Gibson vinnur að framhaldi Passion of the Christ Samúel Karl Ólason skrifar 10. júní 2016 11:20 Jim Caviezel og Mel Gibson við tökur á Passion of the Christ. Vísir/AFP Mel Gibson vinnur nú að framhaldsmynd Passion of the Christ. Hann og handritshöfundurinn Randall Wallace, sem skrifaði Braveheart, undirbúa nú framleiðslu myndarinnar sem á að fjalla um upprisu Jesús. Wallace sagði Hollywood Reporter að hann væri byrjaður á handriti myndarinnar. „Mig langaði alltaf að segja þessa sögu. Passion var byrjunin og það á enn eftir að segja stóran hluta sögunnar,“ segir Wallace. Upprunalega myndin þénaði 612 milljónir dala en kostaði einungis 30 milljónir í framleiðslu. Lengi hefur verið talið að Gibson myndi gera framhald, en hann virtist ekki hafa áhuga. Samkvæmt Hollywood Reporter fór þó orðrómur um framhald af stað í síðasta mánuði. Þá var Gibson spurður út í framhald og gaf hann loðin svör. Framleiðsla myndarinnar er ekki komin langt á veg og hefur ekkert kvikmyndaver eða fjárfestar sett fjármagn í myndina. Wallace segir þó að áhuginn sé til staðar. Bíó og sjónvarp Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Mel Gibson vinnur nú að framhaldsmynd Passion of the Christ. Hann og handritshöfundurinn Randall Wallace, sem skrifaði Braveheart, undirbúa nú framleiðslu myndarinnar sem á að fjalla um upprisu Jesús. Wallace sagði Hollywood Reporter að hann væri byrjaður á handriti myndarinnar. „Mig langaði alltaf að segja þessa sögu. Passion var byrjunin og það á enn eftir að segja stóran hluta sögunnar,“ segir Wallace. Upprunalega myndin þénaði 612 milljónir dala en kostaði einungis 30 milljónir í framleiðslu. Lengi hefur verið talið að Gibson myndi gera framhald, en hann virtist ekki hafa áhuga. Samkvæmt Hollywood Reporter fór þó orðrómur um framhald af stað í síðasta mánuði. Þá var Gibson spurður út í framhald og gaf hann loðin svör. Framleiðsla myndarinnar er ekki komin langt á veg og hefur ekkert kvikmyndaver eða fjárfestar sett fjármagn í myndina. Wallace segir þó að áhuginn sé til staðar.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira