NBA: Söguleg sýning hjá LeBron og Kyrie sá til þess að Cleveland er á lífi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2016 03:59 LeBron James og Kyrie Irving fagna körfu í nótt. Vísir/Getty LeBron James og Kyrie Irving áttu báðir magnaðan og sögulegan leik fyrir Cleveland Cavaliers í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt þegar Cleveland-liðið vann fimmtán stiga sigur á Golden State Warriors og kom í veg fyrir að Golden State tryggði sér NBA-titilinn á heimavelli sínum. LeBron James og Kyrie Irving skoruðu saman 82 stig í þessum 112-97 sigri Cleveland Cavaliers en LeBron James var með 41 stig, 16 fráköst og 7 stoðsendingar en Kyrie Irving skoraði 41 stig og gaf 6 stoðsendingar. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem liðsfélagar skora báðir 40 stig í lokaúrslitum NBA-deildarinnar. LeBron James var mjög einbeittur og lét ekki stanslaust baul stuðningsfólks Golden State trufla sig. Auk fyrrnefndar tölfræði þá var hann einnig með 3 stolna bolta og 3 varin skot. Það fór ekki á milli mála að hann naut góðs af því að það var enginn Draymond Green til þess að stoppa hann. Þrátt fyrir frábærar tölur hjá LeBron var það þó Kyrie Irving sem var maður leiksins en Irving hitti úr 17 af 24 skotum sínum (71 prósent) þar af 5 af 7 fyrir utan þriggja stiga línuna. Þegar Kyrie fór á flug í seinni hálfleiknum þá virtist allt fara niður hjá honum en hann var þarna að skora yfir 30 stigin í þriðja leiknum í röð. Cleveland Cavaliers minnkaði muninn í 3-2 og næsti leikur fer fram í Cleveland á fimmtudaginn. Golden State Warriors liðið lék án Draymond Green sem tók út leikbann og þá fór Andrew Bogut fór meiddur af velli í þriðja leikhlutanum. Það munar um minna en Bogut meiddist á hné og gæti líka misst af næsta leik. Skvettubræðurnir Klay Thompson og Stephen Curry átti sína spretti í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari virtist fátt fara ofan í hjá Warriors-liðinu. Golden State menn hittu aðeins úr 27 prósent skota sinna í seinni hálfleik þar sem 18 af 21 þriggja stiga skoti liðsins rataði ekki í körfuna. Klay Thompson endaði leikinn með 37 stig og Stephen Curry skoraði 25 stig. Andre Iguodala kom inn í byrjunarliðið í stað og skilaði 15 stigum, 11 fráköstum og 6 stoðsendingum. Staðan var 61-61 í hálfleik en það höfðu ekki verið skoruð svona mörg stig í fyrri hálfleik í leik í úrslitum NBA í heil tuttugu ár. Það var allt hnífjafn, Warriors-liðið vann fyrsta leikhlutann 32-29 en Cavaliers-liðið svaraði með því að vinna annan leikhlutann 32-29. Klay Thompson setti á svið mikla skotsýningu í fyrri hálfleiknum þar sem hann skoraði 26 stig og hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Stephen Curry lét sér nægja 13 stig en saman skoruðu þeir 9 af 11 þriggja stiga körfum Warrior-liðsins í fyrri hálfleiknum. LeBron James skoraði 25 stig í hálfleiknum en tók 18 skot á sama tíma og hann gef ekki eina einustu stoðsendingu. Kyrie Irving hitti vel og var með 18 stig úr aðeins 10 skotum í fyrri hálfleiknum. Kyrie Irving fór á flug á lokakafla leiksins og nánast kláraði leikinn með því að raða stigum úr öllum mögulegum aðstæðum. Hann og LeBron James enduðu síðan með jafnmörg stig og tryggðu sér pláss í sögubókunum. NBA Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
LeBron James og Kyrie Irving áttu báðir magnaðan og sögulegan leik fyrir Cleveland Cavaliers í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt þegar Cleveland-liðið vann fimmtán stiga sigur á Golden State Warriors og kom í veg fyrir að Golden State tryggði sér NBA-titilinn á heimavelli sínum. LeBron James og Kyrie Irving skoruðu saman 82 stig í þessum 112-97 sigri Cleveland Cavaliers en LeBron James var með 41 stig, 16 fráköst og 7 stoðsendingar en Kyrie Irving skoraði 41 stig og gaf 6 stoðsendingar. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem liðsfélagar skora báðir 40 stig í lokaúrslitum NBA-deildarinnar. LeBron James var mjög einbeittur og lét ekki stanslaust baul stuðningsfólks Golden State trufla sig. Auk fyrrnefndar tölfræði þá var hann einnig með 3 stolna bolta og 3 varin skot. Það fór ekki á milli mála að hann naut góðs af því að það var enginn Draymond Green til þess að stoppa hann. Þrátt fyrir frábærar tölur hjá LeBron var það þó Kyrie Irving sem var maður leiksins en Irving hitti úr 17 af 24 skotum sínum (71 prósent) þar af 5 af 7 fyrir utan þriggja stiga línuna. Þegar Kyrie fór á flug í seinni hálfleiknum þá virtist allt fara niður hjá honum en hann var þarna að skora yfir 30 stigin í þriðja leiknum í röð. Cleveland Cavaliers minnkaði muninn í 3-2 og næsti leikur fer fram í Cleveland á fimmtudaginn. Golden State Warriors liðið lék án Draymond Green sem tók út leikbann og þá fór Andrew Bogut fór meiddur af velli í þriðja leikhlutanum. Það munar um minna en Bogut meiddist á hné og gæti líka misst af næsta leik. Skvettubræðurnir Klay Thompson og Stephen Curry átti sína spretti í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari virtist fátt fara ofan í hjá Warriors-liðinu. Golden State menn hittu aðeins úr 27 prósent skota sinna í seinni hálfleik þar sem 18 af 21 þriggja stiga skoti liðsins rataði ekki í körfuna. Klay Thompson endaði leikinn með 37 stig og Stephen Curry skoraði 25 stig. Andre Iguodala kom inn í byrjunarliðið í stað og skilaði 15 stigum, 11 fráköstum og 6 stoðsendingum. Staðan var 61-61 í hálfleik en það höfðu ekki verið skoruð svona mörg stig í fyrri hálfleik í leik í úrslitum NBA í heil tuttugu ár. Það var allt hnífjafn, Warriors-liðið vann fyrsta leikhlutann 32-29 en Cavaliers-liðið svaraði með því að vinna annan leikhlutann 32-29. Klay Thompson setti á svið mikla skotsýningu í fyrri hálfleiknum þar sem hann skoraði 26 stig og hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Stephen Curry lét sér nægja 13 stig en saman skoruðu þeir 9 af 11 þriggja stiga körfum Warrior-liðsins í fyrri hálfleiknum. LeBron James skoraði 25 stig í hálfleiknum en tók 18 skot á sama tíma og hann gef ekki eina einustu stoðsendingu. Kyrie Irving hitti vel og var með 18 stig úr aðeins 10 skotum í fyrri hálfleiknum. Kyrie Irving fór á flug á lokakafla leiksins og nánast kláraði leikinn með því að raða stigum úr öllum mögulegum aðstæðum. Hann og LeBron James enduðu síðan með jafnmörg stig og tryggðu sér pláss í sögubókunum.
NBA Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira