Risaþota full af Íslendingum á EM í Frakklandi Birgir Olgeirsson skrifar 17. júní 2016 14:24 Iron Maiden-vélin sem flutti hljómsveitina á milli áfangastað í tónleikaferðalagi þeirra um heiminn er nú notuð til að flytja Íslendinga á EM í Frakklandi. Vísir/EPA „Við erum að fara að fylgjast með Íslandi taka Ungverjana,“ segir Baldvin Már Hermannsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsdeildar flugfélagsins Air Atlanta, en starfsmenn flugfélagsins og makar þeirra flugu í morgun út til Marseille í Frakklandi þar sem hópurinn mun fylgjast með leik Íslands gegn Ungverjalandi í Evrópumóti karla í knattspyrnu á Stade Vélodrome-leikvanginum á morgun. Flugvélin sem flutti hópinn til Marseille er ekki af verri endanum en hún er af gerðinni Boeing 747-400. Er vélin í eigu Air Atlanta Icelandic en breska þungarokkssveitin Iron Maiden leigði vélina af flugfélaginu fyrir tónleikaferð sína um heiminn þar sem haldnir voru tónleikar í sex af sjö heimsálfum jarðarinnar. Er vélin því merkt í bak og fyrir hljómsveitinni en tónleikaferðinni var að ljúka og skilaði hljómsveitin vélinni til Keflavíkur seinni partinn í gær. Air Atlanta þarf að fara með vélina í mikla viðhaldsskoðun í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eftir nokkra daga. „Við ákváðum í millitíðinni, fyrst vélin átti nokkra daga lausa, að taka 330 starfsmenn og maka og til Marseille,“ segir Baldvin. Verður gist í Marseille í tvær nætur og flogið aftur heim til Íslands á sunnudag. Söngvari Iron Maiden, Bruce Dickinson, flaug flugvélinni á tónleikaferð sveitarinnar en Baldvin Már segir hann ekki hafa flogið með Íslendingana til Marseille. „Hans hlutverki er lokið og við búin að taka við vélinni aftur.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Júmbóþota Iron Maiden laskaðist í höfuðborg Chile Þotan er leiguvél frá Air Atlanta og áhöfn sveitarinnar er íslensk. 12. mars 2016 15:52 Iron Maiden á breiðþotu frá Air Atlanta Icelandic í risa tónleikaferð um heiminn „Þegar vinir mínir hjá Air Atlanta Icelandic buðu fram 747 vélina til leigu fyrir The Book of Souls-tónleikaferðina stukkum við að sjálfsögðu á það tækifæri.“ 25. ágúst 2015 21:25 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
„Við erum að fara að fylgjast með Íslandi taka Ungverjana,“ segir Baldvin Már Hermannsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsdeildar flugfélagsins Air Atlanta, en starfsmenn flugfélagsins og makar þeirra flugu í morgun út til Marseille í Frakklandi þar sem hópurinn mun fylgjast með leik Íslands gegn Ungverjalandi í Evrópumóti karla í knattspyrnu á Stade Vélodrome-leikvanginum á morgun. Flugvélin sem flutti hópinn til Marseille er ekki af verri endanum en hún er af gerðinni Boeing 747-400. Er vélin í eigu Air Atlanta Icelandic en breska þungarokkssveitin Iron Maiden leigði vélina af flugfélaginu fyrir tónleikaferð sína um heiminn þar sem haldnir voru tónleikar í sex af sjö heimsálfum jarðarinnar. Er vélin því merkt í bak og fyrir hljómsveitinni en tónleikaferðinni var að ljúka og skilaði hljómsveitin vélinni til Keflavíkur seinni partinn í gær. Air Atlanta þarf að fara með vélina í mikla viðhaldsskoðun í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eftir nokkra daga. „Við ákváðum í millitíðinni, fyrst vélin átti nokkra daga lausa, að taka 330 starfsmenn og maka og til Marseille,“ segir Baldvin. Verður gist í Marseille í tvær nætur og flogið aftur heim til Íslands á sunnudag. Söngvari Iron Maiden, Bruce Dickinson, flaug flugvélinni á tónleikaferð sveitarinnar en Baldvin Már segir hann ekki hafa flogið með Íslendingana til Marseille. „Hans hlutverki er lokið og við búin að taka við vélinni aftur.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Júmbóþota Iron Maiden laskaðist í höfuðborg Chile Þotan er leiguvél frá Air Atlanta og áhöfn sveitarinnar er íslensk. 12. mars 2016 15:52 Iron Maiden á breiðþotu frá Air Atlanta Icelandic í risa tónleikaferð um heiminn „Þegar vinir mínir hjá Air Atlanta Icelandic buðu fram 747 vélina til leigu fyrir The Book of Souls-tónleikaferðina stukkum við að sjálfsögðu á það tækifæri.“ 25. ágúst 2015 21:25 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
Júmbóþota Iron Maiden laskaðist í höfuðborg Chile Þotan er leiguvél frá Air Atlanta og áhöfn sveitarinnar er íslensk. 12. mars 2016 15:52
Iron Maiden á breiðþotu frá Air Atlanta Icelandic í risa tónleikaferð um heiminn „Þegar vinir mínir hjá Air Atlanta Icelandic buðu fram 747 vélina til leigu fyrir The Book of Souls-tónleikaferðina stukkum við að sjálfsögðu á það tækifæri.“ 25. ágúst 2015 21:25