Alfreð: Sjálfstraust er ekki eitthvað sem maður tínir upp af götunni Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júní 2016 13:00 Birkir Bjarnason og Alfreð Finnbogason koma báðir sjóðheitir á EM. vísir/vilhelm Alfreð Finnbogason og Birkir Bjarnason sögðust báðir vera fullir sjálfstrausts fyrir komandi átök á EM í fótbolta en íslenska liðið mætir Portúgal í fyrsta leik í St. Étienne á þriðjudagskvöldið. Leikmennirnir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í Annecy í dag ásamt Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfara. Báðum gekk vel með félagsliðum sínum í aðdraganda mótsins og það skiptir máli.Sjá einnig:EM í dag: Hótelhittingur og bullurnar í Marseille Birkir gekk í raðir Basel síðasta sumar frá Pescara á Ítalíu og spilaði stórvel. Hann skoraði tíu mörk af miðjunni í 29 deildarleikjum og þrettán mörk í heildina. „Það er gott fyrir sjálfstraustið að mæta á svona mót eftir góða leiktíð. Það gefur manni mikið,“ sagði Birkir Bjarnason sem varð svissneskur meistari með Basel á síðustu leiktíð. Alfreð komst aftur almennilega á skrið á sínum ferli eftir áramót þegar hann var keyptur til þýska liðsins Augsburg. Eftir erfitt hálft annað ár hjá Real Sociedad og Olympiacos byrjaði Alfreð að raða inn mörkunum á nýjan leik. Hann skoraði sjö mörk í fjórtán leikjum og var ein helsta ástæða þess að Augsburg hélt sæti sínu í þýsku 1. deildinni. Alfreð skoraði ekki bara mörk heldur mikilvæg mörk sem tryggði Augsburg mikilvæg stig í fallbaráttunni. „Ég tek undir með Birki að það gefur manni sjálfstraust að koma inn á svona mót eftir góða leiktíð,“ sagði Alfreð. „Sjálfstraust er ekki eitthvað sem maður tínir upp af götunni. Ef ég tala bara fyrir sjálfan mig þá líður mér mjög vel og ég hef verið að skora mörk,“ sagði Alfreð Finnbogason.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Ronaldo verður upp á sitt besta á EM - bara ekki gegn Íslandi“ Lars Lagerbäck skilur vel þá ákvörðun að gefa Cristiano Ronaldo vikufrí frá undirbúningi portúgalska landsliðsins á EM. 12. júní 2016 13:30 Lars: Ég gerði mistök fyrir leikinn í Zagreb "Með svo stuttan tíma gáfum við röngum hlutum forgang,“ sagði Lars. 12. júní 2016 10:30 EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 12. júní 2016 10:00 Svona var blaðamannafundur strákanna okkar í dag | Myndband Vísir var með beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í fótbolta. 12. júní 2016 09:15 Alfreð: Höfum talað um U-21 mótið í Danmörku Margir úr íslenska landsliðinu muna vel eftir fyrsta leiknum á EM U-21 mótinu í Danmörku. 12. júní 2016 09:00 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Sjá meira
Alfreð Finnbogason og Birkir Bjarnason sögðust báðir vera fullir sjálfstrausts fyrir komandi átök á EM í fótbolta en íslenska liðið mætir Portúgal í fyrsta leik í St. Étienne á þriðjudagskvöldið. Leikmennirnir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í Annecy í dag ásamt Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfara. Báðum gekk vel með félagsliðum sínum í aðdraganda mótsins og það skiptir máli.Sjá einnig:EM í dag: Hótelhittingur og bullurnar í Marseille Birkir gekk í raðir Basel síðasta sumar frá Pescara á Ítalíu og spilaði stórvel. Hann skoraði tíu mörk af miðjunni í 29 deildarleikjum og þrettán mörk í heildina. „Það er gott fyrir sjálfstraustið að mæta á svona mót eftir góða leiktíð. Það gefur manni mikið,“ sagði Birkir Bjarnason sem varð svissneskur meistari með Basel á síðustu leiktíð. Alfreð komst aftur almennilega á skrið á sínum ferli eftir áramót þegar hann var keyptur til þýska liðsins Augsburg. Eftir erfitt hálft annað ár hjá Real Sociedad og Olympiacos byrjaði Alfreð að raða inn mörkunum á nýjan leik. Hann skoraði sjö mörk í fjórtán leikjum og var ein helsta ástæða þess að Augsburg hélt sæti sínu í þýsku 1. deildinni. Alfreð skoraði ekki bara mörk heldur mikilvæg mörk sem tryggði Augsburg mikilvæg stig í fallbaráttunni. „Ég tek undir með Birki að það gefur manni sjálfstraust að koma inn á svona mót eftir góða leiktíð,“ sagði Alfreð. „Sjálfstraust er ekki eitthvað sem maður tínir upp af götunni. Ef ég tala bara fyrir sjálfan mig þá líður mér mjög vel og ég hef verið að skora mörk,“ sagði Alfreð Finnbogason.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Ronaldo verður upp á sitt besta á EM - bara ekki gegn Íslandi“ Lars Lagerbäck skilur vel þá ákvörðun að gefa Cristiano Ronaldo vikufrí frá undirbúningi portúgalska landsliðsins á EM. 12. júní 2016 13:30 Lars: Ég gerði mistök fyrir leikinn í Zagreb "Með svo stuttan tíma gáfum við röngum hlutum forgang,“ sagði Lars. 12. júní 2016 10:30 EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 12. júní 2016 10:00 Svona var blaðamannafundur strákanna okkar í dag | Myndband Vísir var með beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í fótbolta. 12. júní 2016 09:15 Alfreð: Höfum talað um U-21 mótið í Danmörku Margir úr íslenska landsliðinu muna vel eftir fyrsta leiknum á EM U-21 mótinu í Danmörku. 12. júní 2016 09:00 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Sjá meira
„Ronaldo verður upp á sitt besta á EM - bara ekki gegn Íslandi“ Lars Lagerbäck skilur vel þá ákvörðun að gefa Cristiano Ronaldo vikufrí frá undirbúningi portúgalska landsliðsins á EM. 12. júní 2016 13:30
Lars: Ég gerði mistök fyrir leikinn í Zagreb "Með svo stuttan tíma gáfum við röngum hlutum forgang,“ sagði Lars. 12. júní 2016 10:30
EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 12. júní 2016 10:00
Svona var blaðamannafundur strákanna okkar í dag | Myndband Vísir var með beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í fótbolta. 12. júní 2016 09:15
Alfreð: Höfum talað um U-21 mótið í Danmörku Margir úr íslenska landsliðinu muna vel eftir fyrsta leiknum á EM U-21 mótinu í Danmörku. 12. júní 2016 09:00