finna fyrir stuðningi þjóðarinnar heima á Íslandi sem og í Frakklandi. 18. júní 2016 12:00 Ungverskir stuðningsmenn bjartsýnir: „Við ætlum að taka þrjú stig“ Stuðningsmenn bæði Íslands og Ungverjalands hafa sett skemmtilegan svip á Marseille í dag og í gær. 18. júní 2016 11:30 Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Sjá meira
Kolbeinn: Stress yfir að missa af EM en nú finn ég ekki fyrir neinu Strákarnir koma vel gíraðir og vel undirbúnir fyrir stórleikinn gegn Ungverjalandi í Marseille í dag. 18. júní 2016 09:30
„Vonuðum bara að ungverska liðið yrði ekki þjóðinni til skammar“ Væntingar Ungverjalands voru ekki miklar fyrir Evrópumótið en þær eru öllu meiri eftir frækinn sigur á Austurríki. 18. júní 2016 13:30
Aron Einar: Það eru allir bilaðir heima og við fögnum því Strákarnir okkar finna fyrir stuðningi þjóðarinnar heima á Íslandi sem og í Frakklandi. 18. júní 2016 12:00
Ungverskir stuðningsmenn bjartsýnir: „Við ætlum að taka þrjú stig“ Stuðningsmenn bæði Íslands og Ungverjalands hafa sett skemmtilegan svip á Marseille í dag og í gær. 18. júní 2016 11:30
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki