Farinn að vinna Ingvar í spili sem markvörðurinn fann upp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2016 16:00 Arnór Ingvi á hóteli strákana þar sem þeim líður vel. Vísir/Vilhelm Arnór Ingvi Traustason hefur skorað þrjú mörk í sjö landsleikjum sem er tölfræði sem fáir geta státað af. Hann hefur komið inn í landsliðið með þvílíkum krafti og má telja líklegt að hann komi við sögu áður en langt um líður. „Ég fór út til Norrköping árið 2015 og það tók mig smá tíma að komast inn í hlutina þar. Um leið og ég komst inn í þá fór þetta að rúlla,“ segir kantmaðurinn sókndjarfi um ótrúlegar sviptingar á skömmum tíma. Hann er ekki aðeins kominn í landsliðshópinn heldur gerir tilkall til byrjunarliðssætis. „Eftir seinasta tímabil var ég ekki einu sinni að hugsa út í að eiga séns á að komast á EM. Bara að fá leiki til að spreyta mig aðeins,“ segir Arnór Ingvi. Svo hafi boltinn verið farinn að rúlla og eftir æfingaleikina í mars hafi hann fórið að hugsa um að hann ætti séns sem hann vildi nýta. „Og hér er ég í dag,“ segir Arnór Ingvi. Þróunin sé skemmtileg og hlutirnir hefðu ekki getað gengið betur.Búinn að læra inn á IngvarHann hrósar liðsfélögum sínum fyrir að hafa hjálpað sér að aðlagast og gefa sér góð ráð. Þá hjálpi til að Norrköping spili sviptað kerfi þar sem vængmenn fá að hlaupa inn á miðjuna og skili sér til baka. Það hafi hjálpað honum mikið í fyrstu landsleikjunum.Arnór styttir sér stundir á hótelinu meðal annars með því að spila við félaga sína Ingvar Jónsson, Hauk Heiðar, Hjört Hermanns og Hörð Björgvin. Hann veit ekki hvað spilið heitir og það hljómar í eyru blaðamanns eins og Ingvar hafi í raun fundið upp spilið. Arnór tekur undir það.„Ingvar er alltaf að svindla á okkur,“ segir Arnór Ingvi sem er farinn að vinna spil nokkuð reglulega. „Ég er búinn að læra inn á Ingvar.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Sjá meira
Arnór Ingvi Traustason hefur skorað þrjú mörk í sjö landsleikjum sem er tölfræði sem fáir geta státað af. Hann hefur komið inn í landsliðið með þvílíkum krafti og má telja líklegt að hann komi við sögu áður en langt um líður. „Ég fór út til Norrköping árið 2015 og það tók mig smá tíma að komast inn í hlutina þar. Um leið og ég komst inn í þá fór þetta að rúlla,“ segir kantmaðurinn sókndjarfi um ótrúlegar sviptingar á skömmum tíma. Hann er ekki aðeins kominn í landsliðshópinn heldur gerir tilkall til byrjunarliðssætis. „Eftir seinasta tímabil var ég ekki einu sinni að hugsa út í að eiga séns á að komast á EM. Bara að fá leiki til að spreyta mig aðeins,“ segir Arnór Ingvi. Svo hafi boltinn verið farinn að rúlla og eftir æfingaleikina í mars hafi hann fórið að hugsa um að hann ætti séns sem hann vildi nýta. „Og hér er ég í dag,“ segir Arnór Ingvi. Þróunin sé skemmtileg og hlutirnir hefðu ekki getað gengið betur.Búinn að læra inn á IngvarHann hrósar liðsfélögum sínum fyrir að hafa hjálpað sér að aðlagast og gefa sér góð ráð. Þá hjálpi til að Norrköping spili sviptað kerfi þar sem vængmenn fá að hlaupa inn á miðjuna og skili sér til baka. Það hafi hjálpað honum mikið í fyrstu landsleikjunum.Arnór styttir sér stundir á hótelinu meðal annars með því að spila við félaga sína Ingvar Jónsson, Hauk Heiðar, Hjört Hermanns og Hörð Björgvin. Hann veit ekki hvað spilið heitir og það hljómar í eyru blaðamanns eins og Ingvar hafi í raun fundið upp spilið. Arnór tekur undir það.„Ingvar er alltaf að svindla á okkur,“ segir Arnór Ingvi sem er farinn að vinna spil nokkuð reglulega. „Ég er búinn að læra inn á Ingvar.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti