10 verðmætustu bílamerkin Finnur Thorlacius skrifar 10. júní 2016 09:04 Merki Toyota er langverðmætasta bílamerki heims. Á hverju ári er kannað í Bandaríkjunum hvaða bílamerki eru þau verðmætustu í hugum almennings. Sem oft áður er það Toyota sem vermir efsta sæti listans, nú fjórða árið í röð. Þar á eftir koma svo bílamerkin BMW, Mercedes Benz, Honda og Ford. Athygli vekur að Volkswagen dettur útaf lista þeirra 10 verðmætustu í kjölfar dísilvélasvindlsins og í stað þess kemur Tesla nýtt inná listann góða, í tíunda sætinu. Er verðmæti Tesla merkisins metið á 4,4 milljarða dollara en Toyota á 29,5 milljarða dollara, eða á 3.630 milljarða króna. Á eftir Ford í sjötta sæti kemur svo Nissan, síðan Audi, svo Land Rover, þá Porsche og Tesla í því tíunda. Einnig vekur athygli að aðeins tvö bandarísk bílmerki ná inná þenna topp 10 lista, eða Ford og Tesla, en 4 þýsk og 3 japönsk. Land Rover er í eigu indverskra eigenda, þ.e. Tata Motors, þó svo bílamerkið sé breskt. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent
Á hverju ári er kannað í Bandaríkjunum hvaða bílamerki eru þau verðmætustu í hugum almennings. Sem oft áður er það Toyota sem vermir efsta sæti listans, nú fjórða árið í röð. Þar á eftir koma svo bílamerkin BMW, Mercedes Benz, Honda og Ford. Athygli vekur að Volkswagen dettur útaf lista þeirra 10 verðmætustu í kjölfar dísilvélasvindlsins og í stað þess kemur Tesla nýtt inná listann góða, í tíunda sætinu. Er verðmæti Tesla merkisins metið á 4,4 milljarða dollara en Toyota á 29,5 milljarða dollara, eða á 3.630 milljarða króna. Á eftir Ford í sjötta sæti kemur svo Nissan, síðan Audi, svo Land Rover, þá Porsche og Tesla í því tíunda. Einnig vekur athygli að aðeins tvö bandarísk bílmerki ná inná þenna topp 10 lista, eða Ford og Tesla, en 4 þýsk og 3 japönsk. Land Rover er í eigu indverskra eigenda, þ.e. Tata Motors, þó svo bílamerkið sé breskt.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent