Lars: Ber þessi úrslit saman við 5-0 sigurinn 2004 Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júní 2016 20:00 Lars Lagerbäck hafði ekki tapað fyrsta leik á stórmóti síðan 2000 eða á fimm stórmótum í röð sem þjálfari og byrjaði ekki á því í gærkvöldi þegar strákarnir okkar náðu jafnteflinu gegn Portúgal á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne í gær. Svíinn var eðlilega hress og kátur en þó, eins og alltaf, með fæturnar á jörðinni þegar hann ræddi við blaðamenn á æfingasvæði íslenska liðsins í Annecy í dag. Hann var eðlilega kátur með frammistöðu strákanna. „Þú getur kallað þetta að vera stoltur. Við bjuggumst við þessu af leikmönnunum. Ég er mjög ánægður með hvernig þeir spiluðu leikinn og hversu mikið þeir lögðu sig fram og héldu skipulagi. Þetta var ekki fullkomið en nokkuð gott þannig ég var mjög sáttur,“ sagði Lars við íþróttadeild á æfingu íslenska liðsins í dag. 8.000 Íslendingar voru á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne í gærkvöldi og studdu vel við bakið á liðinu. Lars gat ekki hrósað þeim nóg. „Stuðningurinn var algjörlega frábær. Þetta er ekki bara í fyrsta skipti liðsins á stórmóti heldur stuðningsmannanna líka. Stuðningurinn var alveg magnaður. Ég gef þeim allt það hrós sem ég get gefið,“ sagði Lars. Lars er á sínu sjöunda stórmóti en áður stýrði hann Svíum á fimm stórmótum og Nígeríu síðast á HM 2014. Hann tapaði í fyrsta leik með Svíana á EM 2000 gegn Belgíu en síðan þá hefur hann ekki tapað í fyrsta leik. Tölfræðin: tveir sigrar og þrjú jafntefli með Svíþjóð, Nígeríu og Ísland. En hvar eru þessi úrslit á listanum hjá honum? „Ef ég á að bera þetta saman við eitthvað myndi ég segja þegar við spiluðum við Búlgaríu 2004 og unnum 5-0. Að fá svona byrjun gegn einu besta liðinu í mótinu er auðvitað algjörlega frábært.“ Allt viðtalið má sjá hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Mér er sama hvað Ronaldo segir "Frammstaða okkar byggðist á stolti, karakter en fyrst og fremst mikilli vinnusemi.“ 15. júní 2016 12:30 Lars um Ronaldo: Hann hélt að þetta yrði auðvelt og því skil ég að hann er mjög svekktur Landsliðsþjálfarinn vill að íslenska liðinu sé sýnd virðing inn á vellinum. 15. júní 2016 13:15 Kári um Ronaldo: Enn sætari sigur fyrst hann er svona tapsár Cristiano Ronaldo, einn besti fótboltamaður heims, var vægast sagt svekktur eftir að gera bara jafntefli gegn litla Íslandi í gærkvöldi. 15. júní 2016 12:00 Forsíður portúgölsku blaðanna: Norræn refsing og íslenskur veggur Portúgölsku blöðin voru ekki ánægð með jafntefli sinna manna gegn Íslandi í gær. 15. júní 2016 13:45 „Eiður Smári var í raun mikilvægasti maður leiksins“ Theodór Elmar Bjarnason, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck lofa þátt Eiðs Smára Guðjohnsen í leiknum í gær þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað. 15. júní 2016 14:15 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Sjá meira
