Jón Daði: Fannst þetta eðlilegast í heimi Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júní 2016 22:29 Jón Daði í baráttu í leiknum í kvöld. vísir/getty Jón Daði Böðvarsson, framherji Íslands, var uppgefinn í samtali við fjölmiðla eftir frábæra frammistöðu Íslands í 1-1 jafntefli gegn Portúgal á EM í Frakklandi. „Þetta er bara frábært og miðað við andstæðinginn er þetta frábært. Við tökum 1-1 með glöðu geði," sagði Jón Daði í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Það var einfaldlega að vera aðeins agaðari og ekki hleypa þeim í þessar skyndisóknir sem við fengum á okkur oft á tíðum auðveldlega í fyrri hálfleik." „Þeir eru stórhættulegir í þeim og mér fannst við ná ágætis tökum á því. Portúgalar eru með svakalega sterkt lið og þeir voru skeinuhættir, en við náðum að halda þeim vel í skefjum." Jón Daði hljóp tæplega tólf kílómetra í fremstu víglínu Íslands, en hann var gífurlega duglegur í leiknum. „Ég er alveg búinn á því. Maður varð að hlaupa mikið og maður varð að hjálpa til því vörnin hefst á okkur Kolbeini. Það var ákveðið að gefa allt í þetta." Einhver umræða var um hvort Alfreð Finnbogason ætti að byrja frammi með Kolbeini en að endingu var það Jón Daði. Hann segist ánægður með að hafa fengið traustið. „Auðvitað er maður ánægður með það. Maður er í þessu til að byrja. Þetta er það gaman," en hann segist hafa verið með gott sjálfstraust þrátt fyrir að hafa verið að spila við leikmenn á borð við Pepe og Ricardo Carvalho. „Mér fannst þetta eðlilegast í heimi. Þetat eru auðvitað frægir kallar og allt það, en þetta eru bara leikmenn með hátt sjálfstraust og hafa náð langt á ferlinum." „Þeir eru ekkert meira en það. Þú mætir því eins og eðlilegasti maður. Þetta gefur okkur mikið og að byrja á góðum úrslitum í fysrta leik. Það gefur okkur gott sjálfstraust inn í leikinn gegn Ungverjum," sagði Jón Daði að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson, framherji Íslands, var uppgefinn í samtali við fjölmiðla eftir frábæra frammistöðu Íslands í 1-1 jafntefli gegn Portúgal á EM í Frakklandi. „Þetta er bara frábært og miðað við andstæðinginn er þetta frábært. Við tökum 1-1 með glöðu geði," sagði Jón Daði í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Það var einfaldlega að vera aðeins agaðari og ekki hleypa þeim í þessar skyndisóknir sem við fengum á okkur oft á tíðum auðveldlega í fyrri hálfleik." „Þeir eru stórhættulegir í þeim og mér fannst við ná ágætis tökum á því. Portúgalar eru með svakalega sterkt lið og þeir voru skeinuhættir, en við náðum að halda þeim vel í skefjum." Jón Daði hljóp tæplega tólf kílómetra í fremstu víglínu Íslands, en hann var gífurlega duglegur í leiknum. „Ég er alveg búinn á því. Maður varð að hlaupa mikið og maður varð að hjálpa til því vörnin hefst á okkur Kolbeini. Það var ákveðið að gefa allt í þetta." Einhver umræða var um hvort Alfreð Finnbogason ætti að byrja frammi með Kolbeini en að endingu var það Jón Daði. Hann segist ánægður með að hafa fengið traustið. „Auðvitað er maður ánægður með það. Maður er í þessu til að byrja. Þetta er það gaman," en hann segist hafa verið með gott sjálfstraust þrátt fyrir að hafa verið að spila við leikmenn á borð við Pepe og Ricardo Carvalho. „Mér fannst þetta eðlilegast í heimi. Þetat eru auðvitað frægir kallar og allt það, en þetta eru bara leikmenn með hátt sjálfstraust og hafa náð langt á ferlinum." „Þeir eru ekkert meira en það. Þú mætir því eins og eðlilegasti maður. Þetta gefur okkur mikið og að byrja á góðum úrslitum í fysrta leik. Það gefur okkur gott sjálfstraust inn í leikinn gegn Ungverjum," sagði Jón Daði að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Sjá meira
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30