England kastaði frá sér sigrinum í uppbótartíma í Marseille | Sjáðu mörkin Anton Ingi Leifsson skrifar 11. júní 2016 20:45 Rússar fagna á meðan Englendingar sitja eftir með sárt ennið. vísir/getty England og Rússland gerðu 1-1 jafntefli á Stade Velodrome í Marseille, en leikurinn var liður í fyrstu umferð B-riðils. Eric Dier skoraði mark Englands úr aukaspyrnu, en Rússar jöfnuðu í uppbótartíma. Englendingar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og sóttu mun meira, en náðu ekki að skora. Þeir höfðu algjörar tögl og haldir á leiknum, en Wayne Rooney lék á miðjunni. Harry Kane byrjaði frammi á meðan Jamie Vardy gerði sér það til góðs að sitja á bekknum. Liðsfélagi Kane skoraði fyrsta mark leiksins, en miðjumaðurinn Eric Dier skoraði á 73. mínútu. Dele Alli fiskaði þá aukaspyrnu og það ráku margir upp stór augu þegar Dier spyrnti boltanum, en hann söng í netinu. Myndband af markinu má sjá hér neðar í fréttinni. Rússar reyndu því að setja meira púður í sóknarleikinn og það skilaði árangri í uppbótartíma þegar Denis Glushakov skoraði eftir undirbúning Vasli Bereztuski. Grátlegt fyrir Englendinga sem höfðu spilað fínasta leik. Þrautarganga Englendinga heldur því áfram í fyrsta leik á Evrópumóti, því England hefur aldrei unnið fyrsta leik á EM. Sturluð tölfræði. Liðin eru því með eitt stig hvort, en Wales er á toppi riðilsins með þrjú stig. Slóvakía er án stiga. England og Wales mætast á fimmtudaginn, en á miðvikudaginn mætast Rússland og Slóvakía.1-0 Dier: Eric Dier! 1-0 fyrir #ENG gegn #RUS #EMÍSLAND pic.twitter.com/DKWQSAw3x6— Síminn (@siminn) June 11, 2016 1-1 Denis: 1-1#ENG #RUS #EMÍSLAND pic.twitter.com/X8GWY9oo5v— Síminn (@siminn) June 11, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Sjá meira
England og Rússland gerðu 1-1 jafntefli á Stade Velodrome í Marseille, en leikurinn var liður í fyrstu umferð B-riðils. Eric Dier skoraði mark Englands úr aukaspyrnu, en Rússar jöfnuðu í uppbótartíma. Englendingar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og sóttu mun meira, en náðu ekki að skora. Þeir höfðu algjörar tögl og haldir á leiknum, en Wayne Rooney lék á miðjunni. Harry Kane byrjaði frammi á meðan Jamie Vardy gerði sér það til góðs að sitja á bekknum. Liðsfélagi Kane skoraði fyrsta mark leiksins, en miðjumaðurinn Eric Dier skoraði á 73. mínútu. Dele Alli fiskaði þá aukaspyrnu og það ráku margir upp stór augu þegar Dier spyrnti boltanum, en hann söng í netinu. Myndband af markinu má sjá hér neðar í fréttinni. Rússar reyndu því að setja meira púður í sóknarleikinn og það skilaði árangri í uppbótartíma þegar Denis Glushakov skoraði eftir undirbúning Vasli Bereztuski. Grátlegt fyrir Englendinga sem höfðu spilað fínasta leik. Þrautarganga Englendinga heldur því áfram í fyrsta leik á Evrópumóti, því England hefur aldrei unnið fyrsta leik á EM. Sturluð tölfræði. Liðin eru því með eitt stig hvort, en Wales er á toppi riðilsins með þrjú stig. Slóvakía er án stiga. England og Wales mætast á fimmtudaginn, en á miðvikudaginn mætast Rússland og Slóvakía.1-0 Dier: Eric Dier! 1-0 fyrir #ENG gegn #RUS #EMÍSLAND pic.twitter.com/DKWQSAw3x6— Síminn (@siminn) June 11, 2016 1-1 Denis: 1-1#ENG #RUS #EMÍSLAND pic.twitter.com/X8GWY9oo5v— Síminn (@siminn) June 11, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Sjá meira