Lars Lagerbäck hafði ekki tapað fyrsta leik á stórmóti síðan 2000 eða á fimm stórmótum í röð sem þjálfari og byrjaði ekki á því í gærkvöldi þegar strákarnir okkar náðu jafnteflinu gegn Portúgal á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne í gær. Svíinn var eðlilega hress og kátur en þó, eins og alltaf, með fæturnar á jörðinni þegar hann ræddi við blaðamenn á æfingasvæði íslenska liðsins í Annecy í dag. Hann var eðlilega kátur með frammistöðu strákanna. „Þú getur kallað þetta að vera stoltur. Við bjuggumst við þessu af leikmönnunum. Ég er mjög ánægður með hvernig þeir spiluðu leikinn og hversu mikið þeir lögðu sig fram og héldu skipulagi. Þetta var ekki fullkomið en nokkuð gott þannig ég var mjög sáttur,“ sagði Lars við íþróttadeild á æfingu íslenska liðsins í dag. 8.000 Íslendingar voru á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne í gærkvöldi og studdu vel við bakið á liðinu. Lars gat ekki hrósað þeim nóg. „Stuðningurinn var algjörlega frábær. Þetta er ekki bara í fyrsta skipti liðsins á stórmóti heldur stuðningsmannanna líka. Stuðningurinn var alveg magnaður. Ég gef þeim allt það hrós sem ég get gefið,“ sagði Lars. Lars er á sínu sjöunda stórmóti en áður stýrði hann Svíum á fimm stórmótum og Nígeríu síðast á HM 2014. Hann tapaði í fyrsta leik með Svíana á EM 2000 gegn Belgíu en síðan þá hefur hann ekki tapað í fyrsta leik. Tölfræðin: tveir sigrar og þrjú jafntefli með Svíþjóð, Nígeríu og Ísland. En hvar eru þessi úrslit á listanum hjá honum? „Ef ég á að bera þetta saman við eitthvað myndi ég segja þegar við spiluðum við Búlgaríu 2004 og unnum 5-0. Að fá svona byrjun gegn einu besta liðinu í mótinu er auðvitað algjörlega frábært.“ Allt viðtalið má sjá hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Mér er sama hvað Ronaldo segir "Frammstaða okkar byggðist á stolti, karakter en fyrst og fremst mikilli vinnusemi.“ 15. júní 2016 12:30 Lars um Ronaldo: Hann hélt að þetta yrði auðvelt og því skil ég að hann er mjög svekktur Landsliðsþjálfarinn vill að íslenska liðinu sé sýnd virðing inn á vellinum. 15. júní 2016 13:15 Kári um Ronaldo: Enn sætari sigur fyrst hann er svona tapsár Cristiano Ronaldo, einn besti fótboltamaður heims, var vægast sagt svekktur eftir að gera bara jafntefli gegn litla Íslandi í gærkvöldi. 15. júní 2016 12:00 Forsíður portúgölsku blaðanna: Norræn refsing og íslenskur veggur Portúgölsku blöðin voru ekki ánægð með jafntefli sinna manna gegn Íslandi í gær. 15. júní 2016 13:45 „Eiður Smári var í raun mikilvægasti maður leiksins“ Theodór Elmar Bjarnason, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck lofa þátt Eiðs Smára Guðjohnsen í leiknum í gær þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað. 15. júní 2016 14:15 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Sjá meira
Eiður Smári: Mér er sama hvað Ronaldo segir "Frammstaða okkar byggðist á stolti, karakter en fyrst og fremst mikilli vinnusemi.“ 15. júní 2016 12:30
Lars um Ronaldo: Hann hélt að þetta yrði auðvelt og því skil ég að hann er mjög svekktur Landsliðsþjálfarinn vill að íslenska liðinu sé sýnd virðing inn á vellinum. 15. júní 2016 13:15
Kári um Ronaldo: Enn sætari sigur fyrst hann er svona tapsár Cristiano Ronaldo, einn besti fótboltamaður heims, var vægast sagt svekktur eftir að gera bara jafntefli gegn litla Íslandi í gærkvöldi. 15. júní 2016 12:00
Forsíður portúgölsku blaðanna: Norræn refsing og íslenskur veggur Portúgölsku blöðin voru ekki ánægð með jafntefli sinna manna gegn Íslandi í gær. 15. júní 2016 13:45
„Eiður Smári var í raun mikilvægasti maður leiksins“ Theodór Elmar Bjarnason, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck lofa þátt Eiðs Smára Guðjohnsen í leiknum í gær þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað. 15. júní 2016 14:15