Jón Daði þakklátur: „Þetta er bara vitleysa“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2016 22:00 Jón Daði styttir sér stundir með þeim íslenska leikmanni sem náð hefur lengst í knattspyrnu, Eiði Smára Guðjohnsen. Vísir/Vilhelm Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson kom inn í undankeppni EM 2016 með þvílíkum látum að það mun seint gleymast. Hann var óvænt í byrjunarliðinu í fyrsta leiknum gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli, þakkaði traustið og skoraði fyrsta markið í leiknum. „Þetta er bara vitleysa, ef maður pælir í því,“ segir Jón Daði um þróunina á hans ferli undanfarin ár. „Fyrir fjórum eða fimm árum var maður í 1. deildinni á Selfossi að spila á móti litlum liðum á Íslandi,“ segir framherjinn og tekur fram að hann beri að sjálfsögðu mikla virðingu fyrir þeim. „Þetta er svolítið súrealískt,“ segir kappinn. „Ég hef talað við hina og þessa, þar á meðal fyrrverandi landsliðsmenn sem fengu aldrei þetta tækifæri. Þetta eru forréttindi og það er fáránlega gaman að vera partur af þessu öllu saman.“ Hann segist ekki geta kvartað yfir neinu hvað varðar dvöl landsliðsins í Frakklandi. Hótelið sé æðislegt, hann sofi vel, æfingar séu frábærar og æfingasvæðið sömuleiðis. Allt sé æðislegt. „Maður þarf að vera þakklátur. Maður á það til að gleyma því.“ Eftirvæntingin mikil Jón Daði hvíldi í 4-0 sigurleiknum gegn Liechtenstein á mánudaginn en segist líða mjög vel í kroppnum í dag. „Það var frábært að fá smá hvíld enda búið að vera langt tímabil,“ segir Jón Daði sem er á mála hjá Kaiserslautern í Þýskalandi. Deildin sé agressív og hátt tempó. Það hafi verið klókt hjá Heimi og Lars, landsliðsþjálfurunum, að gefa honum hvíld. „Standið er annars mjög gott og formið frábært. Eftirvæntingin eftir fyrsta leik er mikil.“ Strákarnir hafa töluverðan tíma utan æfinga og funda. Jón Daði segir hvíldina vera mikilvægasta. Sumir fari í sólbað eða í sundlaugina en þá verði að passa sig að brenna ekki. Svo eigi leikmenn kost á því að fara niður í bæ en því fylgi vesen vegna strangrar öryggisgæslu. Honum líður hins vegar bara ljómandi vel á hótelinu og þar skipti miklu að strákarnir hafa það útaf fyrir sig.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu Sjá meira
Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson kom inn í undankeppni EM 2016 með þvílíkum látum að það mun seint gleymast. Hann var óvænt í byrjunarliðinu í fyrsta leiknum gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli, þakkaði traustið og skoraði fyrsta markið í leiknum. „Þetta er bara vitleysa, ef maður pælir í því,“ segir Jón Daði um þróunina á hans ferli undanfarin ár. „Fyrir fjórum eða fimm árum var maður í 1. deildinni á Selfossi að spila á móti litlum liðum á Íslandi,“ segir framherjinn og tekur fram að hann beri að sjálfsögðu mikla virðingu fyrir þeim. „Þetta er svolítið súrealískt,“ segir kappinn. „Ég hef talað við hina og þessa, þar á meðal fyrrverandi landsliðsmenn sem fengu aldrei þetta tækifæri. Þetta eru forréttindi og það er fáránlega gaman að vera partur af þessu öllu saman.“ Hann segist ekki geta kvartað yfir neinu hvað varðar dvöl landsliðsins í Frakklandi. Hótelið sé æðislegt, hann sofi vel, æfingar séu frábærar og æfingasvæðið sömuleiðis. Allt sé æðislegt. „Maður þarf að vera þakklátur. Maður á það til að gleyma því.“ Eftirvæntingin mikil Jón Daði hvíldi í 4-0 sigurleiknum gegn Liechtenstein á mánudaginn en segist líða mjög vel í kroppnum í dag. „Það var frábært að fá smá hvíld enda búið að vera langt tímabil,“ segir Jón Daði sem er á mála hjá Kaiserslautern í Þýskalandi. Deildin sé agressív og hátt tempó. Það hafi verið klókt hjá Heimi og Lars, landsliðsþjálfurunum, að gefa honum hvíld. „Standið er annars mjög gott og formið frábært. Eftirvæntingin eftir fyrsta leik er mikil.“ Strákarnir hafa töluverðan tíma utan æfinga og funda. Jón Daði segir hvíldina vera mikilvægasta. Sumir fari í sólbað eða í sundlaugina en þá verði að passa sig að brenna ekki. Svo eigi leikmenn kost á því að fara niður í bæ en því fylgi vesen vegna strangrar öryggisgæslu. Honum líður hins vegar bara ljómandi vel á hótelinu og þar skipti miklu að strákarnir hafa það útaf fyrir sig.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti