Mamma Alfreðs: „Ég hefði viljað sjá hann koma mikið fyrr inn á“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júní 2016 22:30 Vísir/Vilhelm Fyrir flesta Íslendinga var stærsta stundin í leiknum gegn Portúgal á þriðjudaginn þegar Birkir Bjarnason jafnaði fyrir Ísland á 50. mínútu. Stærsta stundin fyrir móður og systur Alfreðs Finnbogasonar var hins vegar á 80. mínútu þegar þeirra maður kom inn á. „Ég hefði viljað sjá hann koma mikið fyrr inn á. Mér fannst hann bíða alltof lengi á kantinum áður en hann komst inn. Ég verð að viðurkenna það. Ég fylgdist dálítið vel með honum,“ segir Sesselja Pétursdóttir, móðir Alfreðs. Fjölskylda Alfreðs dvelur í fjallabænum Annecy eins og strákarnir okkar. Alfreð kom hjólandi í miðbæinn í gær og hitti sitt fólk. En hvernig bróðir er markaskorarinn? Sesselja Pétursdóttir klæðir sig í blátt á leikdag, málar sig í fánalitunum og er líka komin með EM-klippingu. „Hann var mjög pirrandi mjög lengi. Hann hætti aldrei. Hélt alltaf áfram. Mjög staðráðinn í að ná mjög langt. Það var aldrei tap. Þegar við vorum að slást, ég var búin að vinna. þá hélt hann áfram. Þangað til ég sagði: Ok þú vannst mig. - mjög staðráðinn í að vera winner,“ segir Hildigunnur sem ætar á leikinn gegn Ungverjum en fer svo heim. Hinar þrjár verða áfram. „Við bókum okkur ekki heim fyrr en allt er búið,“ segir Sesselja um ferðaplön foreldranna. Alma bætir við að hann hafi róast með árunum. Hann hafi látið systur sína reyna að ná af sér boltanum þegar þau voru yngri með loforð um verðlaun. „En ég fékk aldrei verðlaunin,“ segir Alma. Ólíkt mörgum í landsliðinu áttu ekki margir von á því að Alfreð yrði atvinnumaður eða landsliðsmaður. „Nei, hann var lítill frameftir öllu þ.a. hann var aldrei í yngri landsliðunum. Það var ekki fyrr en um sextán ára aldurinn sem að tognaði úr honum. Þegar hann fór af stað þá sá maður alveg í hvað stefndi. Þótt ég hefði mátt vita það fyrr því hann gafst aldrei upp, aldrei,“ segir Sesselja. „Keppnisskapið er alveg svakalegt. Hann vill vera númer eitt.“ Alfreð á æfingu landsliðsins í Annecy í gær.Vísir/Vilhelm En hvaðan koma fótboltahæfileikarnir? „Allavega ekki frá okkur,“ segir Hildigunnur. „Afi var landsliðsmaður í handbolta og skíðum þannig að ég held að hann hafi fengið þetta frá pabba hennar mömmu. En mamma er ekki með mikla íþróttahæfileika,“ segir Hildigunnur hlæjandi og Sesselja tekur undir: „ Þetta fer í annan hvern legg.“ Aðspurðar segjast stelpurnar fyrst og fremst vera áhugamenn um Alfreð Finnbogason frekar en fótbolta. „Ég er persónulega bara Alfreðsáhugamaður, fylgist lítið með fótbolta og hef takmarkaðan áhuga,“ segir Margrét. Þær horfi á leikina með Alfreð en fylgjast ekki með stöðunni og úrslitum annars. „Þegar ég sá hann skora á móti Arsenal í Meistaradeildinni. Mér fannst það vera algjör toppur. Þá hugsaði ég með mér, ef hann getur þetta þá getur hann allt. Ég vona að hann haldi áfram. Eins í þýsku deildinni, hann hefur staðið ótrólega vel á stuttum tíma. Maður er svo stoltur að maður er alveg að springa,“ segir Sesselja. Hún er svo sannarlega stuðningsmaður númer eitt eins og hún sýndi okkur þegar hún sneri sér við. Hún var búin að raka töluna ellefu í hnakkann á sér en Alfreð spilar í treyju númer ellefu. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Fyrir flesta Íslendinga var stærsta stundin í leiknum gegn Portúgal á þriðjudaginn þegar Birkir Bjarnason jafnaði fyrir Ísland á 50. mínútu. Stærsta stundin fyrir móður og systur Alfreðs Finnbogasonar var hins vegar á 80. mínútu þegar þeirra maður kom inn á. „Ég hefði viljað sjá hann koma mikið fyrr inn á. Mér fannst hann bíða alltof lengi á kantinum áður en hann komst inn. Ég verð að viðurkenna það. Ég fylgdist dálítið vel með honum,“ segir Sesselja Pétursdóttir, móðir Alfreðs. Fjölskylda Alfreðs dvelur í fjallabænum Annecy eins og strákarnir okkar. Alfreð kom hjólandi í miðbæinn í gær og hitti sitt fólk. En hvernig bróðir er markaskorarinn? Sesselja Pétursdóttir klæðir sig í blátt á leikdag, málar sig í fánalitunum og er líka komin með EM-klippingu. „Hann var mjög pirrandi mjög lengi. Hann hætti aldrei. Hélt alltaf áfram. Mjög staðráðinn í að ná mjög langt. Það var aldrei tap. Þegar við vorum að slást, ég var búin að vinna. þá hélt hann áfram. Þangað til ég sagði: Ok þú vannst mig. - mjög staðráðinn í að vera winner,“ segir Hildigunnur sem ætar á leikinn gegn Ungverjum en fer svo heim. Hinar þrjár verða áfram. „Við bókum okkur ekki heim fyrr en allt er búið,“ segir Sesselja um ferðaplön foreldranna. Alma bætir við að hann hafi róast með árunum. Hann hafi látið systur sína reyna að ná af sér boltanum þegar þau voru yngri með loforð um verðlaun. „En ég fékk aldrei verðlaunin,“ segir Alma. Ólíkt mörgum í landsliðinu áttu ekki margir von á því að Alfreð yrði atvinnumaður eða landsliðsmaður. „Nei, hann var lítill frameftir öllu þ.a. hann var aldrei í yngri landsliðunum. Það var ekki fyrr en um sextán ára aldurinn sem að tognaði úr honum. Þegar hann fór af stað þá sá maður alveg í hvað stefndi. Þótt ég hefði mátt vita það fyrr því hann gafst aldrei upp, aldrei,“ segir Sesselja. „Keppnisskapið er alveg svakalegt. Hann vill vera númer eitt.“ Alfreð á æfingu landsliðsins í Annecy í gær.Vísir/Vilhelm En hvaðan koma fótboltahæfileikarnir? „Allavega ekki frá okkur,“ segir Hildigunnur. „Afi var landsliðsmaður í handbolta og skíðum þannig að ég held að hann hafi fengið þetta frá pabba hennar mömmu. En mamma er ekki með mikla íþróttahæfileika,“ segir Hildigunnur hlæjandi og Sesselja tekur undir: „ Þetta fer í annan hvern legg.“ Aðspurðar segjast stelpurnar fyrst og fremst vera áhugamenn um Alfreð Finnbogason frekar en fótbolta. „Ég er persónulega bara Alfreðsáhugamaður, fylgist lítið með fótbolta og hef takmarkaðan áhuga,“ segir Margrét. Þær horfi á leikina með Alfreð en fylgjast ekki með stöðunni og úrslitum annars. „Þegar ég sá hann skora á móti Arsenal í Meistaradeildinni. Mér fannst það vera algjör toppur. Þá hugsaði ég með mér, ef hann getur þetta þá getur hann allt. Ég vona að hann haldi áfram. Eins í þýsku deildinni, hann hefur staðið ótrólega vel á stuttum tíma. Maður er svo stoltur að maður er alveg að springa,“ segir Sesselja. Hún er svo sannarlega stuðningsmaður númer eitt eins og hún sýndi okkur þegar hún sneri sér við. Hún var búin að raka töluna ellefu í hnakkann á sér en Alfreð spilar í treyju númer ellefu. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti