Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. júní 2016 15:55 Ragnar Sigurðsson hefur það gott og er öruggur á hótelinu. vísir/vilhelm Íslenskir fjölmiðlar fengu að heimsækja strákana okkar á liðshótelið í Annecy þar sem þeir dvelja á meðan mótinu stendur þegar þeir eru ekki á leikstað. Hótelið er ekki stórt en afskaplega huggulegt og á frábærum stað hálfa leið upp í fjalli með magnað útsýni yfir Annecy-vatnið. Þarna hafa þeir allt til alls og mátti sjá að strákunum líður vel.Sjá einnig:Ljósmyndari Vísis myndaði strákana í bak og fyrir á hótelinu „Það er mjög gott að vera einir á hótelinu. Ég hef aldrei upplifað þetta áður,“ segir Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska liðsins, í samtali við Vísi en hann hefur ferðast mikið með félagsliðum sínum á ferlinum sem og íslenska landsliðinu. „Þetta er það stór viðburður og allt í kringum mótið er svo stórt. Þetta kostar svo ógeðslega mikla peninga allt saman að mér finnst ekkert að því að við tökum heilt hótel út af fyrir okkur,“ segir Ragnar. Eins og fram hefur komið er öryggisgæslan í kringum íslenska liðið gríðarleg. Á annað hundrað öryggisvarða koma að því að verja okkar menn og standa nokkrir þeirra vaktina allan sólarhringinn. Fjölmiðlar fengu lögreglufylgd í liðsrútu Íslands á hótelið þar sem aldrei var stoppað á rauðu ljósi. Þegar að hótelinu var komið beið þar hópur lögreglumanna og annað eins af sérsveitarmönnum. „Það er svolítið öðruvísi að vera hérna með alla þessa öryggisverði. Maður hugsar alveg að það gæti eitthvað gerst. Þess vegna eru þeir nú hérna. En við verðum að leggja okkar traust á þá. Þeir hljóta að vita hvað þeir eru að gera,“ sagði Ragnar Sigurðsson, en einum öryggisvarðanna líkir hann við persónuna Jack Bauer úr hinum vinsælu sjónvarpsþáttum 24. „Það er einn hérna sem er orðinn samkeppnisaðili Togga (Þorgríms Þráinssonar). Þetta er algjör Jack Bauer, rosalega hávaxinn og myndarlegur karl sem gengur um með skammbyssu og bakpoka fullan af vopnum,“ sagði Ragnar brosandi. „Ef eitthvað gerist þá hleyp ég bara til hans. Þetta er aðalgaurinn. Það eru þrír eða fjórir hérna í kringum okkur en ef eitthvað kemur upp á þá fer ég beint í Bauerinn,“ sagði Ragnar Sigurðsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45 Sjáðu öll viðtölin við strákana okkar hér Heimir Hallgrímsson, Aron Einar Gunnarsson, Hörður Björgvin Magnússon, Arnór Ingvi Traustason, Theodór Elmar Bjarnason og Ari Freyr Skúlason ræddu allir við Vísi í morgun. 11. júní 2016 11:13 Heimir um skipulagið: Ekki allt eins og við ætluðum okkur Landsliðsþjálfarinn tekur þá afstöðu að láta ekki litlu hlutina pirra starfslið íslenska landsliðsins í Frakklandi. 11. júní 2016 10:49 Emil og Elmar glíma við meiðsli "Ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. 11. júní 2016 10:35 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu Sjá meira
Íslenskir fjölmiðlar fengu að heimsækja strákana okkar á liðshótelið í Annecy þar sem þeir dvelja á meðan mótinu stendur þegar þeir eru ekki á leikstað. Hótelið er ekki stórt en afskaplega huggulegt og á frábærum stað hálfa leið upp í fjalli með magnað útsýni yfir Annecy-vatnið. Þarna hafa þeir allt til alls og mátti sjá að strákunum líður vel.Sjá einnig:Ljósmyndari Vísis myndaði strákana í bak og fyrir á hótelinu „Það er mjög gott að vera einir á hótelinu. Ég hef aldrei upplifað þetta áður,“ segir Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska liðsins, í samtali við Vísi en hann hefur ferðast mikið með félagsliðum sínum á ferlinum sem og íslenska landsliðinu. „Þetta er það stór viðburður og allt í kringum mótið er svo stórt. Þetta kostar svo ógeðslega mikla peninga allt saman að mér finnst ekkert að því að við tökum heilt hótel út af fyrir okkur,“ segir Ragnar. Eins og fram hefur komið er öryggisgæslan í kringum íslenska liðið gríðarleg. Á annað hundrað öryggisvarða koma að því að verja okkar menn og standa nokkrir þeirra vaktina allan sólarhringinn. Fjölmiðlar fengu lögreglufylgd í liðsrútu Íslands á hótelið þar sem aldrei var stoppað á rauðu ljósi. Þegar að hótelinu var komið beið þar hópur lögreglumanna og annað eins af sérsveitarmönnum. „Það er svolítið öðruvísi að vera hérna með alla þessa öryggisverði. Maður hugsar alveg að það gæti eitthvað gerst. Þess vegna eru þeir nú hérna. En við verðum að leggja okkar traust á þá. Þeir hljóta að vita hvað þeir eru að gera,“ sagði Ragnar Sigurðsson, en einum öryggisvarðanna líkir hann við persónuna Jack Bauer úr hinum vinsælu sjónvarpsþáttum 24. „Það er einn hérna sem er orðinn samkeppnisaðili Togga (Þorgríms Þráinssonar). Þetta er algjör Jack Bauer, rosalega hávaxinn og myndarlegur karl sem gengur um með skammbyssu og bakpoka fullan af vopnum,“ sagði Ragnar brosandi. „Ef eitthvað gerist þá hleyp ég bara til hans. Þetta er aðalgaurinn. Það eru þrír eða fjórir hérna í kringum okkur en ef eitthvað kemur upp á þá fer ég beint í Bauerinn,“ sagði Ragnar Sigurðsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45 Sjáðu öll viðtölin við strákana okkar hér Heimir Hallgrímsson, Aron Einar Gunnarsson, Hörður Björgvin Magnússon, Arnór Ingvi Traustason, Theodór Elmar Bjarnason og Ari Freyr Skúlason ræddu allir við Vísi í morgun. 11. júní 2016 11:13 Heimir um skipulagið: Ekki allt eins og við ætluðum okkur Landsliðsþjálfarinn tekur þá afstöðu að láta ekki litlu hlutina pirra starfslið íslenska landsliðsins í Frakklandi. 11. júní 2016 10:49 Emil og Elmar glíma við meiðsli "Ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. 11. júní 2016 10:35 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu Sjá meira
Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45
Sjáðu öll viðtölin við strákana okkar hér Heimir Hallgrímsson, Aron Einar Gunnarsson, Hörður Björgvin Magnússon, Arnór Ingvi Traustason, Theodór Elmar Bjarnason og Ari Freyr Skúlason ræddu allir við Vísi í morgun. 11. júní 2016 11:13
Heimir um skipulagið: Ekki allt eins og við ætluðum okkur Landsliðsþjálfarinn tekur þá afstöðu að láta ekki litlu hlutina pirra starfslið íslenska landsliðsins í Frakklandi. 11. júní 2016 10:49
Emil og Elmar glíma við meiðsli "Ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. 11. júní 2016 10:35
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti