Genesis lúxusmerki Hyundai ekki selt í Evrópu þennan áratuginn Finnur Thorlacius skrifar 13. júní 2016 10:18 Genesis bíll frá Hyundai. Í fyrra tilkynnti Hyundai að fyrirtækið hefði stofnað sérstaka lúxusbíladeild innan fyrirtækisins sem fékk nafnið Genesis. Þetta lúxusbílamerki stofnaði Hyundai að mestu til að herja á Bandaríkjamarkað, líkt og Toyota gerði fyrstu með Lexus lúxusbílamerki sitt. Genesis bílar verða þó seldir víðar en í Bandaríkjunum, eða í Kína, S-Kóreu og miðausturlöndum. Bið verður á því að Hyundai bjóði Genesis bíla á erfiðasta bílamarkaði heims, í Evrópu. Hyundai segir að það verði ekki á þessum áratug en líklega fljótlega á þeim næsta. Ástæða þess er að Hyundai skortir samkeppnishæfar vélar í bílana og að engir jeppar og jepplingar eru að finna í bílaúrvali Genesis, heldur eingöngu stórir fólksbílar. Hyndai stefnir hinsvegar að því að bjóða 6 mismunandi bílgerðir Genesis við upphaf næsta áratugar og þá verði bílaúrval merkisins orðið fært um að keppa við hinn erfiða lúxusbílamarkað Evrópu sem telur meðal annars lúxusbílamerkin Mercedes Benz, BMW, Audi og Porsche. Meðal þessara sex bíla verða þá tvær gerðir jepplinga. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Í fyrra tilkynnti Hyundai að fyrirtækið hefði stofnað sérstaka lúxusbíladeild innan fyrirtækisins sem fékk nafnið Genesis. Þetta lúxusbílamerki stofnaði Hyundai að mestu til að herja á Bandaríkjamarkað, líkt og Toyota gerði fyrstu með Lexus lúxusbílamerki sitt. Genesis bílar verða þó seldir víðar en í Bandaríkjunum, eða í Kína, S-Kóreu og miðausturlöndum. Bið verður á því að Hyundai bjóði Genesis bíla á erfiðasta bílamarkaði heims, í Evrópu. Hyundai segir að það verði ekki á þessum áratug en líklega fljótlega á þeim næsta. Ástæða þess er að Hyundai skortir samkeppnishæfar vélar í bílana og að engir jeppar og jepplingar eru að finna í bílaúrvali Genesis, heldur eingöngu stórir fólksbílar. Hyndai stefnir hinsvegar að því að bjóða 6 mismunandi bílgerðir Genesis við upphaf næsta áratugar og þá verði bílaúrval merkisins orðið fært um að keppa við hinn erfiða lúxusbílamarkað Evrópu sem telur meðal annars lúxusbílamerkin Mercedes Benz, BMW, Audi og Porsche. Meðal þessara sex bíla verða þá tvær gerðir jepplinga.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent